Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eigandi Morgunblaðsins býður sig fram til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn

Ey­þór Arn­alds, sem á um fjórð­ung í Morg­un­blað­inu, býð­ur sig fram í odd­vita­sæt­ið fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Reykja­vík. Hann vill efla lestr­arkunn­áttu barna og berj­ast gegn borg­ar­línu.

Eigandi Morgunblaðsins býður sig fram til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn
Eyþór Arnalds Keypti nýverið allan hlut sjávarútvegsrisans Samherja í útgáfufélagi Morgunblaðsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eyþór Arnalds, eigandi um fjórðungshlutar í útgáfufélagi Morgunblaðsins, hefur tilkynnt að hann vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Eyþór vill setja á oddinn andstöðu gegn borgarlínu, nýju almenningssamgöngukerfi sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um. Auk þess vill hann efla lestrarkunnáttu barna. 

„Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Reykvísk börn eiga betra skilið. Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa nú þegar búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar,“ segir Eyþór í framboðstilkynningu sinni á Facebook.

Þá lýsir hann sig andsnúinn þéttingu byggðar og segir hana hafa leitt til dreifðari byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór var áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Þá var hann fenginn af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins til þess að gera úttekt á Ríkisútvarpinu. 

Eyþór hefur fengið stuðningsyfirlýsingu frá Frosta Sigurjónssyni, sem einnig hafði verið skorað á til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn, vegna andstöðu hans við nýjar almenningssamgöngur. „Frábært! Þú munt verða Reykjavík til mikils sóma sem borgarstjóri. Gangi þér allt í haginn,“ segir Frosti við færslu Eyþórs.

Víða með hagsmuni

Einkahlutafélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs, hagnaðist um 60 milljónir árið 2016. Þá er Eyþór eigandi að ferðaþjónustufyrirtækinu Special Tours, sem starfrækt er frá Reykjavíkurhöfn. Fyrirtækið keypti fyrr á árinu hvalasýningu á Granda í Reykjavík.

Þess að auki var hann einn af leiðandi aðilum við stofnun kísilverksmiðju Thorsil í Reykjanesbæ. Þá hefur hann stundað töluverð viðskipti tengd virkjunum.

Eyþór, þáverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, keypti virkjanakost við Hagavatn ásamt viðskiptafélögum sínum á 34 milljónir króna árið 2011. Á sama tíma vann hann að því sem kjörinn fulltrúi í Árborg að láta sveitarfélagið byggja virkjun í Ölfusá, sem nefnd er Selfossvirkjun. Ekki varð af samþykki þess. Stóriðjufyrirtæki Eyþórs, Thorsil, var á þeim tíma að leita að byggingarstað og rafmagni á Suðurlandi.

Þá var Eyþór stjórnarformaður málmbræðslunnar GMR í Hvalfirði, sem Umhverfisstofnun lagði dagsektir á árið 2016 vegna fjölda athugasemda sem ekki hafði verið brugðist við. Eyþór hætti síðar sem stjórnarformaður. 

Málmbræðslunni var síðan lokað og félagið tekið til gjaldþrotaskipta í janúar í fyrra, eftir að hún hafði meðal annars orðið rafmagnslaus vegna vangoldinna reikninga.

Einnig var Eyþór stjórnarformaður og prókúruhafi Becromal Iceland ehf, sem rekur aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði. Eyþór svaraði fyrir það opinberlega þegar Kastljós afhjúpaði að verksmiðjan sleppti meira magni mengaðra efna í umhverfið en starfsleyfið heimilaði.

Eyþór keypti um 23 prósenta hlut í Morgunblaðinu í fyrra í gegnum félag sitt. Þá stofnaði hann félagið „Félag um forsetaframboð Davíðs“, sem studdi Davíð Oddsson í kjöri til forseta Íslands. Fyrr í dag greindi vefútgáfa Morgunblaðsins, mbl.is, frá því að „vaxandi líkur“ væru á framboði hans, samkvæmt heimildum miðilsins. 

Frestur til framboðs rennur út á morgun, miðvikudag. Kjörið fer fram 27. janúar og hafa tveir þegar gefið kost á sér í oddvitasætið, borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon. Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár