Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni segir það vera Alþingis, frekar en sitt, að ákveða hvort Sigríði sé sætt á ráðherrastóli

„Tapi menn trausti get­ur það leitt til breyt­inga á skip­an ráð­herralista Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“

Bjarni segir það vera Alþingis, frekar en sitt, að ákveða hvort Sigríði sé sætt á ráðherrastóli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, lagði áherslu á það í umræðum um pólitíska ábyrgð og stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í morgun að Sigríður gegndi ráðherraembætti í umboði Alþingis. Það væri Alþingis, frekar en formanns Sjálfstæðisflokksins, að ákveða hvort Sigríði væri sætt á ráðherrastóli.

„Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meirihluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Helgi spurði hvort Bjarni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, liti svo á að seta Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn væri á hans ábyrgð. Þá benti Helgi á að ekki virtist vera pólitískur vilji fyrir því að virkja ákvæði um Landsdóm og hina lagalegu ráðherraábyrgð. „Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstvirtan dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtan fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi og bætti við: „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan fjármála- og efnahagsráðherra hvort hann sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn sé ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra síns flokks í ríkisstjórn. Ef svo er ekki, hver er þá ábyrgur fyrir því?“

Landsdómsfyrirkomulagið enn í gildi

Bjarni Benediktsson benti á að lög um Landsdóm væru sannarlega enn í gildi. „Hafi menn þá sannfæringu að rétt sé að kalla saman landsdóm skulu menn tala fyrir því. Þetta er fínn vettvangur til þess. En það er alveg undarlegt að sjá sérfræðinga og aðra segja að lögunum hafi verið kippt úr sambandi út af orðum sem hafa fallið hér,“ sagði hann og vísaði þá væntanlega til nýlegrar umfjöllunar Fréttablaðsins um tómarúm í pólitískri ábyrgð á Íslandi. „Sumir hafa verið þeirrar skoðunar að þetta sé úrelt fyrirbæri og ég er þeirrar skoðunar. Það færi vel á því að lögin væru tekin til heildstæðrar endurskoðunar og fyrirbærið landsdómur fellt niður og við færðum þau mál í annan og almennari farveg, sem sagt það hvernig ráðherrar eru dregnir til ábyrgðar. En í millitíðinni gilda lögin að sjálfsögðu.“

Þá vék Bjarni að því í hvers skjóli ráðherrar sætu í ríkisstjórn. „Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins legg ég fram tillögu í þingflokknum sem fær blessun og ég fer með hana til samstarfsflokkanna. Ég held að þannig hafi það gengið fyrir sig hjá flestum flokkum fram til þessa. Ég styð alla ráðherra í ríkisstjórninni, þá sem sitja fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og alla hina.“

Helgi Hrafn spurði hvort það breytti þá engu ef dómsmálaráðherra græfi undan nýju dómsstigi á Íslandi með lögbroti við skipun dómara. „Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“ 

„Tapi menn trausti getur það meðal
annars leitt til breytinga á skipan
ráðherralista Sjálfstæðisflokksins“

Í svörum sínum lagði Bjarni áherslu á ábyrgð þingsins og sagði Helga Hrafn ekki þurfa að horfa sérstaklega til sín. „Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir háttvirtum þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það meðal annars leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi.“ Athygli vakti að Bjarni kom Sigríði Andersen ekki sérstaklega til varnar en tók sérstaklega fram að vel gætu orðið breytingar á skipun ráðherralista Sjálfstæðisflokksins ef ráðherrar glötuðu trausti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár