Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nemur 100 milljónum

Kostn­að­ur vegna ut­an­lands­ferða sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra 17 millj­ón­ir síð­ustu fimm ár. Sex ráð­herr­ar hafa feng­ið rúm­ar 20 millj­ón­ir í dag­pen­inga. Upp­lýs­ing­ar enn ekki borist um helm­ing ráðu­neyta.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nemur 100 milljónum
100 milljóna kostnaður og helmingurinn ótalinn Kostnaður við utanlandsferðir sex ráðherra og fjögurra ráðuneytisstjóra hefur á síðustu fimm árum numið um 100 milljónum króna. Enn eiga eftir að berast upplýsingar frá fimm ráðherrum. Mynd: Stjórnarráðið

Kostnaður við utanlandsferðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur síðustu fimm ár numið rúmum 17 milljónum króna. Á sama tíma nam kostnaður vegna utanferða heilbrigðisráðherra aðeins um 3,6 milljónum króna. Kostnaður sem hlotist hefur af utanferðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á síðustu fimm árum er um 15,8 milljónir króna en kostnaður vegna ferða félagsmálaráðherra nemur hins vegar rétt tæpum 6 milljónum. Alls nemur kostnaður við utanlandsferðir ráðherranna fjögurra því rúmum 42 milljónum króna á þessu fimm ára tímabili.

Fimm ráðherrar eiga eftir að svara

Þetta kemur fram í svörum frá ráðherrunum við fyrirspurnum Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Björn Leví lagði fram fyrirspurn um ferðakostnað allra ráðherra og hafa svörin verið að berast síðustu daga. Auk ráðherranna fjögurra sem eru nefndir hér að framan greindi Stundin frá því í síðustu viku að ferðakostnaður forsætisráðherra og fjármálaráðherra á sama tímabili hefði numið um 27 milljónum króna. Samanlagður ferðakostnaður sex ráðherra hefur því á síðustu fimm árum numið 69 milljónum króna. Enn eiga eftir að berast svör frá fimm ráðherrum. Rétt er að nefna að á þessum fimm árum hafa orðið ýmsar breytingar á ráðherraliðinu og því ekki um sömu ráðherra að ræða á tímabilinu öllu.

Skýringin á því að kostnaður vegna utanferða félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra er þetta mikið lægri en vegna utanferða hinna ráðherranna liggur einkum í því að þeir hafa farið all nokkru færri ferðir úr landi á tímabilinu. Kostnaðurinn sem um ræðir liggur í greiðslum dagpeninga, greiðslu fyrir gistingu og ferðakostnaði.

Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fékk greiddar rúmar 3,3 milljónir í dagpeninga á síðustu fimm árum. Kostnaður vegna gistingar nam tæpum 3,5 milljónum og ferðakostnaður um 9 milljónum króna. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fékk á sama tímabili greiddar tæpar 4 milljónir króna í dagpeninga. Greiddar voru tæpar 3 milljónir fyrir gistingu og rúmar 10 milljónir í ferðakostnað.

Dagpeningagreiðslur upp á 20 milljónir króna

Kostnaðurinn við utanferðir félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra er sem fyrr segir mun lægri. Félagsmálaráðherra fékk um 1,2 milljónir króna greiddar í dagpeninga, greiddar voru um 1,2 milljónir króna fyrir gistingu og ferðakostnaður var tæpar 3,5 milljónir króna á þessu fimm ára tímabili. Heilbrigðisráðherra voru greiddar rúm ein milljón króna í dagpeninga, gisting kostaði tæpa 1 milljón króna og ferðakostnaður nam ríflega 1,6 milljónum króna.

Heildarkostnaðurinn bara vegna greiðslu dagpeninga til ráðherranna fjögurra sem hér er fjallað um rúmum 15 milljónum króna. Dagpeningagreiðslur til forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra nam 5,4 milljónum og dagpeningagreiðslur til ráðherranna sex námu því á síðustu fimm árum um 20,5 milljónum króna.

Ferðir ráðuneytisstjóra kostuðu 15 milljónir

Í fyrirspurnum Björns Leví var einnig spurt um samsvarandi kostnað ráðuneytisstjóra. Þeir eru aðeins tveir þar eð einn ráðuneytisstjóri er í velferðarráðuneytinu þar sem heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra sitja báðir, og einn ráðuneytisstjóri er sömuleiðis yfir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, hvar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra situr.

Heildarkostnaður vegna utanferða ráðuneytisstjóranna tveggja nam á síðustu fimm árum tæpum 14 milljónum króna. Ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins fékk greiddar tæpar 3,8 milljónir króna í dagpeninga og ferðakostnaður hans var rúmar 3,4 milljónir króna. Athygli vekur hins vegar að kostnaður vegna gistingar á þessum fimm árum nam aðeins 140 þúsund krónum. Ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fékk greidda tæpa 1,9 milljón króna í dagpeninga, gisting kostaði rúma 1 milljón og ferðakostnaður rúmar 3,5 milljónir króna.

Alls nam því kostnaður vegna utanferða ráðherranna fjögurra og ráðuneytisstjóranna tveggja 56,3 milljónum króna síðustu fimm ár. Kostnaður vegna utanferða fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra auk ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja nam á sama tíma um 44 milljónum líkt og greint var frá í síðustu viku. Alls hefur því þurft að greiða 100 milljónir króna í ferðakostnað vegna utanferða ráðherrranna sex og ráðuneytisstjóranna fjögurra á síðustu fimm árum.  

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár