Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Firrir sig ábyrgð á rannsókn sem hún stýrði

Ekki var far­ið í einu og öllu eft­ir lög­um og regl­um við rann­sókn LÖKE-máls­ins sam­kvæmt nið­ur­stöðu rík­is­sak­sókn­ara ad hoc.

Firrir sig ábyrgð á rannsókn sem hún stýrði
Annmarkar ekki refsiverðir Mál gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur var fellt niður, en annmarkarnir á lögreglurannsókn LÖKE-málsins voru ekki taldir varða við almenn hegningarlög. Mynd: RÚV

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og núverandi staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, gaf villandi mynd af þætti sínum í rannsókn LÖKE-málsins í viðtali sem birtist við hana í helgarblaði Fréttablaðsins þann 3. febrúar síðastliðinn. 

Alda steig til hliðar þegar settur héraðssaksóknari hóf rannsókn á störfum hennar í október 2016, en þá var henni gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn LÖKE-málsins. Nýlega var ákvörðun setts héraðssaksóknara um að fella málið niður staðfest af ríkissaksóknara ad hoc, Boga Nilssyni. Fram kemur í niðurstöðu Boga að ýmsir annmarkar hafi verið á rannsókn Öldu og málinu ekki verið beint í farveg til samræmis við ákvæði lögreglulaga og fyrirmæla ríkissaksóknara. Hins vegar hafi hnökrarnir ekki verið slíkir að þeir varði við 132. gr. almennra hegningarlaga um brot í starfi. 

Í viðtali Fréttablaðsins við Öldu rekur hún tildrög málsins og hvernig lögreglunni bárust gögnin sem lágu til grundvallar rannsókn LÖKE-málsins. „Ég fer því og sæki þau og fer með á Suðurnes. Þangað skila ég þeim. Í framhaldinu er haldinn fundur yfirmanna og ákveðið í samráði við ríkissaksóknara að greina málið frekar. Ég hafði engin afskipti af málinu á meðan það var í greiningu. Og sá reyndar aldrei gögnin þótt ég hefði komið þeim til skila,“ segir hún. 

Eins og fram kemur í niðurstöðum setts héraðssaksóknara, og staðfest er í niðurstöðu ríkissaksóknara ad hoc, var Alda Hrönn hins vegar stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Af sögnum málsins verður ráðið að kærða var síðan, í umboði lögreglustjórans á Suðurnesjum, í fyrirsvari þeirra þátta sakamálarannsóknar á hendur kærendum þessa máls sem fram fór á vegum lögreglustjórans á Suðurnesjum bæði áður en ríkissaksóknari tók við stjórn rannsóknarinnar og eftir það,“ segir í niðurstöðu Boga Nilssonar. Í ákvörðun setts héraðssaksóknara kemur fram að Alda hafi lagt endanlegt mat á hvaða ályktanir mætti draga af rannsókn málsins og skrifað niðurstöðukafla í greinargerð embættisins sem send var ríkissaksóknara ásamt umræddum gögnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár