Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara

„Mat á því hvað er eðli­legt í þeim efn­um er hjá þing­mann­in­um,“ seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar um mál­ið.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara
Helgi Bernódusson Hafnaði því að veita Stundinni upplýsingar um dreifingu á akstursgreiðslum eftir einstaka þingmönnum, nafnlaust. Mynd: Pressphotos.biz

Þingmönnum ber sjálfum að leggja mat á hvort þeir telji rétt að rukka Alþingi um endurgreiðslu aksturskostnaðar sem tengist prófkjörum eða forvali hjá stjórnmálaflokkum fyrir kosningar. Skrifstofa Alþingis tekur ekki afstöðu til þess hvað teljist eðlilegt í þeim efnum. 

„Skrifstofa Alþingis hefur ekki talið það vera í verkahring sínum að leggja mat á það hvort þingmaður á erindi á fund sem hann er til dæmis boðaður á eða hvort rétt hafi verið að hann boðaði til fundar. Slíkt verður að vera í höndum þingmannsins sjálfs,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í svari við fyrirspurn Stundarinnar um endurgreiðslu aksturskostnaðar. „Skrifstofan gerir heldur ekki mun á því hvort endurgreidd ferð er í aðdraganda prófkjörs, forvals, kjördæmisþings o.s.frv. Mat á því hvað er eðlilegt í þeim efnum er hjá þingmanninum.“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur viðurkennt að hafa látið Alþingi greiða aksturskostnað vegna prófkjörsbaráttu sinnar og dagskrárgerðar fyrir sjónvarpsstöðina ÍNN. Þá liggur fyrir að nokkrir þingmenn hafa ekki fylgt reglu um að notast eigi við bílaleigubíl ef keyrðir eru meira en 15 þúsund kílómetrar á ári né afdráttarlausum fyrirmælum siðareglna um að þingmenn eigi að tryggja að endurgreiðslur fyrir útgjöld sín séu í fullkomnu samræmi við reglur um þingfararkostnað. 

Stundin spurði Helga Bernódusson hvort skrifstofa Alþingis hefði túlkað reglur um þingfararkostnað með þeim hætti að þingmenn ættu rétt á því að fá aksturskostnað vegna kosningabaráttu sinnar í prófkjörum endurgreiddan. Þá var spurt hvort komið hefðu upp álitamál af þessu tagi við framkvæmd reglnanna, og hver afstaða skrifstofu þingsins hefði verið í þessum efnum. 

„Það er hins vegar svo að allmikil umræða, óformleg, hefur verið um akstur í aðdraganda vals á lista, og skrifstofunni er vel kunnugt um þingmenn hafa strikað slíkar ferðir út, eða ekki gert reikning fyrir þeim, allt eftir þeirra mati,“ segir í svari Helga. Þá tekur hann fram að akstur þingmanna vegna einkaerinda komi skrifstofu Alþingis ekki við. „Í innlögðum reikningum er skýrt frá tilefni ferðar sem langoftast eru fundir sem „þingmaðurinn boðar til eða hann er boðaður á“ eins og segir í reglum. – Þess utan eiga utanbæjarmenn rétt á að fara heim til sín um helgar,“ segir Helgi. 

Á fundi forsætisnefndar í morgun var ákveðið að kalla eftir úttekt skrifstofustjóra Alþingis, Helga Bernódussonar, á framkvæmd laga um þingfararkostnað. Þegar Stundin sendi öllum þingmönnum tölvupóst í fyrra með spurningum um aksturskostnað svaraði Helgi Bernódusson, og sendi svarið á alla þingmenn, á þá leið að sundurliðaðar upplýsingar um akstursgjöld þingmanna yrðu ekki gefnar upp. Þá neitaði hann einnig að gefa upp ópersónugreinanlegar upplýsingar um kostnaðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár