Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli

For­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar vand­ar borg­ar­stjóra ekki kveðj­urn­ar og seg­ir tíma hans að kveldi kom­inn. Seg­ir fjár­mun­um aus­ið í skrípaleik og fá­fengi með­an leik­skól­ar séu fjár­svelt­ir.

Kári segir hégóma Dags B. leggja félagshyggju hans að velli
Gagnrýnir borgarstjóra Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki par hrifinn af framkvæmdum við Miklubraut, kallar þær skrípaleik og vandar Degi B. Eggertssyni ekki kveðjurnar vegna þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Framkvæmdir borgarinnar við Miklubraut ofan Klambratúns voru skrípaleikur sem kostaði gríðarlega fjármuni, sem betur hefðu verið nýttir fyrir fjársvelta leikskóla borgarinnar. Þetta skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistli í Fréttablaðinu þar sem hann vandar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra síst kveðjurnar.

Kári lýsir í grein sinni í löngu máli hverja gleði hann hafði af því sem barn að iðka leiki sína, ásamt öðrum börnum, á Klambratúninu. Landið hefði þar gert sitt til að ala upp börnin sín, þar hefði í þeirra huga verið helgur staður og það hefði aldrei kunnað góðri lukku að stýra að vanvirða slíka staði á Íslandi.  

Dagur og Trump vilji báðir reisa veggi

„Í fyrra sumar sáum við svo núverandi borgarstjóra burðast við að reisa vegg meðfram suðurhlið Klambratúns. Umferð um Miklubraut milli Lönguhlíðar og Rauðarársstígs riðlaðist svo mánuðum skipti og her manns hafði vinnu af þessum skrípaleik. Heildarkostnaður af veggnum og fiktinu í Miklubraut var um fimm hundruð milljón krónur, sem hefði annars mátt nýta fyrir fjársvelta leikskóla borgarinnnar,“ skrifar Kári. Hann bætir við að löngunin til að reisa veggi virðist hafa tilhneigingu til að bera skynsemi stjórnmálamanna ofurliði, það sjáist best á Degi B. Eggertsyni og Donald Trump. Lengra nær þó samanburður Kára ekki heldur segir hann muninn á þeim tveimur liggja í því að „Trump er yfirlýstur fasisti þannig að það býst enginn við öðru en hann reisi veggi þar sem hann fær því við komið, en Dagur er félagshyggjumaður sem við hefðum búist við að setti þarfir barna ofar löngun sinni til þess að skreyta Klambratúnið með hrákasmíð.“

Innheimta leikskólagjalda grátleg

Dagur B. EggertssonBorgarstjóri hefði betur sett peninga í leikskóla heldur en hringl og glingur að mati Kára Stefánssonar.

Kári heldur áfram að gagnrýna það sem honum sýnist döpur meðferð á almannafé og minnir á að Dagur hafi eytt talsverðum fjármunum í að láta mála myndir eftir Erró á fjölbýlishús í Breiðholti. „Hann er borgarstjóri þar sem leikskólar eru eina stig skólakerfisins þar sem nemendur borga skólagjöld, sem er grátlegt vegna þess að foreldrar þeirra eru á þeim aldri þegar tekjur þeirra og eignir eru minnstar og nauðsynjaútgjöld hæst. Það er dapurlegt að fylgjast með því hversu auðveldlega hégóminn leggur félagshyggjuna að velli þegar menn komast til valda. Við þurfum hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Dagur fái mörg fleiri tækifæri til þess að brjóta pólitísk prinsipp sem hann segist aðhyllast vegna þess að Klambratúnið er hefnigjarnt og fyrirgefur ekki dónaskap eins og veggómyndina. Það er farið að rökkva og Dagur að kveldi kominn.“

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár