„Ég heiti Ólöf Jakobsdóttir og ég er hér. Ég er kona og ég er matreiðslumaður – og ég er alveg eins og þið.“ Svona lauk Ólöf Jakobsdóttir, matreiðslumeistari á Horninu í Reykjavík, ræðu sinni á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fór á Siglufirði laugardaginn 7. apríl. Ólöf vildi vekja máls á stöðu kvenna innan kokkabransans og segir móttökurnar hafa verið afar jákvæðar.
„MeToo byltingin er komin til að vera og er ekki að fara neitt,“ segir Ólöf í samtali við Stundina. „Okkar bransi verður að vera jafn vakandi fyrir því og aðrir. Þegar ég lauk máli mínu komu stelpur til mín og sögðust vera með hundrað sögur af svona löguðu. Þegar við hugsum til baka getum við allar tengt við þetta. Ég held ég sé ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að kokkabransinn sé karlabransi.“
Ólöf segir starf matreiðslumeistarans vera krefjandi. Vaktir séu langar, yfirleitt 12 tímar, og …
Athugasemdir