Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nemur 100 milljónum

Kostn­að­ur vegna ut­an­lands­ferða sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra 17 millj­ón­ir síð­ustu fimm ár. Sex ráð­herr­ar hafa feng­ið rúm­ar 20 millj­ón­ir í dag­pen­inga. Upp­lýs­ing­ar enn ekki borist um helm­ing ráðu­neyta.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nemur 100 milljónum
100 milljóna kostnaður og helmingurinn ótalinn Kostnaður við utanlandsferðir sex ráðherra og fjögurra ráðuneytisstjóra hefur á síðustu fimm árum numið um 100 milljónum króna. Enn eiga eftir að berast upplýsingar frá fimm ráðherrum. Mynd: Stjórnarráðið

Kostnaður við utanlandsferðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur síðustu fimm ár numið rúmum 17 milljónum króna. Á sama tíma nam kostnaður vegna utanferða heilbrigðisráðherra aðeins um 3,6 milljónum króna. Kostnaður sem hlotist hefur af utanferðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á síðustu fimm árum er um 15,8 milljónir króna en kostnaður vegna ferða félagsmálaráðherra nemur hins vegar rétt tæpum 6 milljónum. Alls nemur kostnaður við utanlandsferðir ráðherranna fjögurra því rúmum 42 milljónum króna á þessu fimm ára tímabili.

Fimm ráðherrar eiga eftir að svara

Þetta kemur fram í svörum frá ráðherrunum við fyrirspurnum Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví lagði fram fyrirspurn um ferðakostnað allra ráðherra og hafa svörin verið að berast síðustu daga. Auk ráðherranna fjögurra sem eru nefndir hér að framan greindi Stundin frá því í síðustu viku að ferðakostnaður forsætisráðherra og fjármálaráðherra á sama tímabili hefði numið um 27 milljónum króna. Samanlagður ferðakostnaður sex ráðherra hefur því á síðustu fimm árum numið 69 milljónum króna. Enn eiga eftir að berast svör frá fimm ráðherrum. Rétt er að nefna að á þessum fimm árum hafa orðið ýmsar breytingar á ráðherraliðinu og því ekki um sömu ráðherra að ræða á tímabilinu öllu.

Skýringin á því að kostnaður vegna utanferða félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra er þetta mikið lægri en vegna utanferða hinna ráðherranna liggur einkum í því að þeir hafa farið all nokkru færri ferðir úr landi á tímabilinu. Kostnaðurinn sem um ræðir liggur í greiðslum dagpeninga, greiðslu fyrir gistingu og ferðakostnaði.

Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fékk greiddar rúmar 3,3 milljónir í dagpeninga á síðustu fimm árum. Kostnaður vegna gistingar nam tæpum 3,5 milljónum og ferðakostnaður um 9 milljónum króna. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fékk á sama tímabili greiddar tæpar 4 milljónir króna í dagpeninga. Greiddar voru tæpar 3 milljónir fyrir gistingu og rúmar 10 milljónir í ferðakostnað.

Dagpeningagreiðslur upp á 20 milljónir króna

Kostnaðurinn við utanferðir félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra er sem fyrr segir mun lægri. Félagsmálaráðherra fékk um 1,2 milljónir króna greiddar í dagpeninga, greiddar voru um 1,2 milljónir króna fyrir gistingu og ferðakostnaður var tæpar 3,5 milljónir króna á þessu fimm ára tímabili. Heilbrigðisráðherra voru greiddar rúm ein milljón króna í dagpeninga, gisting kostaði tæpa 1 milljón króna og ferðakostnaður nam ríflega 1,6 milljónum króna.

Heildarkostnaðurinn bara vegna greiðslu dagpeninga til ráðherranna fjögurra sem hér er fjallað um rúmum 15 milljónum króna. Dagpeningagreiðslur til forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra nam 5,4 milljónum og dagpeningagreiðslur til ráðherranna sex námu því á síðustu fimm árum um 20,5 milljónum króna.

Ferðir ráðuneytisstjóra kostuðu 15 milljónir

Í fyrirspurnum Björns Leví var einnig spurt um samsvarandi kostnað ráðuneytisstjóra. Þeir eru aðeins tveir þar eð einn ráðuneytisstjóri er í velferðarráðuneytinu þar sem heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra sitja báðir, og einn ráðuneytisstjóri er sömuleiðis yfir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, hvar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra situr.

Heildarkostnaður vegna utanferða ráðuneytisstjóranna tveggja nam á síðustu fimm árum tæpum 14 milljónum króna. Ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins fékk greiddar tæpar 3,8 milljónir króna í dagpeninga og ferðakostnaður hans var rúmar 3,4 milljónir króna. Athygli vekur hins vegar að kostnaður vegna gistingar á þessum fimm árum nam aðeins 140 þúsund krónum. Ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk greidda tæpa 1,9 milljón króna í dagpeninga, gisting kostaði rúma 1 milljón og ferðakostnaður rúmar 3,5 milljónir króna.

Alls nam því kostnaður vegna utanferða ráðherranna fjögurra og ráðuneytisstjóranna tveggja 56,3 milljónum króna síðustu fimm ár. Kostnaður vegna utanferða fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja nam á sama tíma um 44 milljónum líkt og greint var frá í síðustu viku. Alls hefur því þurft að greiða 100 milljónir króna í ferðakostnað vegna utanferða ráðherrranna sex og ráðuneytisstjóranna fjögurra á síðustu fimm árum.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár