Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

VR auglýsir eftir blokk til kaups

Leigu­fé­lag VR vill kaupa fjöl­býl­is­hús á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til út­leigu handa fé­lags­mönn­um

VR auglýsir eftir blokk til kaups
VR auglýsir eftir blokk Leigufélag VR vill kaupa fjölbýlishús fyrir félagsmenn sína. Mynd: Shutterstock

Leigufélag VR, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur auglýst eftir fjölbýlishúsi til kaups á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir húsi með að lágmarki 20 íbúðum og er tiltekið að kostur sé ef þær séu misstórar. Stefnt er að því að bjóða félagsmönnum VR íbúðirnar til leigu, ef viðunandi eign finnst.

Í auglýsingunni kemur fram að húsið þurfi að vera í mjög góðu ásigkomulagi en megi einnig vera í byggingu og jafnvel óbyggt. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir að þegar hafi verið leitað til verktaka og fasteignasala og skoðaðar hafi verið eignir. Hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að auglýsa einnig með þessum hætti til að kanna hvað í boði sé á markaðnum.

Allt kemur til greina

Stefán segir að kaupin verði fjármögnuð annars vegar með eigin fé leigufélagsins, sem komi frá VR, og með lántöku. Þegar hafi verið rætt við fjámálastofnanir um lántöku.

„Við erum með vonir um að þetta gangi hratt fyrir sig en það verður hins vegar að ráðast af því hvaða tilboð við fáum í hendurnar. Við erum helst að leita eftir nýju eða mjög nýlegu húsi en í sjálfu sér kemur allt til greina, og einnig hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu.“

Stefán segir jafnframt að þó að stefnt sé að því að það séu félagsmenn VR sem geti leigt af leigufélaginu sé það þó ekki svo að skipti fólk um störf og fari í önnur stéttarfélög verði það að flytja úr íbúðunum. „Hugmyndafræðin bak við þetta er húsnæðisöryggi og lág leiga.“

Leigufélag VR var stofnað í febrúar síðastliðnum og er markmiðið með félaginu að hafa áhrif í átt að heilbrigðari leigumarkaði, að því er kom fram í grein eftir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem birt var á síðu félagsins. Nýta á fjármuni úr Félagssjóði VR til verkefnisins. Vonir standa til að hægt verið að bjóða 15-30 prósent lægri leigu en gerist á almennum markaði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár