Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra, tók þá ákvörð­un í dag að Sif Kon­ráðs­dótt­ir, að­stoð­ar­mað­ur hans, hætti störf­um frá og með deg­in­um í dag.

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur tekið þá ákvörðun að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður hans, hætti störfum frá og með deginum í dag. „Ég óska Sif alls hins besta og þakka henni fyrir samstarfið,“ segir í tilkynningu sem Guðmundur Ingi sendi frá sér rétt í þessu. Tilkynnt var um ráðningu Sifjar þann 14. desember síðastlinn.

Sif Konráðsdóttirvar aðstoðarmaður ráðherra í um tvo mánuði.

Sif Konráðsdóttir var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. Kæran var á endanum dregin til baka eftir að annar lögmaður fór í málið og bæturnar fengust greiddar. Guðmundur Ingi sagði í viðtali við Stöð 2  þann 10. febrúar síðastliðinn að hann hefði vitað af málinu áður en Sif var ráðin til starfa og að hann bæri fullt traust til hennar. Hins vegar hafði hann þá ekki fengið staðfest að brotaþolar hafi fengið greitt beint af fjárvörslureikningum.

Þá greindi Fréttablaðið frá því í morgun að umhverfisráðherra hefði til meðferðar mál um friðun jarðar í eigu Sifjar, en friðunin gæti komið í veg fyrir lagningu Blöndulínu 2. Sif hefur barist gegn lagningu línunnar, en hún sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki telja Guðmund Inga vanhæfan í málinu. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár