Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum

Þrír þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks greiddu at­kvæði gegn því að ut­an­rík­is­ráð­herra yrði gert að taka sam­an skýrslu um vopna­flutn­inga ís­lenskra flug­fé­laga. Aðr­ir sam­flokks­menn þeirra sátu hjá.

Sjálfstæðismenn sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn gerð skýrslu um flutninga á vopnum
Verður að taka saman skýrslu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður að taka saman skýrslu um framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum eftir að Alþingi samþykkti beiðni þar um í dag. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem voru í þinghúsinu ýmist greiddu atkvæði gegn skýrslubeiðninni eða sátu hjá. Mynd: Stjórnarráðið

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu ýmist hjá eða greiddu atkvæði gegn því að utanríkisráðherra yrði gert að taka saman skýrslu um framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum. Greidd voru atkvæði á Alþingi í dag um hvort heimilt væri að kalla eftir umræddri skýrslu, en áður hafði atkvæðagreiðslunni verið frestað síðastliðinn mánudag.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður að beiðninni en meðflutningsmenn hennar eru úr öllum stjórnarsandstöðuflokkunum. Beiðnin var lögð fram í kjölfar umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik 27. febrúar síðastliðinn og fundar utanríkismálanefndar sem haldinn var eftir þann þátt. Á fundinum kom fram að íslenska ríkið hefði „ítrekað veitt íslensku flugfyrirtæki undanþágur til flutninga á vopnum sem grunur leikur á að gætu endað á svæðum sem bannað er að flytja vopn til í samræmi við þær alþjóðaskuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir. Það er því talið nauðsynlegt að kalla eftir skýrslu frá utanríkisráðherra þar sem fram kemur hvaða reglur gilda og hvaða verklag er viðhaft innan utanríkisráðuneytisins, og annarra ráðuneyta og undirstofnana, þegar Ísland undirgengst og framfylgir alþjóðasamningum er varða bann við flutningum á tilteknum vopnum til tiltekinna átakasvæða í heiminum,“ að því er segir í greinargerð með skýrslubeiðninni.

Þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokks samþykkir

Atkvæðagreiðsla um hvort leyfa ætti beiðni um að skýrslan yrði gerð var boðuð síðastliðinn mánudag en var þá frestað eftir að bréf hafði borist frá utanríkisráðherra þar sem því var lýst yfir að skýrslubeiðnin beindist að hluta til að þáttum sem væru á verksviði annars ráðhera. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti í dag að hann hefði kannað málið og að í skýrslubeiðninni væri óskað eftir að fjallað yrði um atriði sem féllu undir málefnasvið utanríkisráðherra. Því væri óumdeilt að hún teldist þingtæk og heimilaði Steingrímur atkvæðagreiðslu um hana.

Kom því skýrslubeiðnin til atkvæða. Féllu atkvæði svo að Óli Björn Kárason, Páll Magnússon og Vilhjálmur Árnason, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að skýrslubeiðnin yrði heimiluð. Níu aðrir þingmenn, allir úr Sjálfstæðisflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Skýrslubeiðnin var hins vegar samþykkt með 38 atkvæðum þingmanna úr öllum öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokki, þar á meðal atkvæðum þingmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem eru í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom upp í pontu og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Sagðist hann myndi sitja hjá við afgreiðslu málsins þar eð hann teldi að kjarni skýrslubeiðnarinnar lyti að málefnum sem heyrðu undir verksvið samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og því væri ekki eðlilegt að utanríkisráðherra svaraði fyrir málið. „Það hefur aldrei verið ágreiningur um að eðlilegt væri að kallað væri eftir upplýsingum af þessu tagi en það hefur hins vegar verið álitamál með hvaða hætti það væri borið fram hér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár