Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fastanefnd Íslands svarar Evrópuráðinu sem taldi fjölmiðlafrelsi ógnað á Íslandi

„Þannig stað­festi dóm­ur­inn að rétt­ur­inn til frjálsra og lýð­ræð­is­legra kosn­inga er ná­tengd­ur rétt­in­um til frjálsr­ar tján­ing­ar, en hvort tveggja eru horn­stein­ar lýð­ræð­is­þjóð­fé­lags,“ seg­ir í bréfi fasta­nefnd­ar Ís­lands hjá Evr­ópu­ráð­inu.

Fastanefnd Íslands svarar Evrópuráðinu sem taldi fjölmiðlafrelsi ógnað á Íslandi

Fastanefnd Íslands hjá Evrópuráðinu hefur sent Evrópuráðinu bréf þar sem brugðist er við áhyggjum þess af lögbanni íslenskra stjórnvalda á fréttaflutning af fjármálum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra. 

Ísland lenti á eins konar válista Evrópuráðsins vegna ógna við fjölmiðlafrelsi þann 18. október 2017 eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti beiðni Glitnis Holdco um lögbann á umfjöllun og upplýsingamiðlun Stundarinnar og Reykjavik Media um viðskiptagjörninga þáverandi forsætisráðherra og fjölskyldu hans. Á vef Evrópuráðsins kemur fram að ógnin við fjölmiðlafrelsi stafi frá íslenska ríkinu og að  um sé að ræða atburði sem geti haft kælingaráhrif á frelsi fjölmiðla. 

Í bréfinu frá fulltrúum íslenskra stjórnvalda er fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 2. febrúar síðastliðinn.

Bent er á að dómurinn hafi hafnað lögbannskröfunni á þeim grundvelli að fréttaflutningurinn hafi ekki falið í sér brot gegn friðhelgi einkalífs, enda hafi upplýsingarnar varðað forsætisráðherra og haft mikilvæga þýðingu fyrir lýðræðislega umræðu hér á landi. 

„Vert er að athuga að í dóminum er byggt á 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og vísað til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu við mat á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsi geti talist nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Sú staðreynd að lögbannsins var krafist 12 dögum fyrir þingosningar var einnig talin hafa þýðingu í málinu. Þannig staðfesti dómurinn að rétturinn til frjálsra og lýðræðislegra kosninga er nátengdur réttinum til frjálsrar tjáningar, en hvort tveggja eru hornsteinar lýðræðisþjóðfélags.“ Tekið er fram í bréfinu að Glitnir HoldCo hafi enn kost á því að áfrýja dómnum til efra dómstigs; þannig verði lögbannið áfram í gildi á meðan beðið er endanlegrar dómsúrlausnar. 

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að lögbannsmálinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár