Ég vil vekja athygli á DV uppslætti á vefnum, frá 8. janúar, þar sem Hermann Stefánsson rithöfundur fabúlerar um mig og listsköpun mína. Það verður að segjast eins og er, að ég kannast ekki við sjálfan mig í þessum skrifum Hermanns S. Þetta eru ekki fögur ummæli sem hann hefur um mig og skáldskap minn í þessum vefuppslætti, og mér er til efs að talað hafi verið jafn afdráttarlaust niður til mín, á minni lífsfæddri ævi. Hermann þekkir mig ekki að nokkru marki, hefur sjálfsagt aldrei kært sig um að kynnast mér, en styðst greinilega við upploginn kjaftaþvætting, að viðbættri súrblandinni eigin skoðun um persónu mína, sömuleiðis reist á grunni upploginna kjaftasagna. Hermann fellst á að ég eigi að fá ritlaun, en auðvitað var honum það nauðugur einn kostur, ekki hefði hann kært sig um að vera þekktur fyrir þá hrokafullu yfirlýsingu, að ég ætti engin ritlaun skilið – sem í raun getur alveg eins verið hans skoðun! Hann hefur engar forsendur til að leggja dóm á ritverk mín – hann hefur ekki kynnt sér þau að neinu ráði. Og að ég búi mig undir að gera usla á netinu með „rugli“ er vægast sagt hæpin staðhæfing. Hvað hann kallar rugl, er hans mál, en frómt frá sagt er ég ekki þekktur fyrir að fara með rugl á netinu. Og þetta: „Að mér liggi eitthvað á hjarta“. Það er nú akkúrat það. Hermann Stefánsson, sem sjálfsagt lítur á sjálfan sig sem „alvöru rithöfund“ sem eigi erindi við heiminn, er þarna að gefa í skyn að mín ritstörf séu „hnútar í sálarlífinu sem ég finni mig í að höggva á“, að ritstörf mín þjóni aðeins sjálfum mér, en séu ekki það, sem hann og aðrir íslenskir „alvöru“ höfundar séu að fást við – ritverk sem þjóni almanna-hagsmunum, ekki það sem minn skáldskapur er, hugfróun örvinglaðs manns. Ja, svei, segi ég nú bara! Sem leiðréttingu við ranghugmyndum Hermanns, og þeirra, sem í villu síns svima vaða um ritstörf mín, þá er skáldskapur minn byggður fastmótaðri hugmyndfræði. Þá leyfir Hermann sér að tala um ljóðagerð mína sem „brokkgenga“. Þessu mótmæli ég harðlega, brokkgengur þýðir í íslensku máli að vera taktlaus, og það kannast ég ekki við í mínum ljóðum, sem þvert á móti eru í líkingu við taktbundna rammíslenska hefð fornkvæða. Ég veit ekki hvort hann hefur lesið frásögnina af lífshlaupi mínu „Hin hálu þrep“, en það fullyrði ég, að í þeirri bók fer fyrir meiri stílsnilli, en hann ræður við. Mitt líf og minn skáldskapur er annars ekkert til að hafa að skotspóni fyrir opnum tjöldum, ekkert fyrir ritsóða að velta sér uppúr, eins og H.S. gefur sig út fyrir að vera, í þessum umrædda pistli á D.V. vefnum – en venjulega er Hermann S. prúður penni, að minnsta kosti í eigin ritverkum.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.
Bjarni Bernharður Bjarnason
Hvað mér liggur á hjarta, Hermann Stefánsson!
Listamaðurinn og skáldið Bjarni Bernharður svarar rithöfundinum Hermanni Stefánssyni í umræðu um hugsanleg listamannalaun til hins fyrrnefnda og háðska áeggjan þess síðarnefnda þar að lútandi.
Mest lesið
1
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
Á meðan að öfgamenn og nýnasistar víða um heim upplifa valdeflingu og viðurkenningu og fagna ankannalegri kveðju Elons Musks spyr fyrrverandi forsætisráðherra Íslands hvort íslenskir fjölmiðlar ætli í alvöru að flytja þá falsfrétt að handahreyfing sem leit út eins og nasistakveðja, frá manni sem veitir öfgafullum sjónarmiðum vængi flesta daga, hafi verið nasistakveðja.
2
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
Hin viðurstyggilega nasistakveðja Elons Musks daginn sem Donald Trump var settur í embætti hefur að vonum vakið mikla athygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðjuna lét Musk flakka úr ræðustól sem var rækilega merktur forseta Bandaríkjanna. Hin fasíska tilhneiging margra áhangenda Trumps hefur aldrei fyrr birst á jafn augljósan hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
3
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
Embættistaka Donalds Trumps vekur upp spurningar sem við Íslendingar þurfum að hugsa alla leið, meðal annars í ljósi yfirlýsinga hans gagnvart Grænlandi og Kanada, segir Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi. Hann kveðst einnig hafa „óþægindatilfinningu“ gagnvart því að vellauðugir tæknibrósar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með framkvæmdavaldið í langvoldugasta ríki heims.
4
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði öllum kæruliðum Birkis Kristinssonar vegna málsmeðferðar fyrir íslenskum dómstólum. Birkir var dæmdur til fangelsisvistar í Hæstaréttið árið 2015 vegna viðskipta Glitnis en hann var starfsmaður einkabankaþjónustu hans. MDE taldi íslenska ríkið hins vegar hafa brotið gegn rétti Jóhannesar Baldurssonar til réttlátrar málsmeðferðar.
5
Ný samtök gegn kynbundu ofbeldi
Markmið nýrra samtaka gegn kynbundnu ofbeldi er að vinna að réttlátara réttarkerfi og auka vitund í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum. Ólöf Tara Harðardóttir, ein stjórnarkvenna í Vitund, segir feminíska baráttu geta verið bæði erfiða og skemmtilega.
6
Kolefnisföngun knúin áfram af ótta og græðgi
Ástralir eru ekki hrifnir af kolefnisföngunar- og förgunartækninni eða CCS tækninni eins og hún er skammstöfuð á ensku. Í Ástralíu er því haldið fram að hún sé notuð til þess að grænþvo gas- og olíufyrirtæki.
Mest lesið í vikunni
1
Tobba Marinósdóttir
Fengitíminn löngu liðinn
Tobba Marinósdóttir er orðin klár. „Klár í að láta það laskaða dæma sig sjálft.“
2
Sett á lyf sem reyndust hættuleg
Ásta Þórdís Skjalddal gekk í 25 ár á milli lækna þar til hún fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. Aftur og aftur var hún sett á lyf við sjúkdómi sem hún var ekki með. Í tvígang voru lyfin sem hún var á tekin úr sölu því þau voru talin hættuleg heilsu fólks. „Það var enginn sem hlustaði,“ segir Ásta.
3
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
Enginn þeirra karlmanna sem komu á heimili þroskaskertrar konu til að hafa kynmök við hana var ákærður. Þó hafði enginn þeirra fengið samþykki hennar. Sálfræðingur segir hana hafa upplifað sjálfsvígshugsanir á þessu tímabili. Óútskýrðar tafir á lögreglurannsókn leiddu til mildunar refsingar yfir Sigurjóni Ólafssyni, fyrrverandi yfirmanni konunnar.
4
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Fyrir fáeinum dögum birti vefritið Science Alert fregn um rannsókn, sem raunar var gerð árið 2022, en hefur ekki farið hátt fyrr en nú. Hér er frásögn Science Alert. Rannsakaður var örlítill demantur sem fundist hafði í demantanámu í ríkinu Bótsvana í suðurhluta Afríku. Hér er sagt frá þeirri rannsókn í vefritinu Nature.com. Í ljós kom að demanturinn hafði myndast...
5
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
Fyrsta barnið í yfir þrjá áratugi fæddist á Seyðisfirði í dag eftir snjóþunga nótt þar sem Fjarðarheiðin var ófær. Varðskipið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móðurina á Neskaupsstað. „Þetta er enn ein áminningin um öryggisleysið sem við búum við,“ segir nýbökuð móðirin.
6
Sif Sigmarsdóttir
Nauðgunargengi norðursins
Fórnarlömbin voru stúlkur með veikan félagslegan bakgrunn sem sneru ítrekað aftur í faðm ofbeldismannanna.
Mest lesið í mánuðinum
1
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
Fyrirætlanir Carbfix eru mun umfangsmeiri en fram hefur komið. Stefnt er að því að dæla niður allt að 4,8 milljónum tonna af koldíoxíði (CO2) og fyrirtækið vonast til þess að velta hátt í þrjú hundruð milljörðum á fullum afköstum. Það er hærri upphæð en stærsta fyrirtæki landsins veltir í dag. Á meðal viðskiptavina er fyrirtæki sem framdi glæp gegn mannkyni og vill dæla niður CO2 á Íslandi.
2
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
Ingibjörg Dagný Ingadóttir, móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, opnar sig um andlát dóttur sinnar. Hún segir kerfin hafa brugðist barnsföður sínum, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið dóttur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tekið meðvitaða ákvörðun um að gera svona lagað“.
3
Tobba Marinósdóttir
Fengitíminn löngu liðinn
Tobba Marinósdóttir er orðin klár. „Klár í að láta það laskaða dæma sig sjálft.“
4
Sett á lyf sem reyndust hættuleg
Ásta Þórdís Skjalddal gekk í 25 ár á milli lækna þar til hún fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. Aftur og aftur var hún sett á lyf við sjúkdómi sem hún var ekki með. Í tvígang voru lyfin sem hún var á tekin úr sölu því þau voru talin hættuleg heilsu fólks. „Það var enginn sem hlustaði,“ segir Ásta.
5
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
Mánuðum saman þurfti Hrund Ólafsdóttir að grátbiðja lækni um að senda Sigrúnu, dóttur hennar, í myndatöku vegna alvarlegra veikinda sem voru skilgreind sem mígreni. „Barnið bara kvaldist og kvaldist og kvaldist og kvaldist.“ Þegar hún loks fékk ósk sína uppfyllta kom í ljós fimm sentímetra stórt æxli í litla heila Sigrúnar.
6
Söguleg stund í Danmörku
Þeir Danir sem settust við sjónvarpstækin klukkan sex á gamlársdag sáu strax að eitthvað var breytt. Friðrik konungur kom gangandi inn í móttökuherbergið, settist við borð og hóf lesturinn. Þetta var söguleg stund. Í fyrsta sinn sem nýr konungur ávarpaði dönsku þjóðina í nýársávarpi.
Athugasemdir