Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjórmenningarnir vilja nýja forystu ASÍ og harðari stefnu

For­ystu­menn fjög­urra verka­lýðs­fé­laga vilja skipta út for­ystu ASÍ á sam­bands­þingi í haust og setja fram mikl­ar kröf­ur þeg­ar kjara­samn­ing­ar losna um ára­mót­in. Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, var­ar við því að snúa aft­ur til þess tíma þeg­ar verð­bólg­an gleypti mikl­ar launa­hækk­an­ir.

Kosning nýrrar forystu í tvö stærstu verkalýðsfélög landsins er fyrirboði um uppstokkun í Alþýðusambandi Íslands og róttækari kröfur í næstu kjarasamningum. Nýir formenn VR og Eflingar, ásamt leiðtogum Framsýnar og Verkalýðsfélags Akraness, hafa undanfarið fundað saman sérstaklega og sent frá sér sameiginlegar yfirlýsingar. Félögin fjögur hafa meirihlutavægi á sambandsþingi ASÍ í haust og stefna formennirnir á breytingar í þessum heildarsamtökum launafólks.

Gylfi Arnbjörnsson, núverandi forseti ASÍ, telur að lítill ágreiningur sé á milli hans og formannanna fjögurra um málefni og bendir á árangur núverandi stefnu verkalýðshreyfingarinnar og mikla kaupmáttaraukningu frá tíma þjóðarsáttar. Hann hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hann býður sig aftur fram til forystu, en ljóst er að persónuleg óvild á báða bóga spilar inn í þessar deilur, sem oft fara fram á opinberum vettvangi.

Sambandsþing ASÍ fer fram í október og kjarasamningar losna í framhaldinu um áramótin. Nái formennirnir fjórir breiðri samstöðu á þinginu um málefni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár