Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Uppfært: Stjórnmálaflokkarnir greiddu sjálfir fyrir myndskreytingarnar

Fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra hélt ut­an um myndskreyt­ing­ar á stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hjá aug­lýs­inga­stof­unni Hvíta hús­inu.

Uppfært: Stjórnmálaflokkarnir greiddu sjálfir fyrir myndskreytingarnar
Nýmæli að sáttmálar séu myndskreyttir Sigtryggur Magnason, sem hélt utan um verkefnið, sagðist ekki vita til þess að stjórnarsáttmálar á Íslandi hefðu áður verið myndskreyttir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn greiddu sjálf fyrir myndskreytingar á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Sigtryggur Magnason hélt utan um verkefnið fyrir hönd Hvíta hússins, en hann var aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Í dag starfar hann sem hugmyndasmiður hjá Hvíta húsinu. 

Stundin greindi frá því í morgun auglýsingastofan Hvíta húsið hefði fengið rúmar 1,3 milljónir króna frá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum á vefnum www.opnirreikningar.is greiddi forsætisráðuneytið Hvíta húsinu alls 1.353.910 krónur þann 29. desember síðastliðinn. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Hvíta húsinu, staðfesti í samtali við Stundina í gær að myndskreyting sáttmálans sé eina verkefnið sem stofan hefur unnið fyrir forsætisráðuneytið. Gísli hafði hins vegar aftur samband við Stundina í dag og fullyrti að stjórnmálaflokkarnir þrír hafi fengið reikning fyrir myndskreytingunni, en ekki forsætisráðuneytið. Reikningurinn á vefnum Opnirreikningar.is sé hins vegar vegna verkefnis í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fréttin hefur því verið uppfærð.

Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á því að rangar upplýsingar birtust í fyrstu útgáfu fréttarinnar.

Í samtali við RÚV á dögunum sagðist Sigtryggur ekki vita til þess að stjórnarsáttmálar á Íslandi hefðu áður verið myndskreyttir. Um er að ræða alls átta myndir sem fanga innihald sáttmálans. Teymið sem sá um framsetninguna sagði nútímalegt að myndskreyta stjórnarsáttmála og að framsetningin væri til marks um að við lifðum í sífellt sjónrænni heimi og vildum bæta léttleika inn á svið sem eru of þurr og tyrfin fyrir. Myndskreyttur sáttmáli væri þannig til marks um nýja tíma. 

Fram kom að auglýsingastofan hefði fengið knappan tíma til þess að leysa verkefnið. Það hefði komið inn á borð hennar eftir hádegi á mánudagi og teymið þurft að skila af sér verkefninu um miðjan dag á miðvikudegi. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynntur fimmtudaginn 30. nóvember síðastliðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár