Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara

„Mat á því hvað er eðli­legt í þeim efn­um er hjá þing­mann­in­um,“ seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara
Helgi Bernódusson Hafnaði því að veita Stundinni upplýsingar um dreifingu á akstursgreiðslum eftir einstaka þingmönnum, nafnlaust. Mynd: Pressphotos.biz

Þingmönnum ber sjálfum að leggja mat á hvort þeir telji rétt að rukka Alþingi um endurgreiðslu aksturskostnaðar sem tengist prófkjörum eða forvali hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Skrifstofa Alþingis tekur ekki afstöðu til þess hvað teljist eðlilegt í þeim efnum. 

„Skrifstofa Alþingis hefur ekki talið það vera í verkahring sínum að leggja mat á það hvort þingmaður á erindi á fund sem hann er til dæmis boðaður á eða hvort rétt hafi verið að hann boðaði til fundar. Slíkt verður að vera í höndum þingmannsins sjálfs,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í svari við fyrirspurn Stundarinnar um endurgreiðslu aksturskostnaðar. „Skrifstofan gerir heldur ekki mun á því hvort endurgreidd ferð er í aðdraganda prófkjörs, forvals, kjördæmisþings o.s.frv. Mat á því hvað er eðlilegt í þeim efnum er hjá þingmanninum.“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa látið Alþingi greiða aksturskostnað vegna prófkjörsbaráttu sinnar og dagskrárgerðar fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN. Þá liggur fyrir að nokkrir þingmenn hafa ekki fylgt reglu um að notast eigi við bílaleigubíl ef keyrðir eru meira en 15 þúsund kílómetrar á ári né afdráttarlausum fyrirmælum siðareglna um að þingmenn eigi að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað. 

Stundin spurði Helga Bernódusson hvort skrifstofa Alþingis hefði túlkað reglur um þingfararkostnað með þeim hætti að þingmenn ættu rétt á því að fá aksturskostnað vegna kosningabaráttu sinnar í prófkjörum endurgreiddan. Þá var spurt hvort komið hefðu upp álitamál af þessu tagi við framkvæmd reglnanna, og hver afstaða skrifstofu þingsins hefði verið í þessum efnum. 

„Það er hins vegar svo að allmikil umræða, óformleg, hefur verið um akstur í aðdraganda vals á lista, og skrifstofunni er vel kunnugt um þingmenn hafa strikað slíkar ferðir út, eða ekki gert reikning fyrir þeim, allt eftir þeirra mati,“ segir í svari Helga. Þá tekur hann fram að akstur þingmanna vegna einkaerinda komi skrifstofu Alþingis ekki við. „Í innlögðum reikningum er skýrt frá tilefni ferðar sem langoftast eru fundir sem „þingmaðurinn boðar til eða hann er boðaður á“ eins og segir í reglum. – Þess utan eiga utanbæjarmenn rétt á að fara heim til sín um helgar,“ segir Helgi. 

Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að kalla eftir úttekt skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussonar, á framkvæmd laga um þingfararkostnað. Þegar Stundin sendi öllum þingmönnum tölvupóst í fyrra með spurningum um aksturskostnað svaraði Helgi Bernódusson, og sendi svarið á alla þingmenn, á þá leið að sundurliðaðar upplýsingar um akstursgjöld þingmanna yrðu ekki gefnar upp. Þá neitaði hann einnig að gefa upp ópersónugreinanlegar upplýsingar um kostnaðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár