Þegar maður hittir Þóreyju Helgadóttur er erfitt að ímynda sér að sú hin sama hafi verið komin í andlegt og líkamlegt þrot skömmu áður vegna rangrar greiningar á sjúkdómseinkennum. Þegar við setjumst niður hefur hún lokið löngum vinnudegi, en Þórey starfar sem hrossaræktandi og tamningamaður í Bláskógabyggð.
„Þetta byrjaði í apríl 2016 en þá fann ég fyrir mikilli hjartsláttaróreglu og var ekki eins og ég átti að mér að vera,“ segir Þórey. Hún var þá stödd sem áhorfandi á körfuboltaleik sonar síns. Eiginmaður hennar var með í för og sá fljótlega að ekki var allt með felldu.
Dagarnir liðu og óþægindin stigmögnuðust og fékk Þórey símatíma hjá lækni í heimabyggð. Hún lýsir fyrir honum einkennunum sem voru erfiðleikar með tal, þróttleysi og mæði við hin minnstu átök. Það var líkt og hjartað missti úr slag við líkamlega hreyfingu eða bætti við sig aukatakti, útskýrir hún. Þetta var …
Athugasemdir