Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

Þing­mönn­um var til­kynnt sér­stak­lega um 15 þús­und kíló­metra regl­una, bæði eft­ir kosn­ing­ar 2016 og kosn­ing­arn­ar í fyrra. Nokkr­ir ákváðu að fylgja regl­unni ekki þrátt fyr­ir skýr ákvæði siða­reglna um að þing­mönn­um beri að tryggja að end­ur­greiðsla kostn­að­ar sé „í full­komnu sam­ræmi“ við regl­ur þar um.

Þingmenn ítrekað beðnir um að nota bílaleigubíl en sögðu að hitt væri „þægilegra“

Þingmenn sem keyra meira en 15 þúsund kílómetra árlega á eigin bifreið, þvert á reglur um þingfararkostnað, hafa ítrekað verið beðnir um að fylgja reglunum og skipta yfir á bílaleigubíl. Nokkrir hafa kosið að gera það ekki og borið við að „þægilegra“ sé að nota eigin bíl. Þetta kemur fram í greinargerð skrifstofu Alþingis um ferðakostnað þingmanna sem birtist á þingvefnum í dag

Skrifstofa Alþingis reiknaði út og komst að þeirri niðurstöðu árið 2016 að hagkvæmara væri fyrir Alþingi að þingmenn sem ækju meira en 15 þúsund kílómetra á ári notuðust við bílaleigubíl. Í kjölfarið, í október 2016, var slíkt kílómetramark sett inn í reglur forsætisnefndar um þingfararkostnað og þingmönnum kynnt sérstaklega um breytinguna. „Var það kynnt þingmönnum, sérstaklega nýjum þingmönnum, eftir kosningarnar 2016 og enn fremur eftir kosningarnar 2017, með tölvupósti til þeirra þingmanna sem það varðaði,“ segir í greinargerð þingskrifstofunnar. 

„Alveg frá upphafi kjörtímabils 2013 hefur verið haft samband við þingmenn sem aka mikið og þeir hvattir til að nota fremur bílaleigubíla en eigin bifreið ef hagkvæmara hefur þótt. Sumir hafa brugðist við því og orðið við ábendingum en aðrir ekki. Hefur því verið borið við að miklu þægilegra væri fyrir þingmenn að nota eigin bíl; oft færi saman akstur í þágu þingstarfsins og einkaakstur, bílaleigubílar væru ekki nógu stórir og öflugir til vetrarferða og afnotaréttur að bílaleigubílum væri ekki nægilega skýr (einkaafnot, tryggingar o.s.frv.).“ 

Þá kemur fram að þingmenn sem í hlut eiga hafi rætt við formenn þingflokka og forseta og óskað eftir því að breyttri framkvæmd yrði frestað meðan farið yrði yfir athugasemdir þeirra. Enn fremur hafi því verið haldið fram að breytingin hafi ekki verið nægilega vel kynnt né þeim gefinn tími til að gera aðrar ráðstafanir.

Í greinargerðinni kemur fram að skrifstofa Alþingis hafi ekki talið sig hafa heimild til að meta ferðatilefni hverju sinni og „úrskurða um það“. Þannig hafi t.d. ekki verið krafist staðfestingar á því hvort tilteknir fundir hafi átt sér stað heldur verið treyst á heiðarleika þingmanna. „Engin formleg athugasemd hefur verið gerð af hálfu skrifstofunnar um tilefnislausa reikninga og skrifstofan hefur engin gögn í sínum höndum sem benda til þess að þingmenn hafi vitandi vits eða af ásetningi reynt að krefja Alþingi um endurgreiðslur umfram það sem þeir áttu rétt á. Skrifstofan hefur heldur aldrei greitt reikning eða endurgreitt reikning sem hún hefur talið sig vita að væri tilefnislaus. Væri eitthvað athugavert við reikning og tilefni hans hefur reikningurinn verið endursendur með ósk um frekari skýringar o.s.frv,“ segir í greinargerðinni. „Skrifstofan hefur oft átt samtöl við þingmenn um eitt og annað varðandi greiðslur til þeirra, eins og áður er rakið, t.a.m. um að akstur sé mikill, símreikningur hár o.s.frv. Slík matsatriði hljóta alltaf að koma upp í umfangsmiklum rekstri. Það hafa aðeins verið ábendingar af hálfu skrifstofunnar og þeim hafa þingmenn oftast tekið vel og brugðist við þeim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu