Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

120 milljóna hagnaður hjá Bitcoin-fyrirtæki

Fimm starfs­menn unnu í gagna­ver­inu hjá Bit­f­ury Ice­land í fyrra, en verð á bitco­in hef­ur sveifl­ast gríð­ar­lega und­an­farna mán­uði.

120 milljóna hagnaður hjá Bitcoin-fyrirtæki
Stjórnarformaður Bitfury á Íslandi Valery Vavilov kom til Íslands á haustmánuðum 2013 í þeim tilgangi að reisa gagnaver fyrir Bitcoin-námugröft.

Félagið Bitfury Iceland skilaði hagnaði sem nemur um 120 milljónum íslenskra króna í fyrra og tæplega 240 milljóna hagnaði árið 2016. Þá voru fimm starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiðir rafeyri, bitcoin, í gagnaveri Advania í Reykjanesbæ. 

Þetta eru þær opinberu tölur sem gefnar eru upp í ársreikningum. Bitfury Iceland er í eigu hollenska eignarhaldsfélagsins Bitfury Holding B.V., en tilgangur félagsins er semsagt sá að búa til, eða grafa eftir, rafeyri sem ekki er viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill samkvæmt íslenskum lögum. Eins og bent er á í nýlegri umfjöllun á vef fjármálaráðuneytisins hafa ýmis álitaefni verið uppi í tengslum við lagalega stöðu rafmynta, svo sem hvernig skattayfirvöld geti náð til þeirra.

Bitfury hóf námugröft í gagnaverum Advania á Ásbrú í Reykjanesbæ árið 2014. Stundin fjallaði ítarlega um starfsemi félagsins árið 2015, en fram kom að forsvarsmenn Bitfury hefðu komið til Íslands á haustmánuðum 2013 í leit að samstarfsaðila til þess að reisa gagnaver sem yrði sérhannað fyrir starfsemi þeirra. Samningar náðust við hugbúnaðarfyrirtækið Advania og byggingarnar voru reistar í flýti á einum og hálfum mánuði, áður en málið hafði verið afgreitt í bæjarstjórn eða byggingarleyfi veitt.  

Verð á bitcoin hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði. Fjármálaeftirlitið vakti nýlega athygli á því í sérstakri viðvörun til almennings að engar reglur giltu á markaði með sýndarfé. „Markaður með sýndarfé sýnir skýr merki um bólumyndun þar sem verð er mjög sveiflukennt og ekki tengt undirliggjandi eignum,“ segir í tilkynningu FME.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár