Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir rannsóknarniðurstöðum og óskað eftir fleiri rannsóknum

Fram­boðs­frest­ur til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna renn­ur út á morg­un en Bragi Guð­brands­son vill frum­kvæðis­at­hug­un og flýti­með­ferð hjá um­boðs­manni Al­þing­is.

Leynd yfir rannsóknarniðurstöðum og óskað eftir fleiri rannsóknum

Bragi Guðbrandsson hjá Barnaverndarstofu ætlar að fara þess á leit við umboðsmann Alþingis að hann hefji frumkvæðisathugun á þeim embættisfærslum sínum sem barnaverndarnefndir kvörtuðu undan í fyrra. Vonast hann eftir því að málið fái flýtimeðferð í ljósi framboðs síns til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, en framboðsfresturinn rennur út á morgun. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur einnig kallað eftir því að óháðir aðilar taki kvartanir barnaverndarnefndanna til skoðunar. 

Hugmyndir um að umboðsmaður eða aðrir óháðir aðilar rannsaki málið eru athyglisverðar í ljósi þess að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefur fullyrt að ráðuneyti hans hafi þegar farið ítarlega yfir kvörtunarefni barnaverndarnefndanna og komist að þeirri niðurstöðu að Bragi og Barnaverndarstofa hafi ekki brotið lög.

Algjör leynd hvílir þó yfir rannsóknarniðurstöðum ráðuneytisins og mega þingmenn aðeins fá að sjá þær í „leyniherbergi“ Alþingis og ekki gera grein fyrir þeim opinberlega. 

Fram kemur í yfirlýsingu sem Bragi Guðbrandsson sendi frá sér undir kvöld að „fjölmiðlar og stjórnmálamenn“ hafi borið „rangfærslur og ósannindi“ á borð fyrir þjóðina og að í ljósi trúnaðarskyldna sinna sem embættismaður hafi hann ekki getað tjáð sig um slíkar „ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi“.

Þar vísar hann væntanlega til umfjöllunar Stundarinnar sem birtist á föstudag og harðra viðbragða Pírata og þingmanna úr fleiri flokkum sem hafa gagnrýnt Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra fyrir upplýsingaleynd og óljós svör um rannsókn velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefnda. 

„Í ljósi ofangreinds hef ég tekið þá ákvörðun að leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis á morgun og bera fram þá ósk að hann taki til meðferðar alla embættisfærslu mína á Barnaverndarstofu er varðar þau mál sem vikið er að í kvörtunum þeirra tveggja barnaverndarnefnda sem vísað hefur verið til í opinberri umræðu,“ skrifar Bragi. 

Samkvæmt lögum um umboðsmann Alþingis getur embættið tekið mál til meðferðar á tvenns konar grundvelli; annaðhvort vegna kvörtunar frá aðila sem leitar sjálfur til umboðsmanns vegna þess að hann telur sig beittan rangsleitni af hálfu stjórnvalds, eða þegar umboðsmaður telur tilefni til að hefja rannsókn „að eigin frumkvæði“. Í ljósi þess að Bragi vill að umboðsmaður taki kvartanir barnaverndarnefnda undan sínum eigin embættisfærslum til skoðunar verður að ætla að hann hyggist hvetja umboðsmann til að hefja frumkvæðisathugun. Þá fer Bragi einnig fram á flýtimeðferð en enginn lögformlegur farvegur er fyrir slíkt í lögum um umboðsmann. Þá eru frumkvæðisathuganir alfarið á forræði umboðsmanns sjálfs. 

Bragi er ekki sá eini sem vill að fleiri aðilar en velferðarráðuneytið leggist yfir embættisfærslurnar sem kvartað var yfir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við Stundina á föstudag að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ætlaði að fara aftur yfir málin með Braga Guðbrandssyni. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, kallaði svo eftir því í Silfrinu í dag að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka umkvörtunarefni barnaverndarnefndanna. 

Stundin sló á þráðinn til Kolbeins eftir þáttinn og spurði hvort hann teldi eitthvað hafa komið fram sem benti til þess að rannsókn velferðarráðuneytisins og málsmeðferðin þar hefði verið ófullnægjandi eða ekki dugað til að varpa ljósi á vinnubrögð forstjóra Barnaverndarstofu. „Ég hreinlega veit það ekki. Ég hef ekki séð rannsókn ráðuneytisins og þau gögn sem sumir þingmenn hafa séð. Ég er ekki í velferðarnefnd og horfi á þetta mál utan frá, en ég heyri að það ríkir ekki sátt um niðurstöðu ráðuneytisins og sett er spurningamerki við hana,“ sagði Kolbeinn. „Það er mjög mikilvægt að svona mál séu hafin yfir allan vafa og þess vegna velti ég þessu upp, hvort það mætti ef til vill fá utanaðkomandi óháða aðila til að gera úttekt á þessu.“

Hér má sjá yfirlýsingu Braga Guðbrandssonar í heild:

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár