Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram

„Aug­ljóst að hon­um rann þessi öm­ur­lega fram­koma til rifja,“ seg­ir fað­ir máls­að­ila. Móð­ir­in vildi ekki að dæt­ur sín­ar mættu á sam­veru­stund með dauð­vona ömmu sinni í ljósi þess að fað­ir­inn ætl­aði að vera við­stadd­ur, en skömmu áð­ur hafði barna­vernd Hafn­ar­fjarð­ar vís­að máli föð­ur­ins og stúlkn­anna til Barna­húss og lög­reglu.

Föðurafinn skrifaði greinargerð til varnar Braga þegar kvörtunin kom fram
Faðir málsaðilans er prestur og hefur titlað sig sem slíkur í fréttatilkynningu sem hann sendi út í gær vegna umfjöllunar Stundarinnar. Hann skrifaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni og segir Braga hafa séð aumur á fjölskyldunni þegar móðirin sýndi „óbilgjarna framkomu“.

Faðir málsaðila í barnaverndarmálinu sem Stundin fjallaði ítarlega um á föstudag ritaði greinargerð til varnar Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af einstökum málum komust í hámæli í nóvember 2017.

Afinn bauð Braga að notfæra sér yfirlýsinguna og óskaði síðar sjálfur eftir fundi með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra til að fara yfir málið. 

Eins og fram hefur komið í fréttum Stundarinnar skipti Bragi sér af barnaverndarmálinu í Hafnarfirði og beitti barnaverndarstarfsmann þrýstingi í samráði við föðurafann og samkvæmt óskum hans. 

Gögn málsins sýna að í þrýstingi Braga fólst sú krafa að móðir stúlknanna myndi hætta að „hamla umgengni“ og leyfa bæði föður og dauðvona fjölskyldumeðlim að hitta dæturnar.

Á þeim tíma hafði barnavernd Hafnarfjarðar ráðlagt móðurinni að halda dætrum sínum í „öruggu skjóli“ frá föðurnum meðan meint kynferðisbrot væru til skoðunar, en vísbendingar um slíkt höfðu skömmu áður verið tilkynntar til lögreglu og Barnahúss. Tilvísunarbréfið – þar sem farið var fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar í ljósi sterkra vísbendinga um að faðirinn hefði beitt þær kynferðisofbeldi – lá óhreyft í pósthólfi Barnahúss í mánuð auk þess sem tölvukerfi Barnahúss bilaði á sama tíma að sögn Braga.

Í greinargerð sinni segir afinn að Bragi sæti ómaklegum árásum fyrir það eitt að hafa sýnt mannúð, veitt ráðgjöf og boðist til að hafa milligöngu í ljótu máli sem hafi einkennst af óbilgirni móður gagnvart föður og dauðvona fjölskyldumeðlim. Því fari fjarri að Bragi hafi beitt sér með óeðlilegum hætti.

Fram kemur að Braga hafi augljóslega runnið „ömurleg framkoma“ móðurinnar til rifja þegar móðirin hætti við að senda stúlkurnar á samverustund þann 28. desember 2016 þar sem lá fyrir að faðirinn yrði viðstaddur. Setti móðirin þau skilyrði að aðeins afinn og amman myndu hitta stúlkurnar og vísaði til ráðlegginga barnaverndarnefndar í ljósi nýframkominna vísbendinga.

Afinn telur að með þessari ráðgjöf til móðurinnar hafi barnaverndarnefndin farið út fyrir valdsvið sitt. Kvartaði faðirinn til Barnaverndarstofu, en gagnrýni föðurfjölskyldunnar lýtur meðal annars að því að barnaverndarnefndin hafi gefið málsaðila einhliða fyrirmæli, forðast að taka formlegar og rökstuddar stjórnvaldsákvarðanir og þannig ekki fylgt lögum og reglum við meðferð málsins. Barnavernd hafi farið offari til að þóknast móðurinni.

„Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinnar sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín,“ segir í greinargerð afans.

Því næst rekur hann atburðarásina 28. desember 2016. „Þegar við [...] mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði.“ 

Af gögnum málsins má sjá að lögfræðingur móðurinnar sendi lögmanni föðurins þau skilaboð kvöldið áður að umgengnin væri aðeins ætluð ömmunni og afanum, ekki föðurnum eða öðrum fjölskyldumeðlimum, og væri vegna veikinda ömmunnar. Það var ekki í samræmi við fyrri skilaboð sem föðurfjölskyldan hafði fengið og úr varð að amman hitti ekki barnabörnin. 

„Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við,“ skrifar föðurafinn.

Gögn málsins bera með sér að Bragi beitti sér fyrir því að bæði faðirinn og amman fengju að umgangast stúlkurnar, enda var það sameiginlegur skilningur hans og barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar að móðirin vildi ekki að stúlkurnar hittu föðurinn en afinn og amman vildu hitta barnabörnin með föðurnum.

„Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan.“

Eins og áður hefur komið fram hafði Bragi afskipti af málinu og hvatti til umgengni stúlknanna við föður sinn og ömmu án þess að hafa kynnt sér málið með ítarlegum hætti. „Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki. Ég var ekki dómbær á það og hafði ekki aðgang að neinum gögnum og hafði í raun og veru engan áhuga á að vita það,“ sagði hann meðal annars í samtali við Stundina þegar honum var boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í síðustu viku. 

„Ég vissi ekkert hvort pabbinn í þessu tilviki
hefði gert eitthvað á hlut þessa barns eða ekki“

Í umræðu undanfarinna daga, í kjölfar forsíðuumfjöllunar Stundarinnar, hefur verið kallað eftir því að allar hliðar málsins komi skýrt fram. Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, segist ætla að leggja fram upplýsingar sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun Stundarinnar um málið og í kjölfar hennar“.

Sýn föðurfjölskyldunnar:

Hér á eftir má sjá greinargerð föðurafans í heild, með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum, en hún varpar nokkru ljósi á afstöðu föðurfjölskyldunnar í því máli sem Stundin hefur fjallað ítarlega um:

Til þeirra sem málið getur varðað.

Sonur minn, […] hefur undanfarin ár nánast samfellt verið beittur umgengnistálmunum gagnvart […] af hendi barnsmóður hans eftir að þau slitu samvistum […]. Hefur móðirinn í því sambandi ítrekað ásakað hann um kynferðislega misnotkun á annarri dótturinni og hefur hann í tvígang sætt lögreglurannsókn vegna þeirra ásakanna sem í báðum tilvikum var felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós. Hefur þetta mál samfellt verið á borði barnaverndar Hafnarfjarðar og hafa einstakir starfsmenn hennar að margra mati ýmsum hætti farið út fyrir valdsvið sitt við meðhöndlun málsins og dregið það úr hömlum að taka þær stjórnvaldsákvarðanir sem þeim ber. Hefur það atriði málsins verið til skoðunar hjá Barnastofu, eftir að sonur minn bar fram formlega kvörtun og hefur það greinilega valdið sömu starfsmönnum barnaverndarinnar óþægindum og pirringi, enda hafa þeir neyðst til að draga orð sín og gjörðir til baka og hafa jafnvel á seinni stigum fullyrt að hafa ekki sagt hluti sem við höfum þó beinar sannanir fyrir. Niðurstaða Barnaverndarstofu í þessu kvörtunarmáli mun senn liggja fyrir og virðist vekja einhvern ugg hjá barnaverndinni, enda hafði starfsmaður barnaverndar við upphaf málsins fengið þá ábendingu frá Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt með því að hvetja móðurina til að beita umgengnistálmunum og tilkynna eiginkonu minni í símtali um þá ákvörðun. Til sönnunar um þessa framkomu starfsmannsins höfum við bæði vitni og tölvupósta, en svo brá við strax eftir kvörtun […], að starfsmaðurinn reyndi að draga í land og burtskýra framkomu sína og jafnvel neita fyrri ummælum. 

Nú virðast þau svo einnig hafa séð sér þann leik á borði að ráðast að Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnastofu, og sakað hann um óeðlileg afskipti af þessu máli. Þykir mér þar mjög hallað réttu máli og finn mig því knúinn til að upplýsa um eftirfarandi. Í framhaldi af áðurnefndri kvörtun vegna málsmeðferðar Barnaverndar Hafnarfjarðar snéri undirritaður sér til Braga um ráðgjöf vegna óbilgjarnar framkomu móðurinna sem þrátt fyrir umgengnisúrskuð sýslumanns neitaði, að undirlagi starfsmanna barnaverndarinnar, syni mínum og raunar allri föðurfjölskyldunni um umgengni við stúlkurnar og þar jafnt fyrir það að öllum væri ljóst að föðuramman væri deyjandi og þráði það meira en nokkuð annað að fá að umgangast barnabörn sín. Þegar leitað var liðsinnis barnaverndarinnar um að liðka fyrir slíkri umgengi fengum við ítreka þau kaldranalegu svör að okkur kæmi málið ekki við þar sem við, amman og afinn, værum ekki málsaðilar. 

Þó tókst með milligöngu lögfræðinga að koma á því samkomulagi að við ásamt syni okkar fengjum að hitta stúlkurnar undir eftirliti fulltrúa barnaverndarinnar í […]. Þegar við hinsvegar mættum á staðinn með ömmuna fárveika komum við að læstum dyrum og máttum bíða á tröppunum í stórhríð og fengum þar þau skilaboð að stúlkurnar myndu ekki mæta. Virðist mér því auðvelt af öllum kringumstæðum að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið ætlun móðurinnar að efna þetta samkomulag. Hafði þessi uppákoma mjög neikvæð áhrif á heilsu konu minnar og telja læknar ekki útilokað að hún hafi jafnvel stytt ævi hennar a.m.k um nokkra mánuði, en hún lést […]. Eftir þessa uppákomu var það sem ég hafði samband við Braga og ráðlagði hann mér að tilkynna þetta atvik til sýslumanns og bauðst til að reyna að hafa milligöngu um að einhverri umgengni við deyjandi ömmuna yrði að ræða. Enda augljóst að honum rann þessi ömurlega framkoma til rifja þótt hún hefði ekki mikil áhrif á starfsfólk barnaverndar sem virtist bara ríghalda sig við þá afstöðu að deyjandi ömmunni komi barnabörn sín ekki við! 

Aðkoma Braga að þessu máli var ekki önnur en sú að benda starfsmanni barnaverndar Hafnarfjarðar á það, eins og áður sagði, að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt og tekið sér vald sem sýslumaður einn hefur og að reyna síðan, í öðru lagi, í nafni mannúðar að hvetja starfsmenn barnaverndarinnar til að reyna að liðka fyrir því að stúlkurnar fengju að hitta ömmu sína áður en það yrði um seinan. Önnur afskipti að þessu máli hefur hann ekki haft og í engu komið að efnislegri meðhöndlun barnaverndarinna á máli hennar gegn syni mínum. Ásakanir þær sem birst hafa í fjölmiðlum um annað eru því með öllu ósannar og að mínu mati algjörlega ósæmilegar, og virðast helst stafa af því að barnaverndinni standi einhver ógn af niðurstöðu þeirra rannsóknar, sem Barnastofa, sem eftirlitsaðili með vinnubrögðum barnaverndarinnar, hefur, eins og lög segja til um, stofnað til eftir formlega kvörtun sonar míns á málsmeðferðinni allri.

Það skal tekið fram að s.l. sumar lagði sýslumaður með úrskurði dagsektir á móðurina vegna greinilegra og alvarlegra umgengnistálmanna og féllst þar með í einu og öllu á kvartanir sonar míns og breytir þar engu um þótt dómsmálaráðuneytið hafi nýlega fellt þann úrskurð niður á grundvelli þess að málið sé nú á ný komið í sáttameðferð hjá sýslumanni. Í ljósi þess hvernig þetta mál hefur þróast tel ég mikilvægt að þessar athugasemdir mínar komi fram til þeirra aðila sem um þetta mál fjalla.

Reykjavík, 4. desember 2017,
[...]

Í gær birti Stundin, líkt og fleiri fjölmiðlar, fréttatilkynningu frá afanum þar sem hans hlið kom einnig skýrt fram.

Sýn Braga:

Frásögn afans er að mestu í samræmi við lýsingu Braga Guðbrandssonar á afskiptum sínum af störfum barnaverndarnefndarinnar. Þegar Stundin ræddi við hann á fimmtudag dró hann málsatvik, eins og þau horfa við honum, saman með eftirfarandi hætti:

„Málið var þannig vaxið að aðili mjög náinn barni sem deilt var um umgengni við hafði óskað eftir því að fá að umgangast barnið um jólin 2016. Aðilinn var dauðvona og var kvartað undan því að barnavernd Hafnarfjarðar hefði beitt sér gegn því að hann fengi að hitta barnið. Það er náttúrlega andstætt lögum ef barnaverndarnefnd eða starfsmenn gera það. Við hjá Barnaverndarstofu höfum auðvitað eftirlitsskyldu með barnaverndarnefndum og þá er viðtekin venja að taka upp tólið til að kynna sér hvort ráðstafanir eru réttmætar. Í því samtali sem ég átti við barnaverndarstarfsmann var varpað ljósi á málið og þær upplýsingar sem ég fékk voru þess efnis  að barnaverndarnefndin hafði ekki hlutast neitt til um að hindra þessi samskipti. Mín aðkoma að þessu máli var fólgin í því að upplýsa aðilann sem hafði kvartað um hver svör barnverndarnefndarinnar voru. Sá aðili sætti sig ekki við þau svör og ég leiðbeindi honum um hvernig bæri að koma formlegri kvörtun til Barnaverndarstofu. Ég gerði það í tölvupósti og útskýrði hvernig best væri að standa að slíkri kvörtun til Barnaverndarstofu en vakti einnig athygli á því að sjálf umgengnisdeilan heyrði undir sýslumann. Þar með var mínum afskiptum af þessu máli, hvað þennan aðila snertir, lokið.“

Hér má sjá ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið, en gögn þess eru ekki að fullu í samræmi við frásögn Braga Guðbrandssonar þótt hann hafi sjálfur staðfest ýmis meginatriði sem fram koma.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár