Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur Einar svarar því ekki hvort hann las sjálfur gögnin um afskipti Braga

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra svar­aði því ekki til hvort hann hafi séð gögn­in sem um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um mál Braga Guð­brands­son­ar byggj­ast á fyr­ir fund með vel­ferð­ar­nefnd. Að­stoð­ar­mað­ur ráð­herra tók við gögn­un­um fyr­ir hans hönd.

Ásmundur Einar svarar því ekki hvort hann las sjálfur gögnin um afskipti Braga
Segist halda að hann hafi komið hreint fram Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í viðtali eftir fund velferðarnefndar að hefði leitast við að bjóða nefndinni alla samvinnu sem hún vildi hvað varði mál Braga Guðbrandssonar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra svaraði því ekki með óyggjandi hætti í morgun hvort hann hefði sjálfur lesið þau gögn sem umfjöllun Stundarinnar um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmáli byggir á fyrir fundinn með velferðarnefnd Alþingis 28. febrúar síðastliðinn.

Í viðtali eftir opinn fund velferðarnefndar nú í morgun sagðist hann ekki hafa efnislegar forsendur til að meta þær upplýsingar sem fram komu í fréttum Stundarinnar á föstudag. 

Ásmundur Einar mætti á opna fundinn til að svara spurningum nefndarmanna um embættisfærslur sínar í máli Braga Guðbrandssonar, fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Tilefni fundarins er forsíðuumfjöllun Stundarinnar frá því á föstudaginn þar sem greint var frá því að Bragi hefði, í samráði við föður málsaðila í barnaverndarmáli, beitt sér fyrir því að faðir, sem barnaverndarnefnd og meðferðaraðili óttuðust að hefði brotið kynferðislega gegn dætrum sínum, fengi að umgangast þær. Þá kom fram í umfjöllun Stundarinnar að aðstoðarmaður Ásmundar, lögfræðingur og skrifstofustjóri hefðu tekið við gögnum um málið – símtalslýsingu og tölvupóstssamskiptum sem Stundin birti í dag – fyrir hönd ráðherra á fundi þann 31. janúar 2018. Þannig hefði Ásmundi Einari mátt vera kunnugt um eðli afskipta Braga Guðbrandssonar af umræddu barnaverndarmáli áður en hann mætti á fund velferðarnefndar þann 28. febrúar en látið hjá líða að greina nefndarmönnum frá því sem hann vissi.

Boðar að fram fari óháð úttekt

„Ég sagði á þessum fundi að það hefðu meðal annars komið fram upplýsingar í fjölmiðlum á föstudaginn og í yfirlýsingum frá einstaka málsaðilum. Málið hefði verið til mikið til umfjöllunar og í því ljósi væri mjög mikilvægt og jákvætt að málið yrði skoðað ofan í kjölinn,“ sagði Ásmundur í viðtali við Stundina eftir fundinn.

Þegar þau atriði sem Stundin greindi frá á föstudag bárust í tal sagðist Ásmundur ekki hafa efnislegar forsendur til að meta upplýisingarnar og hvort þær væru réttar. „Það er það sem þarf að koma í ljós í úttekt á málinu.“ Þess ber að geta að á fundinum sjálfum boðaði Ásmundur Einar að hann hygðist fara fram á að óháð úttekt yrði gerð á málinu.

Breytingar á framboði Braga komi fram nýjar upplýsingar

Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að slík úttekt hefði farið fram áður en ákveðið var að bjóða Braga fram sem fulltrúa Íslands í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna svaraði Ásmundur Einar því til að ráðuneytið hefði gert úttekt á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda á hendur Bragar og skilað niðurstöðum.

„Niðurstaðan var sú að Bragi Guðbrandsson hefði ekki brotið af sér í starfi. Sú niðurstaða lá til grundvallar þegar ákveðið var að hann yrði boðinn fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Verði breyting á þessu þá að sjálfsögðu verða breytingar á framboðinu.“

Svarar ekki hvort hann hafi leynt nefndina gögnum

Aðspurður um upplýsingagjöf sína til velferðarnefndar Alþingis þann 28. febrúar, þegar ráðherra þagði um gögnin sem hann hafði fengið afhent í gegnum aðstoðarmann sinn, skrifstofustjóra og lögfræðing í ráðuneytinu mánuði áður, ítrekaði Ásmundur það sem fram kom á opna fundinum í morgun; að hann hefði boðið nefndinni frekara samtal og aðgang að upplýsingum og gögnum.

„Á þessum fundi sem haldinn var 28. febrúar bauð ég fram allar upplýsingar og öll gögn sem menn vildu um þetta mál. Sérstaklega ef menn vildu fjalla um einstaka anga þess. Ég held að ég hafi komið hreint fram við nefndina í öllu sem að þessu lýtur. Svo heyri ég ekkert frá nefndinni fyrr en kemur ítarleg gagnabeiðni mánuði seinna. Ég hef því leitast við að bjóða nefndinni allt það sem hún vill í þessu máli.“

„Ég held að ég hafi komið hreint fram við nefndina í öllu sem að þessu lýtur“

Ásmundur bendir á að umtalsvert magn af gögnum liggi til grundvallar vinnu í málum sem þessum. „Það er auðvitað þannig að félagsmálaráðuneytið fór með eftirlitsskyldu í þessu máli og ráðuneytið sjálft var að vinna í málinu. Niðurstaða ráðuneytisins var síðan auðvitað kynnt fyrir ráðherra og var það sem var kynnt opinberlega.“ Eins og Stundin hefur áður greint frá var ráðherra þó einnig kynntur fyrir minnisblöðum ráðuneytisins um málið, meðal annars minnisblaði um hið viðkvæma mál í Hafnarfirði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár