Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gísli kvaldist vegna umskurðar og vill forða börnum frá sömu örlögum

„Þetta gleym­ist aldrei,“ seg­ir Gísli Giss­ur­ar­son, 63 ára mað­ur sem upp­lifði sárs­auka og ævi­langa skömm vegna umskurð­ar.

Gísli kvaldist vegna umskurðar og vill forða börnum frá sömu örlögum
Gísli Gissurarson Harmar að hafa verið umskorinn í æsku. Hann gleymir aldrei sársaukanum og vill forða börnum frá sömu aðgerðum. Mynd: Shutterstock

„Aðgerðin sjálf, þegar skorið er í einn viðkvæmasta hluta líkamans, er ekki það versta, heldur eru það dagarnir á eftir. Svefnleysið, það hvernig þarf að liggja í sérstökum stellingum til að lina kvalirnar. Sviðinn þegar sárið er sótthreinsað. Allt þetta, þetta gleymist aldrei,“ segir Gísli Gissurarson, 63 ára gamall maður sem var umskorinn í æsku.

Hann segir að kvalirnar sem hann upplifði séu honum enn minnisstæðar. Hann deildi reynslu sinni með Stundinni, enda segist hann vilja leggja sitt af mörkum til að „vernda börn frá þessum ófögnuði“. 

„Varanlegt inngrip í líkama barns“

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp níu þingmanna þar sem lagt er til að bannað verði að umskera unga drengi með breytingu á 218. gr. almennra hegningarlaga. 

„Umskurður felur í sér varanlegt inngrip í líkama barns sem getur haft í för með sér mikinn sársauka, auk þess sem slíkri aðgerð fylgir hætta á sýkingum og öðrum vandamálum. Það er mat flutningsmanna að drengir sem vilja láta umskera sig af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum taki ákvörðun um slíkt þegar þeir hafa sjálfir náð aldri og þroska til þess að skilja hvað felst í slíkri aðgerð,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem vakið hefur athygli utan landsteina. 

Skömm í skólasundi

„Maður tapar tilfinningu í kynfærum og þetta hefur áhrif á alla kynferðislega reynslu. Aðgerðin og eftirköst hennar eru reynsla sem læsist inn í undirmeðvitund barnsins,“ segir Gísli um afleiðingar umskurðarins.

„Það að vera eini strákurinn sem var með afskræmd kynfæri í leikfimi og skólasundi olli því að maður forðaðist þessar greinar. Auk þess upplifir maður skömm. Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að það sé hreinlega eitthvað að mér, ekki sagt frá þessu og reynt að fela þetta.“ 

„Ég hef alltaf haft á tilfinningunni að
það sé hreinlega eitthvað að mér, ekki
sagt frá þessu og reynt að fela þetta“

Gísla hefur verið tjáð að umskurðurinn hafi verið framkvæmdur af læknisfræðilegum ástæðum. Engu að síður telur hann aðgerðina hafa haft neikvæð áhrif á líf sitt. Trúarleg rök geti ekki réttlætt að aðrir séu látnir ganga í gegnum það sama og hann. Nú sé honum efst í huga að öðrum sé hlíft við slíkum örlögum.

„Mannafórnir, limlestingar, pyntingar eiga sér enga réttlætingu og allra síst trúarlega. Trúarbrögð ættu að vera kærleikshvetjandi en ekki öfugt. Kvalarfullar aðgerðir á börnum eru óviðunandi, sérstaklega þegar varanlegur skaði hlýst af.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umskurður barna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu