Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hélt #MeToo ræðu um karlrembuna í kokkabransanum

Ólöf Jak­obs­dótt­ir, mat­reiðslu­meist­ari á Horn­inu, hélt ræðu á fundi Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara um stöðu kvenna í grein­inni. Hún lýs­ir einelti og karlrembu á vinnu­stað er­lend­is, en seg­ir verstu at­vik­in hafa ver­ið á Ís­landi.

Hélt #MeToo ræðu um karlrembuna í kokkabransanum
Ólöf Jakobsdóttir Ólöf segir það engin tíðindi að kokkabransinn sé karlrembubransi.

„Ég heiti Ólöf Jakobsdóttir og ég er hér. Ég er kona og ég er matreiðslumaður – og ég er alveg eins og þið.“ Svona lauk Ólöf Jakobsdóttir, matreiðslumeistari á Horninu í Reykjavík, ræðu sinni á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara sem fram fór á Siglufirði laugardaginn 7. apríl. Ólöf vildi vekja máls á stöðu kvenna innan kokkabransans og segir móttökurnar hafa verið afar jákvæðar.

„MeToo byltingin er komin til að vera og er ekki að fara neitt,“ segir Ólöf í samtali við Stundina. „Okkar bransi verður að vera jafn vakandi fyrir því og aðrir. Þegar ég lauk máli mínu komu stelpur til mín og sögðust vera með hundrað sögur af svona löguðu. Þegar við hugsum til baka getum við allar tengt við þetta. Ég held ég sé ekki að segja neinar fréttir þegar ég segi að kokkabransinn sé karlabransi.“

Ólöf segir starf matreiðslumeistarans vera krefjandi. Vaktir séu langar, yfirleitt 12 tímar, og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár