Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara

„Mat á því hvað er eðli­legt í þeim efn­um er hjá þing­mann­in­um,“ seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara
Helgi Bernódusson Hafnaði því að veita Stundinni upplýsingar um dreifingu á akstursgreiðslum eftir einstaka þingmönnum, nafnlaust. Mynd: Pressphotos.biz

Þingmönnum ber sjálfum að leggja mat á hvort þeir telji rétt að rukka Alþingi um endurgreiðslu aksturskostnaðar sem tengist prófkjörum eða forvali hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Skrifstofa Alþingis tekur ekki afstöðu til þess hvað teljist eðlilegt í þeim efnum. 

„Skrifstofa Alþingis hefur ekki talið það vera í verkahring sínum að leggja mat á það hvort þingmaður á erindi á fund sem hann er til dæmis boðaður á eða hvort rétt hafi verið að hann boðaði til fundar. Slíkt verður að vera í höndum þingmannsins sjálfs,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í svari við fyrirspurn Stundarinnar um endurgreiðslu aksturskostnaðar. „Skrifstofan gerir heldur ekki mun á því hvort endurgreidd ferð er í aðdraganda prófkjörs, forvals, kjördæmisþings o.s.frv. Mat á því hvað er eðlilegt í þeim efnum er hjá þingmanninum.“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa látið Alþingi greiða aksturskostnað vegna prófkjörsbaráttu sinnar og dagskrárgerðar fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN. Þá liggur fyrir að nokkrir þingmenn hafa ekki fylgt reglu um að notast eigi við bílaleigubíl ef keyrðir eru meira en 15 þúsund kílómetrar á ári né afdráttarlausum fyrirmælum siðareglna um að þingmenn eigi að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað. 

Stundin spurði Helga Bernódusson hvort skrifstofa Alþingis hefði túlkað reglur um þingfararkostnað með þeim hætti að þingmenn ættu rétt á því að fá aksturskostnað vegna kosningabaráttu sinnar í prófkjörum endurgreiddan. Þá var spurt hvort komið hefðu upp álitamál af þessu tagi við framkvæmd reglnanna, og hver afstaða skrifstofu þingsins hefði verið í þessum efnum. 

„Það er hins vegar svo að allmikil umræða, óformleg, hefur verið um akstur í aðdraganda vals á lista, og skrifstofunni er vel kunnugt um þingmenn hafa strikað slíkar ferðir út, eða ekki gert reikning fyrir þeim, allt eftir þeirra mati,“ segir í svari Helga. Þá tekur hann fram að akstur þingmanna vegna einkaerinda komi skrifstofu Alþingis ekki við. „Í innlögðum reikningum er skýrt frá tilefni ferðar sem langoftast eru fundir sem „þingmaðurinn boðar til eða hann er boðaður á“ eins og segir í reglum. – Þess utan eiga utanbæjarmenn rétt á að fara heim til sín um helgar,“ segir Helgi. 

Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að kalla eftir úttekt skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussonar, á framkvæmd laga um þingfararkostnað. Þegar Stundin sendi öllum þingmönnum tölvupóst í fyrra með spurningum um aksturskostnað svaraði Helgi Bernódusson, og sendi svarið á alla þingmenn, á þá leið að sundurliðaðar upplýsingar um akstursgjöld þingmanna yrðu ekki gefnar upp. Þá neitaði hann einnig að gefa upp ópersónugreinanlegar upplýsingar um kostnaðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár