Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni: Góð lífskjör meðal annars krónunni að þakka

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra bend­ir á að ríki sem hafa val­ið að deila mynt með öðr­um ríkj­um á stóru myntsvæði taka út efna­hags­sveifl­una í gegn­um avinnu­leysi.

Bjarni: Góð lífskjör meðal annars krónunni að þakka

Það er eðlilegt að íslenska krónan sveiflist í takt við þróun hagkerfisins og endurspegli þannig aukinn hagvöxt og stórfelldan uppgang ferðaþjónustunnar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði sveiflur gjaldmiðilsins að umtalsefni. „Að mínu mati er óskiljanlegt hvað atvinnurekendur eru lélegir í því að berjast fyrir stöðugum gjaldmiðli. Það liggur fyrir að ekki er hægt að búa við stöðu á krónu þar sem hún er allt of lítill gjaldmiðill í ólgusjó aðþjóðaviðskipta,“ sagði Ágúst og bætti við: „Gengisfellingar krónunnar eru aðeins leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja og skila engu nema hærri verðbólgu og lakari kjörum fyrir launafólk. Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hv. fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varinn og gengisfellingar eru jafnvel taldar til kosta hennar.“

Ágúst Ólafur Ágústssonþingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af krónunni

Spurði hann Bjarna hvort honum þætti réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þyrfti að búa við krónuna og fylgifiska hennar, háa vexti og verðtryggingu. „ Telur fjármálaráðherra að nú séu aðstæður til að hefja á ný umræðu um framtíðartilhögun gjaldmiðilsmála með hugsanlegri upptöku stöðugri gjaldmiðils á borðinu í ljósi þess að núverandi stefna gengur ekki upp?“ sagði Ágúst Ólafur.

Bjarni sagði að í ljósi kaupmáttaraukningar og launahækkana á Íslandi væri ekki nema von að á einhverjum tímapunkti væri erfitt að halda sama hraða. „Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum. Íslenska krónan hefur vissulega styrkst, en það er einmitt hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takt við það sem er að gerast í hagkerfinu. Þannig má segja að sterkari króna endurspegli það sem hefur verið að gerast hér, aukinn hagvöxt, stórfelldan uppgang ferðaþjónustunnar. Í stað þess að við tókum á móti hálfri milljón ferðamanna fyrir tíu árum síðan tökum við á móti tveimur og hálfri milljón,“ sagði hann. „Þetta eru breytingar. Það eru grundvallarbreytingar á samsetningu efnahagslífsins á Íslandi. Við þær aðstæður er ekki við öðru að búast en að gjaldmiðillinn styrkist — og það er einmitt hans hlutverk. Enda hefur Seðlabankinn sagt: Það er ekki nema von að krónan styrkist, hún er að gera nákvæmlega það sem við ætlum henni að gera.“

Þá sagði Bjarni krónuna hafa sinnt hlutverki sínu vel, bæði í hruninu og núna. „Það hefði verið til skaða ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða.“

Ágúst gat ekki tekið undir þetta. „Hvað þarf til að hæstvirtur fjármálaráðherra sjái að kostnaður vegna krónunnar er að sliga íslensk heimili og fyrirtæki? Af hverju vill fjármálaráðherra koma í veg fyrir að íslenskur almenningur geti notið góðs af stöðugum gjaldmiðli, lægri vöxtum og engri verðtryggingu? Á sama tíma sér hann ekkert athugavert við það að stórfyrirtæki og auðmenn geri upp sín mál í evrum,“ sagði hann. „Krónan er fyrir auðmenn en ekki almenning. Það er eins og maður sé að vega að lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstv. fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmunum ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur berst fyrir, það eru hagsmunir stórfyrirtækja og banka og auðmanna en ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu. Það er mikilvægt að það liggi fyrir þjóðinni hvað þetta varðar.“

„Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum avinnuleysi. Það gerðum við ekki hér á Íslandi“

Bjarni svaraði á þá leið að svo virtist sem þingmaðurinn tryði því að lífsgæði yrðu mæld í stöðugleika gjaldmiðils. „Þegar við skoðum alþjóðlega mælikvarða um það hvernig okkur gengur að tryggja góð lífskjör á Íslandi þá skipum við okkur fremst meðal þjóða. Þannig er það. Það er ekki þrátt fyrir krónuna, það er meðal annars vegna þess að við höfum okkar eigin gjaldmiðil,“ sagði Bjarni. „Ég er hins vegar enginn trúarofstækismaður í þessum efnum. Sannarlega er það svo að sum lönd hafa valið að deila mynt með öðrum á stóru myntsvæði. Það er þeirra val en við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum avinnuleysi. Það gerðum við ekki hér á Íslandi þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir að verið sé að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu og við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár