Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Félag tengt Jóni Ásgeiri stefndi Birni Inga út af ábyrgð upp á 21 milljón

Björn Ingi Hrafns­son gekkst í per­sónu­lega ábyrgð á hluta­fjár­kaup­um í fata­merk­inu JÖR. Hluta­féð var aldrei lagt fram og stefndi fé­lag í eigu Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur og Birg­is Bielt­vedts hon­um því þeg­ar lán­ið var flokk­að sem „mjög al­var­leg van­skil“. Björn Ingi seg­ir að bú­ið sé að greiða skuld­ina að stóru leyti.

Félag tengt Jóni Ásgeiri stefndi Birni Inga út af ábyrgð upp á 21 milljón
Áralöng viðskipti við Jón Ásgeir Björn Ingi og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa tengst ýmsum böndum í viðskiptum á liðnum árum, meðal annars í gegnum sjónvarpsþáttinn Eyjuna sem Björn Ingi var með á Stöð 2 og einnig fatamerkið JÖR.

Birni Inga Hrafnssyni fjárfesti, fyrrverandi eiganda Eyjunnar, Pressunnar, DV og fleiri fjölmiðla, var stefnt í nóvember í fyrra út af rúmlega 21 milljónar króna skuld við félagið Tailor Holding ehf. Þetta félag er í jafnri eigu félags Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og félags í eigu fjárfestisins Birgis Bieltsvelts og eiginkonu hans, Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur. Félag Ingibjargar sem á Tailor Holding heitir Apogee ehf. og er Jón Ásgeir prókúruhafi félagsins ásamt Ingibjörgu. Endanlegur eigandi Apogee ehf. Er félag í Lúxemborg sem heitir Moon Capital S.Á.R.L. En það hefur oftsinni verið í fréttum út af eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækinu 365. 

Tailor Holding ehf. er svo stýrt af starfsmanni Jóns Ásgeirs sem heitir Jón Skaftason en hann hefur verið hægri hönd fjárfestisins um nokkurra ára skeið og meðal annars komið að aflandsviðskiptum þeirra hjóna í gegnum félagið Guru Invest sem Stundin greindi frá úr Panamaskjölunum.  Jón er sonur Kristínar Þorsteinsdóttur, fyrrverandi starfsmanns á samskiptasviði Baugs og núverandi ritstjóra Fréttablaðsins sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur.  

Vanskil upp á 21 milljónBjörn Ingi var í persónulegri ábyrgð fyrir hlutafé í fatamerkinu JÖR sem hann fjárfesti í ásamt félagi í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

„Mjög alvarleg vanskil“

Tailor Holding ehf. átti meirihluta, 51 prósent í fatamerkinu JÖR en það var varð gjaldþrota í ársbyrjum 2017. Björn Ingi fjárfesti einnig í JÖR, samkvæmt fréttum, ásamt eiginkonu sinni Kolfinnu Von Arnardóttur. Bæði Ingibjörg og Jón Ásgeir sem og Björn Ingi fjárfestu því í JÖR. JÖR  varð gjaldþrota i ársbyrjun í fyrra.

Í ársreikningi Tailor Holding ehf. fyrir árið 2016 kemur fram að stærsta eign félagsins það ár var samningskrafa upp á 17 milljónir króna. Einnig var lán til tengdra aðila upp á tæpar 12 milljónir króna. Þessar tvær kröfur mynduðu nær allar eignir Tailor Holding ehf. En eignarhluturinn í JÖR ehf. hafði þá verið færður niður úr 25 milljónum króna í tæplega 700 þúsund krónur í aðdraganda gjaldþrots fatamerkisins.

Ekki virðist hafa verið greitt af þessu láni og í nóvember í fyrra hafði krafan leitt „mjög alvarlegra vanskila“ að hálfu Björns Inga og stefndi Tailor Holding ehf. honum samkvæmt yfirliti yfir vanskil Björns Inga sem Stundin hefur undir höndum.  

„Það er búið að greiða stóran hlut af þessu en ekki allt“ 

Björn Ingi: Búið að greiða skuldina að hluta

Björn Ingi segir að ástæða stefnunnar sé persónuleg ábyrgð sem hann gekkst í þegar félag eiginkonu hans keypti hlut í JÖR í gegnum eignarhaldsfélag. „Þetta er persónuleg ábyrgð. Konan mín keypti hlut í JÖR og þetta er persónuleg ábyrgð mín út af því.“ 

Björn Ingi segir að búið sé að greiða stóran hluta af skuldinni. „Það er búið að greiða stóran hlut af þessu en ekki allt,“ segir Björn Ingi. Hann segir að málið sé ekki lengur fyrir dómstólum og að unnið sé að því að ljúka því.

Margar fréttir hafa verið sagðar um fjármálaumsvif Björns Inga síðastliðna mánuði eftir harðar deilur um eignarhald á fjölmiðlasamsteypunni Pressunni og gjaldþrot félagsins eftir að helstu eignir þess voru seldar út úr henni til nýrra hluthafa. Deilurnar hafið staðið á milli Björns Inga og Róberts Wessmann. Óljóst er hver fjármagnaði kaupin á fjölmiðlum Pressunnar út úr félaginu og til nýs félags, Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. Þetta JÖR-mál og stefnan út af persónulegri ábyrgð Björns Inga er því bara eitt af mörgum málum sem tengjast stórfelldum fjárfestingum hans og tengdra aðila í fyrirtækjum á Íslandi á liðnum árum.  

Viðskipti með sjónvarpsþátt

Leiðir Björns Inga Hrafnssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa legið nokkrum sinnum saman á síðustu árum. Björn Ingi var meðal annars ráðinn sem viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, fríblaðs fjölmiðlafyrirtækis Jóns Ásgeirs 365, árið 2007 eftir að hann hafði hætt í stjórnmálum.

Árið 2014 gerði Björn Ingi samning við 365 um að vinna vikulegan þátt fyrir Stöð 2 sem kallast Eyjan, líkt og samnefndur fjölmiðill sem þá var í eigu Björns Inga. Stundin greindi frá því í apríl 2015 að Björn Ingi, eða fyrirtæki hans, fengi 2 milljónir á mánuði fyrir þáttinn og að samningurinn í heild sinni væri því upp á 70 til 80 milljónir króna. Samkvæmt frétt Stundarinnar á þeim tíma var samningsgerðin við Björn Ingi fyrst og fremst áhugamál Jóns Ásgeirs sjálfs og olli samningurinn við hann deilum innan 365 „Þetta var fyrst og fremst áhugamál Jóns Ásgeirs,“ sagði heimildarmaður blaðsins þá.  

Stundin reyndi að ná tali af Jóni Skaftasyni og Birgi Bieltvedt en án árangurs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár