Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Má ekki heita Pírati

Álf­heið­ur Eym­ars­dótt­ir má ekki taka heit­ið Pírati upp sem milli­nafn. Manna­nafna­nefnd bend­ir á að orð­ið er ekki dreg­ið af ís­lensk­um orð­stofni og hef­ur nefni­fallsend­ingu. Því full­yrði það ekki skil­yrð­um laga um manna­nöfn.

Má ekki heita Pírati

Álfheiður Eymarsdóttir stjórnmálafræðingur má ekki heita Pírati. Þetta er niðurstaða mannanafnanefndar sem nýlega hafnaði beiðni hennar um að fá að taka Pírati upp sem millinafn. „Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga um mannanöfn skal millinafn dregið af íslenskum orðstofnum en má þó ekki hafa nefnifallsendingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefnar. „Millinafnið Pírati er ekki dregið af íslenskum orðstofni og hefur nefnifallsendingu og fullnægir þess vegna ekki skilyrðum laga um mannanöfn.“ 

Álfheiður er ósátt með niðurstöðuna. „Ég sótti fyrst um að fá að heita Pírati að eftirnafni, en því var hafnað á þeim forsendum að Pírati væri ekki viðurkennt ættarnafn á Íslandi. Í kjölfarið sendi ég inn beiðni um að fá að taka þetta upp sem millinafn en því var líka hafnað,“ segir hún. „Orðið Pírati fallbeygist auðvitað þótt þetta sé ekki alíslenskt orð. Það getur verið með og án greinis, í eintölu eða fleirtölu og lagast fullkomlega að málinu.“ Álfheiður segist hafa átt von á því að mannanafnanefnd hafnaði beiðninni á þeim forsendum að um væri að ræða karlmannsnafn. „Ég var tilbúin með svar við því og ætlaði að benda á að ég upplifi mig að hluta sem karlmann og eðlilegt væri að taka tillit til slíkra sjónarmiða. En það kom ekki til þess.“ 

Hún segist ekki hafa ákveðið hver næstu skref verða. Samkvæmt lögum um mannanöfn verður úrskurðum mannanafnanefndar ekki skotið til æðra stjórnvalds. Þó eru fordæmi fyrir því að dómstólar viðurkenni rétt fólks til að heita tilteknum nöfnum. Í máli Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fjallað var um kvenmannsnafnið Blæ árið 2013 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að „réttur stefnanda til að bera nafnið Blær [væri] ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“  

Mannanafnanefnd hefur kveðið upp 10 úrskurði nú í mars. Nefndin hafnaði beiðni um millinafnið Lóni en samþykkti Lóna sem karlkyns eiginnafn. Þá voru eiginnöfnin Tóti, Ýlfa, Bambus, Nancy, Líus, Alparós og Levý samþykkt en millinafninu Strömfjörð hafnað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mannanöfn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár