Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur spyr hvort nokkrir taki mark á fréttinni „aðrir en Píratar“

„Ég verð ekki á þess­um fundi og ég les ekki Stund­ina, en er það fjöl­mið­ill sem fólk tek­ur mark á?“ spyr full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í vel­ferð­ar­nefnd vegna op­ins fund­ar sem er boð­að til vegna nýrra upp­lýs­inga sem fram komu í Stund­inni um af­skipti Braga Guð­brands­son­ar af barna­vernd­ar­máli í Hafnar­firði.

Ásmundur spyr hvort nokkrir taki mark á fréttinni „aðrir en Píratar“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 2. varaformaður velferðarnefndar Alþingis, gefur lítið fyrir umfjöllun Stundarinnar um þrýsting sem Bragi Guðbrandsson, frambjóðandi Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, beitti barnavernd Hafnarfjarðar af samúð við fjölskyldu manns sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum. Hann ætlar ekki að mæta á fund velferðarnefndar Alþingis á mánudaginn þar sem fjallað verður um málið. 

„Sæl. Ég verð ekki á þessum fundi og ég les ekki Stundina, en er það fjölmiðill sem fólk tekur mark á aðrir en Píratar. Bkv Ási Friðriks.“

Þannig hljóðar tölvupóstur sem Ásmundur sendi þingmönnum í gærmorgun eftir að Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, hafði boðað til opins fundar með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. 

Eins og Stundin greindi frá í gær hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum um afskipti Braga Guðbrandssonar af barnaverndarmálinu –  hvers eðlis málið var, hver afskipti Braga voru og hvaða samskipti Bragi átti við föður málsaðila – frá 31. janúar 2018.

Þann dag voru gögnin, m.a. afrit af tölvupóstssamskiptum og útdráttur símtals, afhent á fundi með aðstoðarmanni Ásmundar Einars, skrifstofustjóra og lögfræðingi í velferðarráðuneytinu auk þess sem þau voru sett ítarlega inn í málið, forsögu þess og málsatvik, aðkomu Braga Guðbrandssonar og ítrekuð samskipti hans við föður málsaðila í barnaverndarmálinu. 

Ráðherra hélt öllum upplýsingunum leyndum fyrir Alþingi þegar hann sat fyrir svörum hjá velferðarnefnd þann 28. febrúar. Þetta gerði Ásmundur þrátt fyrir að hann hefði sjálfur boðað komu sína á fund nefndarinnar undir þeim formerkjum að hann vildi upplýsa rækilega um kvörtunarmál barnaverndarnefndanna og niðurstöður ráðuneytisins.

„Það er gríðarlega mikilvægt að velferðarnefndin setji sig vel inn í þetta mál. Þess vegna hafði ég samband við formann velferðarnefndar nú um helgina og óskaði sérstaklega eftir því að velferðarnefnd setti sig inn í þetta mál,“ sagði hann í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi 26. febrúar.

Ásmundur mun sitja fyrir svörum í nefndinni á mánudaginn en bæði Píratar og Samfylkingin hafa birt yfirlýsingar þar sem framganga ráðherra og upplýsingaleynd er gagnrýnd. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár