Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður vill aukið svigrúm við val á dómurum í Endurupptökudóm

Dóms­mála­ráð­herra vill geta val­ið milli fólks sem dóm­stól­arn­ir til­nefna og vill að dóm­nefnd um hæfni um­sækj­enda til­nefni tvö dóm­ara­efni án þess að gera upp á milli hæfni þeirra.

Sigríður vill aukið svigrúm við val á dómurum í Endurupptökudóm
Ráðherra fái aukið svigrúm Sigríður Andersen vill meira svigrúm til vals á dómurum í Endurupptökudóm heldur en venjan er. Mynd: Pressphotos.biz

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að komið verði á fót nýjum dómstóli, Endurupptökudómi, sem komi í stað endurupptökunefndar og vill að ráðherra fái meira svigrúm til vals á dómurum heldur en venjan er. 

Endurupptökudómur mun samanstanda af fjórum dómurum og fjórum varadómurum. Þrír dómaranna verða embættisdómarar tilnefndir af Hæstarétti, Landsrétti og dómstjórum héraðsdómstólanna. Fjórða staðan verður auglýst og skipað í hana samkvæmt reglum um hæfnismat dómnefndar um hæfni umsækjenda.

Athygli vekur að í frumvarpi ráðherra er sérstaklega tilgreint að hver tilnefningaraðili skuli tilnefna tvo aðila en svo komi það í hlut ráðherra að ákveða hvor þeirra verði aðalmaður og hvor verði varamaður. Einnig er dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður gert að „tilnefna tvo hæfustu umsækjendurna til setu í Endurupptökudómi, án þess að gert sé upp á milli hæfni þeirra og án þess að nefndin tilgreini hvor skuli vera aðalmaður og hvor varamaður“. 

Með þessu er ráðherra fengið meira svigrúm til vals á dómaraefnum heldur en venjan er. Í frumvarpinu kemur þó einnig fram að til samræmis við meginreglu stjórnsýsluréttar um að ráða beri hæfasta umsækjandann í starf sem auglýst er geti dómnefndin vikið frá fyrirkomulagi laganna ef annar þeirra tveggja sem hún metur hæfasta „telst bersýnilega hæfari en hinn“ og er þá dómnefndinni heimilt að tilnefna þann hæfari sem aðalmann og hinn sem varamann. 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt mikla áherslu á að í ljósi þess að ráðherra fari með veitingarvaldið og beri ábyrgð á skipun dómara verði ráðherra að hafa talsvert svigrúm til mats í stað þess að kvitta gagnrýnislaust upp á tillögur dómnefndar. „Valdið til að skipa dómara á að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri stjórnsýslunefnd,“ sagði Sigríður í umræðum um vantrauststillöguna gegn henni á Alþingi þann 6. mars síðastliðinn.

Eins og Hæstiréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur staðfestu í fyrra misbeitti Sigríður valdinu til að skipa dómara þegar hún fór gegn mati hæfnisnefndar við skipun Landsréttardómara án þess að fylgja rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar og sýna fram á að nýju dómararnir væru hæfustu umsækjendurnir til starfans. Hefur ráðherrann hvatt til breytinga sem styrki og skýri stöðu ráðherra sem veitingarvaldshafa við dómstólana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár