Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli

For­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar vand­ar borg­ar­stjóra ekki kveðj­urn­ar og seg­ir tíma hans að kveldi kom­inn. Seg­ir fjár­mun­um aus­ið í skrípaleik og fá­fengi með­an leik­skól­ar séu fjár­svelt­ir.

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli
Gagnrýnir borgarstjóra Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki par hrifinn af framkvæmdum við Miklubraut, kallar þær skrípaleik og vandar Degi B. Eggertssyni ekki kveðjurnar vegna þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Framkvæmdir borgarinnar við Miklubraut ofan Klambratúns voru skrípaleikur sem kostaði gríðarlega fjármuni, sem betur hefðu verið nýttir fyrir fjársvelta leikskóla borgarinnar. Þetta skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistli í Fréttablaðinu þar sem hann vandar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síst kveðjurnar.

Kári lýsir í grein sinni í löngu máli hverja gleði hann hafði af því sem barn að iðka leiki sína, ásamt öðrum börnum, á Klambratúninu. Landið hefði þar gert sitt til að ala upp börnin sín, þar hefði í þeirra huga verið helgur staður og það hefði aldrei kunnað góðri lukku að stýra að vanvirða slíka staði á Íslandi.  

Dagur og Trump vilji báðir reisa veggi

„Í fyrra sumar sáum við svo núverandi borgarstjóra burðast við að reisa vegg meðfram suðurhlið Klambratúns. Umferð um Miklubraut milli Lönguhlíðar og Rauðarársstígs riðlaðist svo mánuðum skipti og her manns hafði vinnu af þessum skrípaleik. Heildarkostnaður af veggnum og fiktinu í Miklubraut var um fimm hundruð milljón krónur, sem hefði annars mátt nýta fyrir fjársvelta leikskóla borgarinnnar,“ skrifar Kári. Hann bætir við að löngunin til að reisa veggi virðist hafa tilhneigingu til að bera skynsemi stjórnmálamanna ofurliði, það sjáist best á Degi B. Eggertsyni og Donald Trump. Lengra nær þó samanburður Kára ekki heldur segir hann muninn á þeim tveimur liggja í því að „Trump er yfirlýstur fasisti þannig að það býst enginn við öðru en hann reisi veggi þar sem hann fær því við komið, en Dagur er félagshyggjumaður sem við hefðum búist við að setti þarfir barna ofar löngun sinni til þess að skreyta Klambratúnið með hrákasmíð.“

Innheimta leikskólagjalda grátleg

Dagur B. EggertssonBorgarstjóri hefði betur sett peninga í leikskóla heldur en hringl og glingur að mati Kára Stefánssonar.

Kári heldur áfram að gagnrýna það sem honum sýnist döpur meðferð á almannafé og minnir á að Dagur hafi eytt talsverðum fjármunum í að láta mála myndir eftir Erró á fjölbýlishús í Breiðholti. „Hann er borgarstjóri þar sem leikskólar eru eina stig skólakerfisins þar sem nemendur borga skólagjöld, sem er grátlegt vegna þess að foreldrar þeirra eru á þeim aldri þegar tekjur þeirra og eignir eru minnstar og nauðsynjaútgjöld hæst. Það er dapurlegt að fylgjast með því hversu auðveldlega hégóminn leggur félagshyggjuna að velli þegar menn komast til valda. Við þurfum hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Dagur fái mörg fleiri tækifæri til þess að brjóta pólitísk prinsipp sem hann segist aðhyllast vegna þess að Klambratúnið er hefnigjarnt og fyrirgefur ekki dónaskap eins og veggómyndina. Það er farið að rökkva og Dagur að kveldi kominn.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár