Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni: Góð lífskjör meðal annars krónunni að þakka

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra bend­ir á að ríki sem hafa val­ið að deila mynt með öðr­um ríkj­um á stóru myntsvæði taka út efna­hags­sveifl­una í gegn­um avinnu­leysi.

Bjarni: Góð lífskjör meðal annars krónunni að þakka

Það er eðlilegt að íslenska krónan sveiflist í takt við þróun hagkerfisins og endurspegli þannig aukinn hagvöxt og stórfelldan uppgang ferðaþjónustunnar. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði sveiflur gjaldmiðilsins að umtalsefni. „Að mínu mati er óskiljanlegt hvað atvinnurekendur eru lélegir í því að berjast fyrir stöðugum gjaldmiðli. Það liggur fyrir að ekki er hægt að búa við stöðu á krónu þar sem hún er allt of lítill gjaldmiðill í ólgusjó aðþjóðaviðskipta,“ sagði Ágúst og bætti við: „Gengisfellingar krónunnar eru aðeins leið til að færa fé frá almenningi til sumra fyrirtækja og skila engu nema hærri verðbólgu og lakari kjörum fyrir launafólk. Þess vegna hef ég oft furðað mig á málflutningi hv. fjármálaráðherra þar sem þessi skelfilegi gjaldmiðill sem krónan er er varinn og gengisfellingar eru jafnvel taldar til kosta hennar.“

Ágúst Ólafur Ágústssonþingmaður Samfylkingarinnar hefur áhyggjur af krónunni

Spurði hann Bjarna hvort honum þætti réttlætanlegt að íslenskur almenningur og þorri íslenskra fyrirtækja þyrfti að búa við krónuna og fylgifiska hennar, háa vexti og verðtryggingu. „ Telur fjármálaráðherra að nú séu aðstæður til að hefja á ný umræðu um framtíðartilhögun gjaldmiðilsmála með hugsanlegri upptöku stöðugri gjaldmiðils á borðinu í ljósi þess að núverandi stefna gengur ekki upp?“ sagði Ágúst Ólafur.

Bjarni sagði að í ljósi kaupmáttaraukningar og launahækkana á Íslandi væri ekki nema von að á einhverjum tímapunkti væri erfitt að halda sama hraða. „Það þýðir ekki að það sé eitthvað að gjaldmiðlinum. Íslenska krónan hefur vissulega styrkst, en það er einmitt hlutverk gjaldmiðilsins að sveiflast í takt við það sem er að gerast í hagkerfinu. Þannig má segja að sterkari króna endurspegli það sem hefur verið að gerast hér, aukinn hagvöxt, stórfelldan uppgang ferðaþjónustunnar. Í stað þess að við tókum á móti hálfri milljón ferðamanna fyrir tíu árum síðan tökum við á móti tveimur og hálfri milljón,“ sagði hann. „Þetta eru breytingar. Það eru grundvallarbreytingar á samsetningu efnahagslífsins á Íslandi. Við þær aðstæður er ekki við öðru að búast en að gjaldmiðillinn styrkist — og það er einmitt hans hlutverk. Enda hefur Seðlabankinn sagt: Það er ekki nema von að krónan styrkist, hún er að gera nákvæmlega það sem við ætlum henni að gera.“

Þá sagði Bjarni krónuna hafa sinnt hlutverki sínu vel, bæði í hruninu og núna. „Það hefði verið til skaða ef krónan hefði ekki styrkst við þær breytingar sem eru að verða.“

Ágúst gat ekki tekið undir þetta. „Hvað þarf til að hæstvirtur fjármálaráðherra sjái að kostnaður vegna krónunnar er að sliga íslensk heimili og fyrirtæki? Af hverju vill fjármálaráðherra koma í veg fyrir að íslenskur almenningur geti notið góðs af stöðugum gjaldmiðli, lægri vöxtum og engri verðtryggingu? Á sama tíma sér hann ekkert athugavert við það að stórfyrirtæki og auðmenn geri upp sín mál í evrum,“ sagði hann. „Krónan er fyrir auðmenn en ekki almenning. Það er eins og maður sé að vega að lóunni þegar maður efast um gildi krónunnar. Svör hæstv. fjármálaráðherra sýna svart á hvítu hvaða hagsmunum ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur berst fyrir, það eru hagsmunir stórfyrirtækja og banka og auðmanna en ekki almennings og venjulegra fyrirtækja í landinu. Það er mikilvægt að það liggi fyrir þjóðinni hvað þetta varðar.“

„Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum avinnuleysi. Það gerðum við ekki hér á Íslandi“

Bjarni svaraði á þá leið að svo virtist sem þingmaðurinn tryði því að lífsgæði yrðu mæld í stöðugleika gjaldmiðils. „Þegar við skoðum alþjóðlega mælikvarða um það hvernig okkur gengur að tryggja góð lífskjör á Íslandi þá skipum við okkur fremst meðal þjóða. Þannig er það. Það er ekki þrátt fyrir krónuna, það er meðal annars vegna þess að við höfum okkar eigin gjaldmiðil,“ sagði Bjarni. „Ég er hins vegar enginn trúarofstækismaður í þessum efnum. Sannarlega er það svo að sum lönd hafa valið að deila mynt með öðrum á stóru myntsvæði. Það er þeirra val en við höfum séð afleiðingar þess á undanförnum árum. Þá taka menn efnahagssveifluna út í gegnum avinnuleysi. Það gerðum við ekki hér á Íslandi þannig að það er alrangt sem háttvirtur þingmaður segir að verið sé að níðast á íslenskum almenningi og hinum venjulega íslenska borgara með því að við höldum úti okkar eigin gjaldmiðli. Þvert á móti hefur okkur tekist að koma fólki í skjól, tryggja því atvinnu og við höfum síðan á grundvelli okkar eigin gjaldmiðils byggt upp framúrskarandi lífskjör.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár