Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þekktur hægriöfgamaður boðar komu sína til Íslands

Tommy Robin­son hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir áróð­ur gegn múslim­um og bar­áttu sína fyr­ir hertri inn­flytj­enda­stefnu.

Þekktur hægriöfgamaður boðar komu sína til Íslands

Tommy Robinson, breskur þjóðernissinni og hægriöfgamaður, boðar komu sína til Íslands á Twitter. „Mér var boðið á viðburð á Íslandi næsta sumar. Get ekki beðið, enda hefur mig alltaf langað að heimsækja landið,“ skrifar hann. 

Tommy hefur gegnt forystuhlutverki í þjóðernissamtökunum The English Defence League, var um tíma varaformaður Breska frelsisflokksins og nýtur mikillar virðingar meðal rasista, múslimahatara og hægriróttæklinga í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur setið í fangelsi fyrir fjársvik og að villa á sér heimildir en jafnframt verið dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu vegna ógnandi hegðunar eftir íþróttaviðburð í heimabæ sínum, Luton. Þar rekur Tommy ljósabekkjastofu. 

Pegida-hreyfingin í Þýskalandi hefur barist gegn áhrifum múslima í Evrópu. Tommy Robinson hefur tekið þátt í að hleypa slíkri hreyfingu af stokkunum í Bretlandi.

Viðar Þorsteinsson, heimspekingur sem hefur tekið þátt í stofnun Sósíalistaflokksins, tjáir sig um komu Tommy Robinson á Facebook og hvetur fólk til að koma í veg fyrir að hann fái að láta ljós sitt skína á Íslandi.

Hann segir að samtök um ofbeldi gegn minnihlutahópum og brot á mannréttindum þeirra geti ekki sjálf ætlast til þess að fá að njóta mannréttinda á borð við funda- og tjáningarfrelsi. „Þegar þau ógna tilveru saklauss fólks með opinberum viðburðum í almannarýminu þá er það skylda allra sem vilja standa vörð um lýðræði, mannréttindi og tilvistaröryggi minnihlutahópa að stöðva slíkt með öllum ráðum. Tommy Robinson getur því átt von á mótstöðu ætli hann eða íslensk nýnasistsamtök að efna til funda hér á landi,“ skrifar hann. 

Aðdáendum Tommy Robinson líst almennt vel á fyrirhugaða Íslandsför hans, en sumir hafa áhyggjur. „Þarna var eitrað fyrir Robert Spencer. Farðu varlega,“ segir vinkona Tommys og vísar þar til þekkts múslimaandstæðings sem kom til Íslands síðasta sumar og sagði farir sínar ekki sléttar. Einn af skoðanabræðrum Tommys á Twitter býðst til að útvega honum lið vaskra manna, eins konar lífvarðasveit, sem geti fylgt honum um Ísland.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræða um rasisma

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.
Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“
Fréttir

Vill að þeir sem sýna af sér „óæski­lega hegð­un“ verði til­kynnt­ir til stjórn­valda svo hægt sé að „grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.
Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins
FréttirUmræða um rasisma

Boð­ist til að falla frá mál­sókn gegn þögn um fram­bjóð­anda Fram­sókn­ar­flokks­ins

Lög­fræð­ing­ur­inn Sæv­ar Þór Jóns­son, sem er í þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, sendi Stund­inni inn­heimtu­kröfu upp á 7,5 millj­ón­ir króna vegna birt­ing­ar mynda af Arn­þrúði Karls­dótt­ur sem Út­varp Saga not­aði til kynn­ing­ar á dag­skrárlið­um. Full­trúi Sæv­ars bauðst til þess að fall­ið yrði frá kröf­unni gegn því að Sæv­ari yrði hald­ið fyr­ir ut­an um­fjöll­un blaðs­ins um út­varps­stöð­ina.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár