Hávært ákall er uppi meðal hagsmunasamtaka fyrirtækja og fjárfesta um stóraukna aðkomu einkaaðila að uppbyggingu innviða á Íslandi. Krafan um það sem ýmist er kallað einkaframkvæmd, einkafjármögnun eða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. private-public partnership) heyrist ekki síst frá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og Samtökum iðnaðarins, en slíkt fyrirkomulag lýsir sér þannig að hið opinbera felur einkafyrirtækjum að hanna, fjármagna, byggja og reka mannvirki í tiltekinn tíma. Í tilviki vegagerðar og samgöngumannvirkja er stofnkostnaðurinn oft greiddur upp með veggjöldum yfir margra ára tímabil.
GAMMA hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni fyrir því að ríkið hleypi einkaaðilum að uppbyggingu og rekstri samfélagsinnviða. Í nóvember 2016 gaf fyrirtækið út skýrslu um innviðafjárfestingar á Íslandi þar sem því er haldið fram að uppsöfnuð fjárfestingaþörf í innviðum sé svo gríðarleg – um 230 milljarðar – að vart verði við unað án þess að „hleypa stofnanafjárfestum inn í slík verkefni“ eins og forstjórinn …
Athugasemdir