Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson

Trún­að­ar kraf­ist um minn­is­blað sem tók mán­uð að skila. Ástæð­an sögð ann­ir starfs­manna ráðu­neyt­is­ins.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson
Trúnaður um minnisblað Trúnaður ríkir um innihald minnisblaðs utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar sem utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks afhent í gær, eftir mánaðarbið. Mynd: Pressphotos

Minnisblað utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, var sent formanni utanríkismálanefndar í gær, miðvikudaginn 11. apríl. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd hafði óskað eftir því fyrir um mánuði síðan að nefndin fengi slíkt minnisblað í hendur en ekkert gerðist í málinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Trúnaður ríkir hins vegar yfir minnisblaðinu, eftir því sem Logi sagði við Stundina í gær, og gat hann því ekki upplýst um hvað kæmi þar fram.

Í fyrstu fréttum af máli Hauks, sem birtust 6. mars síðastliðinn, var hann sagður hafa fallið í bardögum í norðurhluta Sýrlands 24. febrúar. Enn hefur ekki tekist að staðfesta það. Óskað var eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið, af hálfu utanríkismálanefndar, 12. mars síðastliðinn. Var sú ósk ítrekuð í tvígang, 21. mars og 4. apríl, án árangurs.

Ekki hægt að upplýsa um innihaldið

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu reyndist ekki unnt að afhenda minnisblað um málið á fundi utanríkismálanefndar 14. mars en fulltrúar ráðuneytisins mættu hins vegar á þann fund til að gera grein fyrir málinu og svara spurningum nefndarmanna.

Engir skilgreindir frestir munu vera á afhendingu minnisblaða sem þess sem utanríkismálanefnd óskaði eftir en leitast er eftir því að það sé gert svo fljótt sem auðið er, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar sem barst í gær. Tafir á afhendingu minnisblaðsins um mál Hauks helgist meðal annars að önnum hjá þeim starfsmönnum ráðuneytisins sem fara með mál Hauks. „Sem kunnugt er hefur eftirgrennslan um afdrif hans verið í forgangi hjá ráðuneytinu frá því það kom fyrst til kasta þess fyrir rúmum mánuði,“ segir í svari ráðuneytisins. Þar er jafnframt bent á að nefndarmenn utanríkismálanefndar hafi fengið upplýsingar um stöðu og framgang málsins á umræddum fundi 14. mars og í fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi 22. mars.  

Minnisblaðið umrædda barst loks í gær, sem fyrr segir. Í samtali við Stundina sagði Logi hins vegar að trúnaður væri um innihald þess og hann gæti því, að svo stöddu, ekki upplýst um hvað þar kæmi fram. Bætti hann því við að hann skyldi ekki hví svo væri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár