Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur sent heil­brigð­is­stofn­un­um er­indi um að sinna áfram heima­þjón­ustu. Ekki út­skýrt hvernig þá má ger­ast, nú þeg­ar ljós­mæð­ur hafa lagt nið­ur störf.

Ráðuneytið segir engan samning við ljósmæður fyrirliggjandi
Ljósmæður leggja niður störf Allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu á landinu lögðu í dag niður störf vegna þess að ekki hefur verið gerður við þær nýr samningur um þjónustuna. Mynd: Shutterstock

Ekki er rétt að fyrir liggi samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Ljósmæður hafa haldið því fram að slíkur samningur sé fyrirliggjandi í velferðarráðuneytinu og bíða einungis undirritunar ráðherra. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu mun það hins vegar ekki vera svo.

Allar ljósmæður sem sinnt hafa heimaþjónustu á landinu, 95 talsins, lögðu niður störf frá og með deginum í dag. Ástæðan er óánægja með að ekki hafi verið gerður við þær nýr rammasamningur en þær hafa verið samningslausar frá því í febrúar. Að sögn ljósmæðra sem rætt hefur verið við í fjölmiðlum um helgina og í morgun var gerður samningur við Sjúkratryggingar Íslands um starfsemina fyrir páska og telja ljósmæður að einungis sé eftir að staðfesta hann í ráðuneytinu.

Segja aðeins um minnisblað að ræða

Þessu er hins vegar hafnað í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Hið rétta sé að 23. mars sl. hafi Sjúkratryggingar Íslands komið á framfæri minnisblaði til ráðuneytisins með tillögu á breytingum á þeim rammasamningi sem starfað hafi verið eftir til þessa. Í samtali við Stundina staðfesti Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, þennan skilning ráðuneytisins. „Tillögurnar sem  um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Leitað var umsagnar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum við tillögunum. Umsögn Sjúkrahússins á Akureyri mun hafa borist fyrir nokkru en Landspítalinn sendi inn sína afstöðu í morgun. Er það mat beggja aðila að breytingarnar sem lagt er til að gerðar verði á samningnum séu óæskilegar, leiði til lakari þjónustu og auki kostnað. Þá geti lengri spítalavist aukið hættuna á spítalasýkingum bæði fyrir móður og barn.  
„Heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari umgjörð en felst í þeim rammasamningi sem starfað hefur verið eftir hingað til. Þótt afsögn ljósmæðra af rammasamningi snerti nýbakaðar mæður óhjákvæmilega munu þær engu að síður njóta allrar þjónustu sem þörf er fyrir,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Velferðarráðuneytið mun funda í dag með Sjúkratryggingum Íslands um málið. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sent erindi til allra heilbrigðisstofnanna um að þær veiti áfram þá þjónustu sem verið hefur, þar til framhaldið liggur fyrir. Hvernig á að gera það, í ljósi þess að ljósmæður hafa lagt niður störf, kemur ekki fram.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár