Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sultuslakt reggí, fyndnir Skotar og fróðleiksfúsir forsætisráðherrar

Úr­val tón­leika, sýn­inga og við­burða 9.–22. fe­brú­ar.

Sultuslakt reggí, fyndnir Skotar og fróðleiksfúsir forsætisráðherrar

Hjálmar

Hvar? Græni Hatturinn, Akureyri
Hvenær? 9. & 10. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Það eru komin 14 ár síðan Hjálmar stigu fyrst á svið og buðu fram einstaka samblöndu sína af hljóðheimi Jamaíku og Íslands, sem hefur verið áhrifavaldur fyrir sveitir eins og Ojba Rasta og Amabadama. Hjálmar hafa ekki gefið út nýja plötu í sjö ár, þannig að gestir ættu ekki að gera ráð fyrir því að heyra eitthvað nýtt, aðeins ljúfa og sultuslaka tóna.

Hatari x Kraftgalli

Hvar? Stúdentakjallarinn
Hvenær? 9. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Magnaða gjörningapönks-hljómsveitin Hatari – sem tæklar gjarnan tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni – býður fólki á ókeypis tónleika í boði Landsbankans og Félagsstofnun Stúdenta. Með þeim í för verður Kraftgalli,  nýjasta raftónlistarverkefni Arnljóts Sigurðssonar.

Scotch on Ice

Hvar? Gamla bíó og Harpa
Hvenær? 9. & 10. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr. og 7.990 kr.

Á þessari hátíð sameina uppistandarar frá Íslandi, Bretlandseyjum, og víðar krafta sína til að berjast gegn myrkrinu með hlátri að vopni. Auk Íslendinga eins og Bylgju Babýlóns og Ara Eldjárn koma fram Jojo Sutherland, Liam Withnail, Tom Stade, og fleiri. Einnig er hægt að styrkja valdeflingarfélagið Hugarafl með miðakaupunum.

Stereo Hypnosis, Christopher Chaplin, & Snorri Ásmundsson

Hvar? Mengi
Hvenær? 10. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Íslenska tvíeykið Stereo Hypnosis og breska tónskáldið Christopher Chaplin spiluðu saman á Extreme Chill tónlistarhátíðinni í fyrra, en þremenningarnir ætla á ný að spinna saman tilraunakennda raftónlist á þessum tónleikum. Þeim til liðsaukar verður gjörningarlistamaðurinn Snorri Ásmundsson.

Ástarsögur í Hannesarholti

Hvar? Hannesarholt
Hvenær? 15. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Katrín Jakobsdóttir ber marga hatta og kemur gjarnan fram í fjölmiðlum sem þingmaður, formaður VG, og nú sem forsætisráðherra, en á þessu kvöldi mun hún bera annan og eldri hatt, sem bókmenntafræðingur. Hún mun rýna í íslenskar ástarsögur, þar á meðal „Pilt og stúlku“ og „Mann og konu“ eftir Jón Thoroddsen.

Valdimar

Hvar? Húrra
Hvenær? 15. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Viðkunnanlega keflvíska hljómsveitin, Valdimar, ratar á mölina þar sem hún mun flytja bæði þekktari slagara og svo nýtt efni. Tilfinningaríka hljómsveitin er að eigin sögn að vinna að þriðju breiðskífu sinni og búast má við því að heyra óheyrð lög.

Í svörtum fötum

Hvar? Hard Rock
Hvenær? 15. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.990 kr.

Það eru komin 18 ár síðan að Í svörtum fötum fangaði tíðaranda byrjunar 21. aldarinnar með samkenndarlaginu „Nakinn“. Hljómsveitin gaf út fjórar breiðskífur áður en að alt-rock stefnan leið undir lok og meðlimir sveitarinnar fóru að sinna öðrum erindum, en á nokkurra ára fresti koma þeir saman til að fagna þessu hverfula tímabili.

Dr. Spock útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 16. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Háværa rokksveitin Dr. Spock hefur spilað á ógrynni af tónleikum, en tók sér pásu í nokkur ár á meðan annar söngvarinn hætti sér á svið stjórnmála. Nú þegar hann er laus aftur hefur hljómsveitin unnið hörðum höndum við að ljúka nýjustu plötu sinni, „Leður“, sem mun án efa vekja áhuga eldri rokkurum landsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár