Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi og stjórnarformaður Vefpressunnar ehf, furðast að urgur sé í föngum á Kvíabryggju vegna heimsókna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns í fangelsið og gerir málið að umtalsefni í pistli.
Stundin greindi frá því í morgun að Jón Ásgeir hefði tvívegis lagt leið sína á Kvíabryggju og fundað með fyrrverandi stjórnendum og eigendum Kaupþings sem þar afplána. Hlaupið hefði urgur í vistmenn, enda er föngum oft meinað um að fá heimsóknir manna sem sæta ákæru eða bíða dóms. Jón Ásgeir er á meðal sakborninga í svonefndu Aurum-máli og upplifðu fangar heimsókn hans sem mismunun. Var Afstöðu, félagi fanga, gert viðvart og málið borið upp á fundi með fangelsismálastjóra og forstöðumanni Kvíabryggju.
Athugasemdir