120 milljóna hagnaður hjá Bitcoin-fyrirtæki

Fimm starfs­menn unnu í gagna­ver­inu hjá Bit­f­ury Ice­land í fyrra, en verð á bitco­in hef­ur sveifl­ast gríð­ar­lega und­an­farna mán­uði.

120 milljóna hagnaður hjá Bitcoin-fyrirtæki
Stjórnarformaður Bitfury á Íslandi Valery Vavilov kom til Íslands á haustmánuðum 2013 í þeim tilgangi að reisa gagnaver fyrir Bitcoin-námugröft.

Félagið Bitfury Iceland skilaði hagnaði sem nemur um 120 milljónum íslenskra króna í fyrra og tæplega 240 milljóna hagnaði árið 2016. Þá voru fimm starfsmenn í vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiðir rafeyri, bitcoin, í gagnaveri Advania í Reykjanesbæ. 

Þetta eru þær opinberu tölur sem gefnar eru upp í ársreikningum. Bitfury Iceland er í eigu hollenska eignarhaldsfélagsins Bitfury Holding B.V., en tilgangur félagsins er semsagt sá að búa til, eða grafa eftir, rafeyri sem ekki er viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill samkvæmt íslenskum lögum. Eins og bent er á í nýlegri umfjöllun á vef fjármálaráðuneytisins hafa ýmis álitaefni verið uppi í tengslum við lagalega stöðu rafmynta, svo sem hvernig skattayfirvöld geti náð til þeirra.

Bitfury hóf námugröft í gagnaverum Advania á Ásbrú í Reykjanesbæ árið 2014. Stundin fjallaði ítarlega um starfsemi félagsins árið 2015, en fram kom að forsvarsmenn Bitfury hefðu komið til Íslands á haustmánuðum 2013 í leit að samstarfsaðila til þess að reisa gagnaver sem yrði sérhannað fyrir starfsemi þeirra. Samningar náðust við hugbúnaðarfyrirtækið Advania og byggingarnar voru reistar í flýti á einum og hálfum mánuði, áður en málið hafði verið afgreitt í bæjarstjórn eða byggingarleyfi veitt.  

Verð á bitcoin hefur sveiflast gríðarlega undanfarna mánuði. Fjármálaeftirlitið vakti nýlega athygli á því í sérstakri viðvörun til almennings að engar reglur giltu á markaði með sýndarfé. „Markaður með sýndarfé sýnir skýr merki um bólumyndun þar sem verð er mjög sveiflukennt og ekki tengt undirliggjandi eignum,“ segir í tilkynningu FME.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár