Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra segir Ásmund ekki hafa brugðist trausti sínu

Eng­in gögn voru lögð fram um nið­ur­stöð­ur vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í kvört­un­ar­mál­um barna­vernd­ar­nefnd­anna þeg­ar rík­is­stjórn Ís­lands ákvað að bjóða Braga Guð­brands­son fram til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tjá­ir sig um mál­ið í við­tali við Stund­ina.

Forsætisráðherra segir Ásmund ekki hafa brugðist trausti sínu

Engin gögn um efnislegar niðurstöður velferðarráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefnda gegn Barnaverndarstofu voru lögð fyrir ríkisstjórn Íslands þann 23. febrúar þegar samþykkt var að bjóða Braga Guðbrandsson fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland hönd. 

Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Stundina. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fór hins vegar munnlega yfir almenn atriði á fundinum og gerði þannig ríkisstjórninni grein fyrir því hvernig könnun ráðuneytisins vegna ávirðinga barnaverndarnefnda á hendur Braga Guðbrandssyni var háttað. 

Eins og Stundin greindi frá í dag hefur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra búið yfir ítarlegum upplýsingum allt frá 31. janúar 2018 um afskipti Braga Guðbrandssonar af tilteknu barnaverndarmáli og þrýsting sem Bragi beitti barnaverndarstarfsmann af samúð við fjölskyldu manns sem grunaður var um kynferðisbrot gegn dætrum sínum. 

Í umfjöllun Stundarinnar kemur fram að um leið og Bragi hlutaðist til um meðferð málsins átti hann ítrekuð samskipti við föður málsaðila, Þjóðkirkjuprest sem er málkunnugur Braga frá því þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. Í þrýstingi Braga fólst sú krafa að móðir stúlknanna myndi hætta að „hamla umgengni“ þrátt fyrir að barnavernd Hafnarfjarðar hefði ráðlagt henni að halda dætrum sínum í öruggu skjóli frá föður þeirra meðan meint kynferðisbrot væru rannsökuð. Á sama tíma og afskiptin áttu sér stað lá tilvísunarbréf barnaverndarnefndar vegna málsins – þar sem farið var fram á rannsóknarviðtöl við stúlkurnar í ljósi sterkra og margvíslegra vísbendinga um að faðirinn hefði beitt þær kynferðisofbeldi – óhreyft í pósthólfi Barnahúss auk þess sem tölvukerfi Barnahúss mun hafa bilað. 

Hvorki forsætisráðherra né aðrir ráðherrar en Ásmundur höfðu vitneskju um hvers eðlis afskipti Braga voru þegar ákveðið var að bjóða hann fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Stundina að hún hyggist fara vandlega yfir málið með Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Hann muni jafnframt ræða málið við velferðarnefnd á mánudaginn, en eins og Stundin greindi frá fyrr í dag telja nefndarmenn að Ásmundur hafi ekki komið heiðarlega fram og eigi að segja af sér ráðherradómi.

Ásmundur Einar vildi ekki veita Stundinni viðtal í gær nema hann fengi að vita fyrirfram hverjar spurningarnar væru. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð hins vegar við viðtalsbeiðni og birtist samtal blaðamanns við Katrínu orðrétt hér á eftir. Orð blaðamanns eru skáletruð en orð Katrínar innan gæsalappa:

Upplýsti Ásmundur þig og ríkisstjórnina, á fundinum 23. febrúar, um hvers eðlis afskipti Braga af þessu máli voru og hvers konar upplýsingum hann bjó yfir?

„Ráðherra greindi frá því að ýmis mál hefðu komið upp er vörðuðu samskipti Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar en fjallaði ekki um einstök mál, hvorki þetta né önnur. Hann greindi hins vegar frá því að ráðuneytið hefði farið yfir kvartanir barnaverndarnefndanna og komist að þeirri niðurstöðu að forstjóri Barnaverndarstofu hefði ekki gerst brotlegur í starfi. Það er það sama og fram kom í máli ráðherra á Alþingi á síðari stigum.“

Fenguð þið að sjá niðurstöður ráðuneytisins í kvörtunarmálum barnaverndarnefndanna?

„Þú ert þá að vísa til bréfanna sem voru send og lögð fram í velferðarnefndinni?“

Þau hafa verið kölluð niðurstaða, en ef þetta er niðurstaða þá hlýtur það að þýða að málin hafi ekkert verið rannsökuð, því það er ekkert í þessum bréfum og engin afstaða tekin til ávirðinga barnaverndarnefndanna með tilliti til laga og reglna.

„Þessi bréf voru ekki lögð fram á þessum fundi heldur gerð munnlega grein fyrir þessari niðurstöðu.“

En minnisblöðin sem bréfin byggja á, voru þau ekki heldur lögð fram?

„Nei, bréfin voru ekki lögð fram. Þau voru lögð fram fyrir velferðarnefnd en ekki ríkisstjórn og ekki minnisblöðin heldur.“

Þannig í rauninni upplýsti hann ríkisstjórn ekki…

„Hann fór yfir þessa niðurstöðu munnlega.“

Fór hann yfir það hvers eðlis afskipti Braga voru?

„Fór ekki inn í einstök mál nei.“

Finnst þér ekki sem forsætisráðherra að Ásmundur Einar hafi brugðist trausti þínu?

„Nei, ég dreg ekki þá ályktun, en hins vegar ætlum við að fara yfir þessi mál þegar hann kemur heim. Hann er staddur erlendis. Ég veit að hann mun fara yfir þetta líka með forstjóra Barnaverndarstofu. Eins og ég segi, niðurstaða ráðuneytisins var þessi. Ráðherra kveðst svo hafa boðið velferðarnefnd aðgang að þessum gögnum og það verður að skýrast ef þar hefur orðið á einhver misbrestur.“ 

Nú hefurðu væntanlega lesið umfjöllun Stundarinnar. Er þetta ekki eitthvað sem þú hefðir viljað vita sem forsætisráðherra áður en ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að bjóða Braga fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna?“

„Eins og ég segi þá kom skýrt fram í máli ráðherra að komið hefðu upp mál þar sem væri ágreiningur milli Barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda. Og þótt hann færi ekki í einstök mál. Svo það lá alveg fyrir að þarna voru einhver mál uppi á borðum sem ráðuneytið hafði svo farið sérstaklega yfir og komist að þeirri niðurstöðu.“ 

Hefðir þú og ríkisstjórnin ekki átt að vera upplýst um hvernig ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu?

„Um einstök mál þá?“

Já, eða jafnvel bara almennt um lagagrundvöllinn varðandi afskipti forstjóra Barnaverndarstofu af einstaka málum. Mér heyrist að svo sé ekki fyrst þið fenguð ekki bréfin eða minnisblöðin.

„Ég held að það þurfi bara að fara yfir hvernig svona upplýsingagjöf á að vera háttað. Ég er ekki endilega þeirrar skoðunar að ríkisstjórn eigi að vera upplýst um mál einstaklinga. Það er ekki endilega rétta leiðin í svona málum. En við munum fara yfir þetta.“

En ef þið fenguð ekki bréfin eða minnisblöðin, þá hafiði heldur ekki verið upplýst um málið almennt séð, afskipti með tilliti til laga og reglna, eitthvað sem er rauður þráður í kvörtunum barnaverndarnefndanna?

„Það var farið yfir þetta munnlega hvernig sú yfirferð hefði verið. Það var með þessum almenna hætti. Ekki farið í einstök mál heldur með sambærilegum hætti og í velferðarnefnd.“

Er þér ekki brugðið að ráðherra í ríkisstjórn þinni hafi vitað af þessu öllu, séð tölvupóstssamskiptin sem Stundin vitnar í, séð þennan útdrátt af símtali Braga við barnaverndarstarfsmanninn... að hann hafi vitað af þessu allan þennan tíma án þess að greina ykkur frá þegar þið ákveðið að bjóða Braga fram til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna?

„Eins og ég segi, ég mun fara yfir þetta mál með ráðherra þegar hann kemur til landsins.“

En er Bragi hugsaður sem einhvers konar fulltrúi Norðurlandanna í Barnaréttarnefnd? Það má skilja tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins þannig, talað sérstaklega um að hin Norðurlöndin hafi ekki boðið fram fulltrúa. 

„Það kemur fram í minnisblaði sem var lagt fyrir ríkisstjórn að ekkert Norðurlandanna hefur skilað inn framboði en Norðurlöndin telji mikilvægt að tryggja áhrif sín í nefndinni. Svo það er væntanlega, þótt það sé ekki formleg skipting, þá gæti verið einhver hugsun í því.“

Þannig hin Norðurlöndin hafa væntanlega látið vera að bjóða fram fulltrúa fyrst Ísland býður fram Braga?

„Það er ekki orðað þannig en kemur fram að norski fulltrúinn gefi ekki kost á sér til endurkjörs og ekkert Norðurlandanna hafi skilað inn framboði.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
2
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
6
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
4
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár