Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

VR auglýsir eftir blokk til kaups

Leigu­fé­lag VR vill kaupa fjöl­býl­is­hús á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til út­leigu handa fé­lags­mönn­um

VR auglýsir eftir blokk til kaups
VR auglýsir eftir blokk Leigufélag VR vill kaupa fjölbýlishús fyrir félagsmenn sína. Mynd: Shutterstock

Leigufélag VR, Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur auglýst eftir fjölbýlishúsi til kaups á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir húsi með að lágmarki 20 íbúðum og er tiltekið að kostur sé ef þær séu misstórar. Stefnt er að því að bjóða félagsmönnum VR íbúðirnar til leigu, ef viðunandi eign finnst.

Í auglýsingunni kemur fram að húsið þurfi að vera í mjög góðu ásigkomulagi en megi einnig vera í byggingu og jafnvel óbyggt. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir að þegar hafi verið leitað til verktaka og fasteignasala og skoðaðar hafi verið eignir. Hins vegar hafi verið tekin ákvörðun um að auglýsa einnig með þessum hætti til að kanna hvað í boði sé á markaðnum.

Allt kemur til greina

Stefán segir að kaupin verði fjármögnuð annars vegar með eigin fé leigufélagsins, sem komi frá VR, og með lántöku. Þegar hafi verið rætt við fjámálastofnanir um lántöku.

„Við erum með vonir um að þetta gangi hratt fyrir sig en það verður hins vegar að ráðast af því hvaða tilboð við fáum í hendurnar. Við erum helst að leita eftir nýju eða mjög nýlegu húsi en í sjálfu sér kemur allt til greina, og einnig hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu.“

Stefán segir jafnframt að þó að stefnt sé að því að það séu félagsmenn VR sem geti leigt af leigufélaginu sé það þó ekki svo að skipti fólk um störf og fari í önnur stéttarfélög verði það að flytja úr íbúðunum. „Hugmyndafræðin bak við þetta er húsnæðisöryggi og lág leiga.“

Leigufélag VR var stofnað í febrúar síðastliðnum og er markmiðið með félaginu að hafa áhrif í átt að heilbrigðari leigumarkaði, að því er kom fram í grein eftir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem birt var á síðu félagsins. Nýta á fjármuni úr Félagssjóði VR til verkefnisins. Vonir standa til að hægt verið að bjóða 15-30 prósent lægri leigu en gerist á almennum markaði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár