Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna

Stein­grími J. Sig­fús­syni fannst rétt að veita upp­lýs­ing­ar um hæstu akst­urs­gjöld þing­manna án þess að nöfn þeirra kæmu fram. Fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an var skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, Helgi Bernód­us­son, á ann­arri skoð­un og vildi ekki veita Stund­inni þess­ar upp­lýs­ing­ar. Mál­ið sýn­ir hversu ein­kenni­legt það er að upp­lýs­inga­gjöf þjóð­þings sé háð duttl­ung­um og per­sónu­legu mati ein­stakra starfs­manna þess.

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna
Skoðun Steingríms Upplýsingagjöf Alþingis um akstursgjöldin sýnir hversu einkennilegt það er að engar reglur og engin lög gildi um upplýsingagjöf þingsins. Eins og er þá er upplýsingagjöf Alþingis byggð á skoðunum og mati einstakra starfsmanna þingsins, eins og til dæmis Steingríms J. Sigfússonar sem fannst rétt að veita upplýsingarnar um hæstu akstursgjöld þingmanna á löggjafarþinginu. Mynd: Pressphotos

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, segir aðspurður í tölvupósti til Stundarinnar að það hafi verið ákvörðun hans sem forseta þingsins að við hæfi væri að birta upplýsingar um 10 hæstu akstursgjöld þingmanna frá árinu 2013. Þetta kemur fram í svari Steingríms við tölvupósti sem Stundin sendi honum og Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, á mánudaginn var.

Spurning Stundarinnar hljóðaði svona, og var í henni vísað til þess að skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, taldi að sér væri ekki heimilt að veita Stundinni upplýsingar um hæstu endurgreiðslurnar til þingmanna, án þess að nöfn þeirra kæmu, þegar blaðið spurði hann ítrekað um þessar upplýsingar síðla árs í fyrra og í byrjun þessa árs: „Af hverju vildi skrifstofa Alþingis ekki láta Stundina fá þessar ópersónugreinanlegu upplýsingar en svo veitir forseti Alþingis þessar upplýsingar þegar þingmaður biður um þær? Getið þið útskýrt þetta fyrir mér?“

„[L]íta má á svarið við fyrirspurn þingmannsins, sem er auðvitað á mína ábyrgð, sem lið í þróun í þá átt“

Hluti af stefnubreytingu Steingríms

Svar Steingríms við þessari spurningu, sem barst Stundinni í gær, er: „En því er til að svara af minni hálfu að ég hef beitt mér fyrir umræðum í forsætisnefnd síðan ég var kjörinn forseti að Alþingi auki upplýsingagjöf um þessa hluti og líta má á svarið við fyrirspurn þingmannsins, sem er auðvitað á mína ábyrgð, sem lið í þróun í þá átt. sbr. einnig tilkynningu um þessi mál frá mér til fjölmiðla í dag þessu tengda.“

Í umræddri tilkynningu frá því í gær sem Steingrímur vísaði til sagði hann frá því að hann hygðist auka upplýsingagjöf og gagnsæi í störfum Alþingis. Þar sagði meðal annars: „[T]il skoðunar hefur verið á undanförnum mánuðum, og rætt m.a. í forsætisnefnd Alþingis, að auka upplýsingagjöf um kjör og starfskostnaðargreiðslur alþingismanna þannig að aðgangur að þeim verði öllum auðveldur og þær birtar á vef þingsins. Fyrir hafa legið í drögum reglur um fyrirkomulagið og hefur í þeim efnum verið horft til þess hvernig önnur þing haga upplýsingum um þessi mál. Markmiðið er að engin leynd sé yfir neinu sem varðar almenn kjör og greiðslur til þingmanna og fullkomið gagnsæi ríki. – Þingmönnum er að auðvitað í sjálfsvald sett hvaða upplýsingum þeir koma sjálfir á framfæri um sín kjör, eins og verið hefur.“

Eftir að Steingrímur, sem forseti Alþingis, svaraði spurningu Björns Levís Gunnarssonar um hæstu innheimtu akstursgjöld þingmanna á fimmtudaginn í síðustu viku hefur komið fram opinberlega að sá þingmaður sem keyrði mest vegna vinnu sinnar í fyrra, Ásmundur Friðriksson, fékk 4,6 milljónir endurgreiddar frá Alþingi vegna þessarar keyrslu sinnar. Svar Steingríms hefur því opnað umræðuna um akstursgjöldin upp á gátt en aldrei áður hafa svo miklar upplýsingar um þessar endurgreiðslur til þingmanna verið veittar. 

Háð persónulegu mati einstakra starfsmanna

Svar Steingríms sýnir fram á það að upplýsingagjöf um starfsemi, meðal annars greiðslur til þingmanna, þjóðþings Íslendinga eru á endanum háðar persónulegu mati og kannski skoðunum einstakra starfsmanna Alþingis, hvort svo sem um er að ræða skrifstofustjóra Alþingis eða forseta Alþingis. 

Þegar Stundin reyndi að fá þessar sömu upplýsingar frá Helga Bernódussyni í fyrra, upplýsingar sem blaðið tók meðal annars fram að þyrftu ekki að vera með nöfnum viðkomandi þingmanna, var svar hans að ekki væri hægt að veita upplýsingarnar vegna þess að um væri að ræða einkamálefni þingmanna. Þá benti Helgi á að skrifstofan ætti ekki yfirlit yfir hæstu endurgreiðslur til þingmanna þar sem slík skrá hefði ekki verið unnin: „Skrifstofan hefur litið svo á að akstur þingmanna og samband þeirra við kjósendur séu einkamál þeirra og að einkahagsmunir þingmanna geti leitt til þess að takmarka verði upplýsingagjöf eins og gert er skv. 9. gr. upplýsingalaga. Hvernig og með hvaða hætti þingmenn sinna sínum kjördæmum hefur sem sagt verið talið til einkamálefna þeirra. Skrifstofan hefur því ekki látið vinna sérstaklega úr bókhaldi sínu yfirlit yfir akstur hvers og eins þingmanns til birtingar, heldur aðeins látið taka saman hver sé heildarkostnaður af akstri þingmanna skv. endurgreiddum reikningum.“ 

Fékk synjun í byrjun janúar

Stundin spurðist síðast fyrir um það í byrjun janúar síðastliðin, 2018, hvort skrifstofa Alþingis vildi ekki veita blaðinu ópersónugreinanlegar upplýsingar um hæstu endurgreiðslur til þingmanna út af aksturskostnaðinum, það er að segja án þess nöfn þingmannanna kæmu fram. 

Orðrétt sagði í tölvupósti frá blaðinu til skrifstofustjóra Alþingis: „Mér finnst einkennilegt að skrifstofa Alþingis neiti að verða við þeirri beiðni að gefa upp hversu há hæstu akstursgjöld einstakra þingmanna eru. Þá á ég ekki við að skrifstofan gefi upp nöfn þeirra. Aðeins að skrifstofan segi. Þingmaður X var með Y há akstursgjöld á síðasta kjörtímabili og svo Z á þessu. Og listi svo upp hæstu gjöldin - engin nöfn. Hvernig getur þetta verið þvert á reglurnar hjá ykkur þar sem engar persónugreinanlegar upplýsingar er að finna þarna? Með því að veita þessar upplýsingar mun skrifstofa gera sitt til að halda almenningi upplýstum um meðferð fjármuna á Alþingi - kannski er ekkert óeðlilegt á ferðinni eins og þú segir - á sama tíma og þingið stendur vörð um einkahagsmuni nafngreindra þingmanna. Ég bið því aftur um að veita Stundinni þessar upplýsingar. Ef ekki óska ég eftir rökstuðningi fyrir synjuninni sem ég mun þá birta í sérstakri umfjöllun. Mér finnst þetta ekki standast skoðun hjá þér þar sem engar persónugreinanlegar upplýsingar verða í svörunum sem ég er að biðja um.“

Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, vildi hins vegar ekki veita þessar upplýsingar og vísað til fyrri rökstuðnings um að akstur þingmanna í vinnunni, á kostnað ríkisins, væri einkamál þeirra. „Spurningu þinni er ég áður búinn að svara. Þá fylgdi rökstuðningur með,“ sagði Helgi í tölvupósti til Stundarinnar þann 2. janúar.

Stundin kærði þessa niðurstöðu Alþingis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í janúar og fékk þau svör í byrjun vikunnar að kæru blaðsins hefði verið vísað frá þar sem upplýsingalög næðu ekki til Alþingis. Þar sem nefndin starfar á grundvelli upplýsingalaga gat hún ekki tekið kæruna til efnismeðferðar af skiljanlegum ástæðum.  

Sjálfkrafa frávísunÚrskurðarnefnd um upplýsingamál vísar frá öllum kærum sem snúa að upplýsingagjöf frá Alþingi þar sem upplýsingalög ná ekki yfir starfsemi þingsins. Þetta gerðist nú í febrúar eftir að Stundin hafði kært niðurstöðu skrifstofu Alþingis að veita Stundinni ekki upplýsingar um hæstu akstursgjöld þingmanna.

Mikilvægi skýrra reglna og laga

Þessa tiltölulega skjóta afstöðubreyting Alþingis og samskipti fjölmiðla við Alþingi út af akstursgjöldunum sýna meðal annars hversu mikilvægt það er að skýrar reglur og lög verði sett um upplýsingagjöf frá Alþingi um starfsemi þingsins. Eins og er gilda engar eiginlegar reglur eða lög um þessa upplýsingagjöf og skrifstofa Alþingis, og eða forseti Alþingis, hafa getað tekið einhliða, persónulegar ákvarðanir um hvaða upplýsingar er við hæfi að birta og hvaða upplýsingar ekki. 

Engar reglu- eða lagabreytingar hafa átt sér stað varðandi hvernig upplýsingagjöf frá Alþingi skuli háttað eftir að Helgi Bernódusson synjaði beiðni Stundarinnar um upplýsingar um hæstu akstursgjöld þingmanna og þar til Steingrímur J. Sigfússon opinberaði þessar upplýsingar eftir að þingmaður bað um þær. Steingrímir virðist bara hafa fundist að það væri rétt, í nafni gagnsæis, að birta þessar upplýsingar og boðar hann enn frekari breytingar á þessu sviði á meðan skrifstofustjóri Alþingis túlkaði málið sem svo að honum væri óheimilt að veita þessar upplýsingar á grundvelli persónuverndarsjónarmiða.

Af þessu má álykta hið augljósa: Annar skrifstofustjóri Alþingis en Helgi Bernódusson hefði hugsanlega komist að annarri niðurstöðu en hann þegar Stundin bað um þessar ópersónugreinanlegur upplýsingar, síðast í byrjun síðasta mánaðar. Þá má einnig spyrja og benda á hið augljósa að annar forseti Alþingis og íhaldssamari en Steingrímur J. Sigfússon hefði hugsanlega ekki svarað spurningu Björns Levís Gunnarssonar og veitt svo ítarlegar upplýsingar um akstursgjöldin síðustu fjögur árin aftur í tímann. Af þessu sést að vegna skorts á lögum og reglum um upplýsingagjöf Alþingis þá er þessi upplýsingagjöf um starfsemi þjóðþings heils lýðræðisríkis háð mati, skoðunum og eftir atvikum duttlungum þeirra starfsmanna sem gegna ákveðnum störfum og hlutverkum innan þingsins hverju sinni en ekki hlutlægum reglum með stoð í lögum. Hið jákvæða við stöðu þessara mála er að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað að upplýsingalög muni í framtíðinni einnig ná yfir starfsemi dómstóla og eins störf Alþingis

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár