Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu

Lé­legt fjár­mála­læsi hjá al­menn­ingi sagt ein ástæða þess að ungt, tekju­lágt fólk lendi í fjár­hags­örð­ug­leik­um. Orða­lag­ið hef­ur vak­ið mikla reiði og það sagt sýna skiln­ins­leysi stjórn­valda á stöðu lág­tekju­fólks.

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu
Reitir vinstra fólk til reiði Orðalag í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðastliðinn miðvikudag, hefur valdið miklum úlfaþyt á samfélagsmiðlum. Mynd: Pressphotos

Orðalag í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019-2023, þar sem talað er um „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ og það sett í samhengi við stöðu lágtekjufólks á leigumarkaði hefur valdið talsverðum titringi á samfélagsmiðlum, einkum meðal fólks á vinstri væng stjórnmálanna.  Formaður Verkalýðsfélaga Akraness talar um „veruleikafirringu“ og varaþingmaður Samfylkingarinnar telur að það væri rétt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yrði sjálfur skikkaður á námskeið í fjármálalæsi.

Í greinargerðinni kemur sem fyrr segir fram sú afstaða ríkisstjórnarinnar að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjöldi ungs fólks, á aldursbilinu 18-29 ára, sem sæki um hjá umboðsmanni skuldara hafi hækkað jafnt og þétt síðastliðin ár. Almennt sé um að ræða tekjulága einstaklinga á leigumarkaði, sem skuldi neysluskuldir sem oft séu óhagstæð. Þetta kalli á eflingu fjármálalæsis og aukna fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

„Skilningsleysi ríkisstjórnarinnar
á málefnum lágtekjufólks er algjört“

Vilhjálmur BirgissonFormaður Verkalýðsfélags Akraness segir greinargerð með fjármálaáætlun lýsi veruleikafirringu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fer hörðum orðum um greinargerðina og segir að í henni kristallist að „veruleikafirring og skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum lágtekjufólks [sé] algjört.“

Vilhjálmur rekur síðan að lágmarkslaun á landinu séu 280 þúsund krónur á mánuði og þegar búið sé að draga frá skatta og lífeyrissjóðsgjöld standi eftir 219 þúsund krónur sem fólk þurfi að framfleyta sér á. Á sama tíma kveði lágmarks framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins á um að ráðstöfunartekjur einstaklings þurfi að lágmarki að vera 223 þúsund á mánuði, án húsnæðiskostnaðar. Við það megi síðan bæta 150-180 þúsund krónum í húsnæðiskostnað. Því þyrftu lágmarkslaun að vera um 540 þúsund krónur á mánuði, í stað 280 þúsund króna.

„Þar fyrir utan byggir fjármálalæsi Bjarna á að skrá fyrirtæki í aflöndum til að komast undan eðlilegum skattgreiðslum“

„Það er því miklu frekar að ráðamenn íslensku þjóðarinnar þurfi að fara á námskeið um fjármálalæsi því það er gjörsamlega útilokað fyrir fólk á lágmarkslaunum og -töxtum að ná endum saman,“ skrifar Vilhjálmur.

Nýta ber þau tæki sem til eru til að auka jöfnuð

Heiða Björg HilmisdóttirVaraformaður Samfylkingarinnar segir að þó fjármálalæsi sem vafalítið ábótavant sé það ekki næg ástæða til þess að ríkisstjórnin skorist undan því að jafna kjör.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að vafalaust sé fjármálalæsi almennt ábótavant, „en það er ekki næg ástæða til að nýta ekki þau tæki sem ríkisstjórnin hefur til að jafna kjör og auka jöfnuð. Sómasamlegar barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur gætu koma í veg fyrir að við værum með norðurlandamet í fjölda barna sem alast upp í fátækt.“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar og núverandi varaþingkona Samfylkingarinnar, segir að svona yfirlýsingar „fólks sem veit ekki aura sinna tal geta gert mig spólvitlausa svo það sé nú bara viðurkennt. Ég held að það væri gagn fyrir Bjarna Benediktsson að taka námskeið í fjármálalæsi svo hann gerði sér betur grein fyrir því að ógerningur er að lifa af lægstu launum.“

Gunnar Smári EgilssonSósíalistaforinginn fer engum vettlingatökum um fjármálaráðherra.

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er einnig afar harðorður í garð Bjarna í færslu á sinni Facebook-síðu. „Eins og kom fram í umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar fyrir Hrun, áður en lögbann var sett á þá umfjöllun fyrir síðustu kosningar (lögbann sem enn er í gildi); byggir fjármálalæsi Bjarna annars vegar á því að láta pabba sinn borga skuldirnar sem hann kemur sér í og hins vegar í því að taka við símtölum frá innmúruðum og innvígðum mönnum innan bankakerfisins sem vara aðra innvígða og innmúraða við hruni og að nú sé kominn tími til að selja svo skaðinn lendi allur á almenningi en enginn á hinum innmúruðu og innvígðu. Þar fyrir utan byggir fjármálalæsi Bjarna á að skrá fyrirtæki í aflöndum til að komast undan eðlilegum skattgreiðslum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár