Dreymir um að fá börnin til Íslands

Han­an Salim Wahba, fimm barna móð­ir og af­greiðslu­kona í 10/11.

Dreymir um að fá börnin til Íslands

Ég er frá Palestínu, er gift og á fimm börn. Ég elska landið mitt en ég get ekki búið þar, því eins og flestir vita ríkir stríð í landinu. Eiginmaður minn og börn eru enn í Palestínu. Ég hef ekki séð þau í tvö ár. Ég hef verið að reyna að fá þau til Íslands, en mér er sagt að ég þurfi að vera þolinmóð. En ég er orðin þreytt á að bíða. Þegar ég sé mæður úti að ganga með börn sín fæ ég verk í hjartað. Börnin mín þarfnast mín og ég þarfnast þeirra. 

Dóttur mína, sem er átján ára, dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur eða læknir og vill fara í háskóla hér. Sextán ára dóttir mín er að kenna sjálfri sér íslensku svo hún geti eignast vini á Íslandi. Yngsta dóttir mín, tólf ára, hefur verið veik undanfarið, sefur hvorki né borðar. Hún saknar mín svo mikið. Sonur minn, sem er 15 ára, elskar fótbolta og segist ætla að verða jafn góður og Messi eða Ronaldo. Hann segist einnig vilja verða flugmaður. Yngsti sonur minn er nú orðinn níu ára, en var ekki nema sjö ára þegar ég fór. 

Það er erfitt að vera ein á Íslandi. Ég elska Ísland og Íslendingar hafa reynst mér mjög vel. Ég fékk íslenska kennitölu og leyfi til að dvelja hér og vinna. En ég sakna barnanna minna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu