Tíu launahæstu forstjórar Íslands fengu að meðaltali 7,6 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2017. Forstjóri Össurar er í sérflokki með 18 milljónir króna á mánuði. 70 prósent banka og fyrirtækja á markaði nota kaupaukakerfi, en hámarksbónusar á Íslandi eru nú 25% af árslaunum, samkvæmt lögum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir Samtök sparifjáreigenda. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifaði skýrsluna að mestu.
Á eftir forstjóra Össurar koma forstjóri Marel með tæpar 8,7 milljónir kr. á mánuði, forstjóri Eimskipa, með tæpar 8,6 milljónir kr. og forstjóri Haga með tæpar 7,5 milljónir kr. á mánuði árið 2016, en upplýsingar vantaði fyrir síðasta ár. Gögnin fékk Talnakönnun úr ársreikningum fyrirtækjanna. Einnig var framkvæmt spurningakönnum um kaupaukakerfi þeirra þar sem í ljós kom að 14 af 20 fyrirtækjum greiða bónusa.
Forstjórar ríkisfyrirtækja hafa einnig fengið launahækkanir undanfarin ár, þó að ekki sé um kaupauka að ræða í þeim tilfellum. Í skýrslunni kemur …
Athugasemdir