Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram

„Aug­ljóst að hon­um rann þessi öm­ur­lega fram­koma til rifja,“ seg­ir fað­ir máls­að­ila. Móð­ir­in vildi ekki að dæt­ur sín­ar mættu á sam­veru­stund með dauð­vona ömmu sinni í ljósi þess að fað­ir­inn ætl­aði að vera við­stadd­ur, en skömmu áð­ur hafði barna­vernd Hafn­ar­fjarð­ar vís­að máli föð­ur­ins og stúlkn­anna til Barna­húss og lög­reglu.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram
Faðir málsaðilans er prestur og hefur titlað sig sem slíkur í fréttatilkynningu sem hann sendi út í gær vegna umfjöllunar Stundarinnar. Hann skrifaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni og segir Braga hafa séð aumur á fjölskyldunni þegar móðirin sýndi „óbilgjarna framkomu“.

Faðir málsaðila í barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði ítarlega um á föstudag ritaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af einstökum málum komust í hámæli í nóvember 2017.

Afinn bauð Braga að notfæra sér yfirlýsinguna og óskaði síðar sjálfur eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra til að fara yfir málið. 

Eins og fram hefur komið í fréttum Stundarinnar skipti Bragi sér af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði og beitti barnaverndarstarfsmann þrýstingi í samráði við föðurafann og samkvæmt óskum hans. 

Gögn málsins sýna að í þrýstingi Braga fólst sú krafa að móðir stúlknanna myndi hætta að „hamla umgengni“ og leyfa bæði föður og dauðvona fjölskyldumeðlim að hitta dæturnar.

Á þeim tíma hafði barnavernd Hafnarfjarðar ráðlagt móðurinni að halda dætrum sínum í „öruggu skjóli“ frá föðurnum meðan meint kynferðisbrot væru til skoðunar, en vísbendingar um slíkt höfðu skömmu áður verið tilkynntar til lögreglu og Barnahúss. Tilvísunarbréfið – þar sem farið var fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar í ljósi sterkra vísbendinga um að faðirinn hefði beitt þær kynferðisofbeldi – lá óhreyft í pósthólfi Barnahúss í mánuð auk þess sem tölvukerfi Barnahúss bilaði á sama tíma að sögn Braga.

Í greinargerð sinni segir afinn að Bragi sæti ómaklegum árásum fyrir það eitt að hafa sýnt mannúð, veitt ráðgjöf og boðist til að hafa milligöngu í ljótu máli sem hafi einkennst af óbilgirni móður gagnvart föður og dauðvona fjölskyldumeðlim. Því fari fjarri að Bragi hafi beitt sér með óeðlilegum hætti.

Fram kemur að Braga hafi augljóslega runnið „ömurleg framkoma“ móðurinnar til rifja þegar móðirin hætti við að senda stúlkurnar á samverustund þann 28. desember 2016 þar sem lá fyrir að faðirinn yrði viðstaddur. Setti móðirin þau skilyrði að aðeins afinn og amman myndu hitta stúlkurnar og vísaði til ráðlegginga barnaverndarnefndar í ljósi nýframkominna vísbendinga.

Afinn telur að með þessari ráðgjöf til móðurinnar hafi barnaverndarnefndin farið út fyrir valdsvið sitt. Kvartaði faðirinn til Barnaverndarstofu, en gagnrýni föðurfjölskyldunnar lýtur meðal annars að því að barnaverndarnefndin hafi gefið málsaðila einhliða fyrirmæli, forðast að taka formlegar og rökstuddar stjórnvaldsákvarðanir og þannig ekki fylgt lögum og reglum við meðferð málsins. Barnavernd hafi farið offari til að þóknast móðurinni.

„Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinnar sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín,“ segir í greinargerð afans.

Því næst rekur hann atburðarásina 28. desember 2016. „Þegar við [...] mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði.“ 

Af gögnum málsins má sjá að lögfræðingur móðurinnar sendi lögmanni föðurins þau skilaboð kvöldið áður að umgengnin væri aðeins ætluð ömmunni og afanum, ekki föðurnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, og væri vegna veikinda ömmunnar. Það var ekki í samræmi við fyrri skilaboð sem föðurfjölskyldan hafði fengið og úr varð að amman hitti ekki barnabörnin. 

„Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við,“ skrifar föðurafinn.

Gögn málsins bera með sér að Bragi beitti sér fyrir því að bæði faðirinn og amman fengju að umgangast stúlkurnar, enda var það sameiginlegur skilningur hans og barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar að móðirin vildi ekki að stúlkurnar hittu föðurinn en afinn og amman vildu hitta barnabörnin með föðurnum.

„Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan.“

Eins og áður hefur komið fram hafði Bragi afskipti af málinu og hvatti til umgengni stúlknanna við föður sinn og ömmu án þess að hafa kynnt sér málið með ítarlegum hætti. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði hann meðal annars í samtali við Stundina þegar honum var boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í síðustu viku. 

„Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki
hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki“

Í umræðu undanfarinna daga, í kjölfar forsíðuumfjöllunar Stundarinnar, hefur verið kallað eftir því að allar hliðar málsins komi skýrt fram. Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, segist ætla að leggja fram upplýsingar sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun Stundarinnar um málið og í kjölfar hennar“.

Sýn föðurfjölskyldunnar:

Hér á eftir má sjá greinargerð föðurafans í heild, með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum, en hún varpar nokkru ljósi á afstöðu föðurfjölskyldunnar í því máli sem Stundin hefur fjallað ítarlega um:

Til þeirra sem málið getur varðað.

Sonur minn, […] hefur undanfarin ár nánast samfellt verið beittur umgengnistálmunum gagnvart […] af hendi barnsmóður hans eftir að þau slitu samvistum […]. Hefur móðirinn í því sambandi ítrekað ásakað hann um kynferðislega misnotkun á annarri dótturinni og hefur hann í tvígang sætt lögreglurannsókn vegna þeirra ásakanna sem í báðum tilvikum var felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós. Hefur þetta mál samfellt verið á borði barnaverndar Hafnarfjarðar og hafa einstakir starfsmenn hennar að margra mati ýmsum hætti farið út fyrir valdsvið sitt við meðhöndlun málsins og dregið það úr hömlum að taka þær stjórnvaldsákvarðanir sem þeim ber. Hefur það atriði málsins verið til skoðunar hjá Barnastofu, eftir að sonur minn bar fram formlega kvörtun og hefur það greinilega valdið sömu starfsmönnum barnaverndarinnar óþægindum og pirringi, enda hafa þeir neyðst til að draga orð sín og gjörðir til baka og hafa jafnvel á seinni stigum fullyrt að hafa ekki sagt hluti sem við höfum þó beinar sannanir fyrir. Niðurstaða Barnaverndarstofu í þessu kvörtunarmáli mun senn liggja fyrir og virðist vekja einhvern ugg hjá barnaverndinni, enda hafði starfsmaður barnaverndar við upphaf málsins fengið þá ábendingu frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að hvetja móðurina til að beita umgengnistálmunum og tilkynna eiginkonu minni í símtali um þá ákvörðun. Til sönnunar um þessa framkomu starfsmannsins höfum við bæði vitni og tölvupósta, en svo brá við strax eftir kvörtun […], að starfsmaðurinn reyndi að draga í land og burtskýra framkomu sína og jafnvel neita fyrri ummælum. 

Nú virðast þau svo einnig hafa séð sér þann leik á borði að ráðast að Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, og sakað hann um óeðlileg afskipti af þessu máli. Þykir mér þar mjög hallað réttu máli og finn mig því knúinn til að upplýsa um eftirfarandi. Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinna sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín. Þegar leitað var liðsinnis barnaverndarinnar um að liðka fyrir slíkri umgengi fengum við ítreka þau kaldranalegu svör að okkur kæmi málið ekki við þar sem við, amman og afinn, værum ekki málsaðilar. 

Þó tókst með milligöngu lögfræðinga að koma á því samkomulagi að við ásamt syni okkar fengjum að hitta stúlkurnar undir eftirliti fulltrúa barnaverndarinnar í […]. Þegar við hinsvegar mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði, en hún lést […]. Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við! 

Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan. Önnur afskipti að þessu máli hefur hann ekki haft og í engu komið að efnislegri meðhöndlun barnaverndarinna á máli hennar gegn syni mínum. Ásakanir þær sem birst hafa í fjölmiðlum um annað eru því með öllu ósannar og að mínu mati algjörlega ósæmilegar, og virðast helst stafa af því að barnaverndinni standi einhver ógn af niðurstöðu þeirra rannsóknar, sem Barnastofa, sem eftirlitsaðili með vinnubrögðum barnaverndarinnar, hefur, eins og lög segja til um, stofnað til eftir formlega kvörtun sonar míns á málsmeðferðinni allri.

Það skal tekið fram að s.l. sumar lagði sýslumaður með úrskurði dagsektir á móðurina vegna greinilegra og alvarlegra umgengnistálmanna og féllst þar með í einu og öllu á kvartanir sonar míns og breytir þar engu um þótt dómsmálaráðuneytið hafi nýlega fellt þann úrskurð niður á grundvelli þess að málið sé nú á ný komið í sáttameðferð hjá sýslumanni. Í ljósi þess hvernig þetta mál hefur þróast tel ég mikilvægt að þessar athugasemdir mínar komi fram til þeirra aðila sem um þetta mál fjalla.

Reykjavík, 4. desember 2017,
[...]

Í gær birti Stundin, líkt og fleiri fjölmiðlar, fréttatilkynningu frá afanum þar sem hans hlið kom einnig skýrt fram.

Sýn Braga:

Frásögn afans er að mestu í samræmi við lýsingu Braga Guðbrandssonar á afskiptum sínum af störfum barnaverndarnefndarinnar. Þegar Stundin ræddi við hann á fimmtudag dró hann málsatvik, eins og þau horfa við honum, saman með eftirfarandi hætti:

„Málið var þannig vaxið að aðili mjög náinn barni sem deilt var um umgengni við hafði óskað eftir því að fá að umgangast barnið um jólin 2016. Aðilinn var dauðvona og var kvartað undan því að barnavernd Hafnarfjarðar hefði beitt sér gegn því að hann fengi að hitta barnið. Það er náttúrlega andstætt lögum ef barnaverndarnefnd eða starfsmenn gera það. Við hjá Barnaverndarstofu höfum auðvitað eftirlitsskyldu með barnaverndarnefndum og þá er viðtekin venja að taka upp tólið til að kynna sér hvort ráðstafanir eru réttmætar. Í því samtali sem ég átti við barnaverndarstarfsmann var varpað ljósi á málið og þær upplýsingar sem ég fékk voru þess efnis  að barnaverndarnefndin hafði ekki hlutast neitt til um að hindra þessi samskipti. Mín aðkoma að þessu máli var fólgin í því að upplýsa aðilann sem hafði kvartað um hver svör barnverndarnefndarinnar voru. Sá aðili sætti sig ekki við þau svör og ég leiðbeindi honum um hvernig bæri að koma formlegri kvörtun til Barnaverndarstofu. Ég gerði það í tölvupósti og útskýrði hvernig best væri að standa að slíkri kvörtun til Barnaverndarstofu en vakti einnig athygli á því að sjálf umgengnisdeilan heyrði undir sýslumann. Þar með var mínum afskiptum af þessu máli, hvað þennan aðila snertir, lokið.“

Hér má sjá ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið, en gögn þess eru ekki að fullu í samræmi við frásögn Braga Guðbrandssonar þótt hann hafi sjálfur staðfest ýmis meginatriði sem fram koma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár