Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Þrátt fyr­ir ákvæði laga um stöðu ís­lenskr­ar tungu og mál­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins skil­ar Hann­es Hólm­steinn skýrslu sinni á ensku. Veru­leg­ar taf­ir hafa orð­ið á birt­ingu skýrsl­unn­ar.

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Guðrún Kvaran, formaður íslenskrar málnefndar, segir ótækt að skýrsla sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor hefur unnið að fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið frá 2014 sé skrifuð á ensku. Slíkt gangi í berhögg við 8. gr. laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en þar er skýrt kveðið á um að íslenska sé mál Alþingis, dómstóla og stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga. 

Mbl.is greindi frá því í dag að birtingu Hannesarskýrslunnar hefði enn einu sinni verið frestað, en samkvæmt samningi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands árið 2014 átti skýrslan að koma út árið 2015. Hannes fær 10 milljónir frá hinu opinbera fyrir skýrslugerðina, en rannsókn hans lýtur að „erlendum áhrifaþáttum bankahrunsins“.

Hannes var einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun og hefur fullyrt að tvær meginskýringarnar á íslenska bankahruninu séu þær að Bandaríkjamenn neituðu Íslendingum um hjálp á ögurstundu og að „Bretar stuðluðu beinlínis að falli bankanna“. Þessi söguskýring er gjörólík þeim niðurstöðum sem birtust í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins árið 2010, en þar er einkum fundið að viðskiptaháttum og örum útlánavexti íslensku bankanna og veiku eftirliti íslenskra stjórnvalda með fjármálakerfinu. 

Skýrsla Hannesar Hólmsteins er um 315 blaðsíður að lengd og skrifuð á ensku.

Guðrún Kvaran, formaður íslenskrar málnefndar, bendir á að íslenska er mál stjórnvalda samkvæmt lögum. Það gildi um skýrslur sem ritaðar eru fyrir ráðuneyti. „Skýrsla á ensku er því ótæk. Hún á að vera skrifuð á íslensku en þýdd yfir á ensku ef þörf krefur,“ segir hún í samtali við Stundina.

Þá vísar Guðrún til málstefnu Stjórnarráðs Íslands, en þar kemur fram að allt útgefið efni á vegum stjórnarráðsins skuli vera á íslensku. Þetta eigi meðal annars við um skýrslur, greinar, fréttir og fréttatilkynningar sem varða mikilvæga hagsmuni Íslands. Forsætisráðherra ber ábyrgð á mótun málstefnunnar samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands og fer forsætisráðuneytið með mál er varða málstefnuna samkvæmt forsetaúrskurði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár