Ég vil vekja athygli á DV uppslætti á vefnum, frá 8. janúar, þar sem Hermann Stefánsson rithöfundur fabúlerar um mig og listsköpun mína. Það verður að segjast eins og er, að ég kannast ekki við sjálfan mig í þessum skrifum Hermanns S. Þetta eru ekki fögur ummæli sem hann hefur um mig og skáldskap minn í þessum vefuppslætti, og mér er til efs að talað hafi verið jafn afdráttarlaust niður til mín, á minni lífsfæddri ævi. Hermann þekkir mig ekki að nokkru marki, hefur sjálfsagt aldrei kært sig um að kynnast mér, en styðst greinilega við upploginn kjaftaþvætting, að viðbættri súrblandinni eigin skoðun um persónu mína, sömuleiðis reist á grunni upploginna kjaftasagna. Hermann fellst á að ég eigi að fá ritlaun, en auðvitað var honum það nauðugur einn kostur, ekki hefði hann kært sig um að vera þekktur fyrir þá hrokafullu yfirlýsingu, að ég ætti engin ritlaun skilið – sem í raun getur alveg eins verið hans skoðun! Hann hefur engar forsendur til að leggja dóm á ritverk mín – hann hefur ekki kynnt sér þau að neinu ráði. Og að ég búi mig undir að gera usla á netinu með „rugli“ er vægast sagt hæpin staðhæfing. Hvað hann kallar rugl, er hans mál, en frómt frá sagt er ég ekki þekktur fyrir að fara með rugl á netinu. Og þetta: „Að mér liggi eitthvað á hjarta“. Það er nú akkúrat það. Hermann Stefánsson, sem sjálfsagt lítur á sjálfan sig sem „alvöru rithöfund“ sem eigi erindi við heiminn, er þarna að gefa í skyn að mín ritstörf séu „hnútar í sálarlífinu sem ég finni mig í að höggva á“, að ritstörf mín þjóni aðeins sjálfum mér, en séu ekki það, sem hann og aðrir íslenskir „alvöru“ höfundar séu að fást við – ritverk sem þjóni almanna-hagsmunum, ekki það sem minn skáldskapur er, hugfróun örvinglaðs manns. Ja, svei, segi ég nú bara! Sem leiðréttingu við ranghugmyndum Hermanns, og þeirra, sem í villu síns svima vaða um ritstörf mín, þá er skáldskapur minn byggður fastmótaðri hugmyndfræði. Þá leyfir Hermann sér að tala um ljóðagerð mína sem „brokkgenga“. Þessu mótmæli ég harðlega, brokkgengur þýðir í íslensku máli að vera taktlaus, og það kannast ég ekki við í mínum ljóðum, sem þvert á móti eru í líkingu við taktbundna rammíslenska hefð fornkvæða. Ég veit ekki hvort hann hefur lesið frásögnina af lífshlaupi mínu „Hin hálu þrep“, en það fullyrði ég, að í þeirri bók fer fyrir meiri stílsnilli, en hann ræður við. Mitt líf og minn skáldskapur er annars ekkert til að hafa að skotspóni fyrir opnum tjöldum, ekkert fyrir ritsóða að velta sér uppúr, eins og H.S. gefur sig út fyrir að vera, í þessum umrædda pistli á D.V. vefnum – en venjulega er Hermann S. prúður penni, að minnsta kosti í eigin ritverkum.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Bjarni Bernharður Bjarnason
Hvað mér liggur á hjarta, Hermann Stefánsson!

Listamaðurinn og skáldið Bjarni Bernharður svarar rithöfundinum Hermanni Stefánssyni í umræðu um hugsanleg listamannalaun til hins fyrrnefnda og háðska áeggjan þess síðarnefnda þar að lútandi.

Mest lesið

1
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

2
Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.

3
Fjárlagafrumvarp í hnotskurn: Bein áhrif á heimili 18 milljarðar
Raforkuverð mun hækka þvert á öll heimili samkvæmt nýju fjármálafrumvarpi. Heimili landsins axla 64 prósent byrðanna af breytingum á sköttum og gjöldum gangi frumvarpið eftir.

4
Eftir að ráða í á annað hundrað stöðugilda í skólum Reykjavíkur
Í Reykjavík eru 39 grunnstöðugildi í leikskólum, 46,9 stöðugildi í grunnskólum og 79 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum enn laus. Staða ráðninga er þó betri en í fyrra.

5
Bilið breikkar á milli tekjuhópa á húsnæðismarkaði
Tekjuhærra ungu fólki gengur betur að eignast húsnæði en bilið milli þeirra og tekjulægra ungs fólks hefur aukist. Fólk flýr í verðtryggð lán vegna hárra vaxta og fleiri „njóta aðstoðar“ við fyrstu kaup.

6
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
Varaseðlabankastjóri segir bankann gera ráð fyrir að verðbólga hækki aftur áður en hún lækkar. Spár Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgumarkmið náist á fyrri hluta 2027. Launahækkanir sem tryggðar voru í síðustu kjarasamningum hafi gegnt lykilhlutverki í því að viðhalda innlendum hluta verðbólgunnar.
Mest lesið í vikunni

1
Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks
Ellefu manns sóttu um stöðu ritstjóra fréttaskýringaþáttsins Kveiks. Þar af drógu þrír umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnbirtingu.

2
Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Heimildin skrifaði upp umræður Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78. Snorri talaði mun meira en viðmælandi sinn og þáttarstjórnandi til samans, en kvartar á sama tíma yfir þöggun sem hann er beittur.

3
Borgþór Arngrímsson
Vilja fleiri kistur en færri duftker
Margir danskir kirkjugarðar eru í fjárhagskröggum. Breyttir greftrunarsiðir valda því að tekjur garðanna hafa minnkað og duga ekki fyrir rekstrinum.

4
Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður eftirlits með fjárfestingasjóði sem unnusta hans stýrir. Seðlabankinn segir málið hafa verið skoðað og engar vísbendingar séu um að hann hafi miðlað til hennar upplýsingum.

5
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

6
Prófessor í læknisfræði hlynntur sniðgöngu ísraelskra háskóla en andvígur mótmælaaðgerð
Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, segist hlynntur sniðgöngu á ísraelskum háskólum. Hann gagnrýnir hinsvegar mótmælaaðgerðir sem beindust að ísraleskum prófessor.
Mest lesið í mánuðinum

1
Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið
Sigurður Elías Guðmundsson, sem er tekjuhæstur á Suðurlandi, minnir á að mikill tími fari í farsæla uppbyggingu á rekstri og því fylgi miklar fórnir einnig. Þannig hafi reksturinn kostað hann hjónabandið.

2
Sif Sigmarsdóttir
Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
Skyndilega kom maður aðvífandi. Ógnandi í fasi hóf hann að berja í bílinn af afli.

3
Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Baráttan á Alþingi um veiðigjöldin varð til þess að tekjur ríkisins hækka um nokkra milljarða á ári. Útgerðarkóngar toppa Hátekjulistann um land allt, sumir með milljarða í tekjur hver. Sex fjölskyldur eiga um helming kvótans og gróðinn streymir í óskyldar greinar og til næstu kynslóða.

4
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.

5
Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Listdansarinn og sagnfræðingurinn Ingibjörg Björnsdóttir er einn af tekjuhærri Hafnfirðingum ársins. Hún segist lítið velta peningum fyrir sér og hefur nýlokið bráðmerkilegu sagnfræðiriti um listdanssögu á Íslandi.

6
Átta íbúar með samanlagðan milljarð í tekjur í Vík í Mýrdal
Átta íbúar í Mýrdalshreppi eru á Hátekjulista Heimildarinnar, þar á meðal skattakóngur Suðurlands.
Athugasemdir