Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vafasamar tengingar stærsta gagnavers landsins

Orku­frek­asta gagna­ver Ís­lands hýs­ir bitco­in-vinnslu og mun nota um eitt pró­sent af allri orku í land­inu. Starf­sem­in er fjár­mögn­uð af fyrr­um for­sæt­is­ráð­herra Georgíu, sem tengd­ur hef­ur ver­ið við spill­ing­ar­mál. Hagn­að­ur­inn skipt­ir millj­örð­um en óljóst er hvar hann birt­ist.

Advania reisti orkufrekasta gagnaver Íslands í Reykjanesbæ áður en bæjaryfirvöld höfðu samþykkt bygginguna. Gagnaverið er hannað fyrir bitcoin-vinnslu og mun nota um eitt prósent af allri orku í landinu. Starfsemin er fjármögnuð af fyrrum forsætisráðherra Georgíu og einum ríkasta manni heims. Hagnaðurinn skiptir milljörðum en óljóst er hvar hann birtist. Eitt síðasta verk fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokksins var að samþykkja framkvæmdirnar eftir á.

Enginn á vakt
Enginn á vakt Blaðamanni var tjáð að enginn væri starfandi á svæðinu eftir klukkan fjögur.

Öryggismyndavélar vakta þrjár stærðarinnar skemmur sem rísa upp úr auðninni — skammt frá fyrrum herstöð Bandaríkjahers á Miðnesheiði. Í fjarska þeysa bílar eftir Reykjanesbrautinni. Séð þaðan mætti halda að þessar þrjár bárujárnsbyggingar væru lítið annað en gamlar birgðageymslur. Þeir sem koma nær átta sig þó fljótlega á að svo er ekki. Hávaðinn í viftunum sem liggja meðfram endilöngum skemmunum ber vott um þær þúsundir tölva sem verið er að kæla innandyra. Námuvinnsla 21. aldarinnar fer fram handan veggjanna. Þar er ekki grafið eftir hefðbundnu gulli, heldur gagnagulli, nánar tiltekið Bitcoins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Orkumál

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár