Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Málmbræðsla í Hvalfirði brýtur áfram af sér

Um­hverf­is­stofn­un íhug­ar að loka end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu GMR í Hval­firði vegna meng­un­ar og ít­rek­aðra vanefnda á til­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar. Vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, undr­ast skort á já­kvæðri um­fjöll­un og seg­ir GMR vera þjóð­þrifa­fyr­ir­tæki. Iðn­að­ar­mað­ur sem starf­að hef­ur á svæð­inu lýs­ir öm­ur­leg­um að­stæð­um starfs­fólks, og seg­ist heilsu sinn­ar vegna aldrei ætla að stíga fæti inn í verk­smiðju­hús­ið.

Málmbræðsla í Hvalfirði brýtur áfram af sér
Eyþór Arnalds Stjórnarmaðurinn og fyrrverandi stjórnarformaðurinn Eyþór Arnalds er hér með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos / Geirix

Fyrirtækið GMR (Geot­hermal Metal Recycl­ing) hefur sætt dagsektum frá Umhverfisstofnun vegna ítrekaðra vanefnda. Ófullnægjandi mengunarvarnir og ítrekaðar vanefndir á lagfæringu þeirra eru ástæða dagsektanna. Myndbönd sem tekin voru fyrir tveimur árum sýna greinilega mengunina, svartan reyk, sem kemur út um dyr endurvinnslunnar. Voru það myndböndin sem vöktu fyrst athygli eftirlitsmanna.

Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við mengunarmál, en einnig við aðstöðu starfsmanna. Síðustu 4 ár hafa verið gerðar tæpar 40 athugasemdir við ýmis atriði, sem talin eru frávik sem eru brot á starfsleyfi fyrirtækisins. Meðal annars að útblástur fari ekki inn í þar til gerða reykháfa og fylli því verksmiðjuhúsið. Magn mengunarefna í útblæstri hefur einnig farið yfir viðmiðunarmörk, ekki hefur verið malbikað nema að hluta í kringum verksmiðjuna og verður það því oft að forarsvaði sem blandast úrgangi.

Slæmar aðstæður starfsfólks

Starfsmaður sem Stundin ræddi við, og hefur komið að svæðinu öðru hvoru frá því farið var í framkvæmdir, lýsir aðstæðum sem slæmum. „Það er óþolandi að horfa upp á framkomuna við starfsmenn, sem byggist eingöngu á því að þetta eru Pólverjar,“ segir hann. Þá segir hann að sér ofbjóði sóðaskapurinn og framkoman við starfsfólkið, sem eru nánast einungis útlendingar.

Aðstaðan og virðing við starfsfólkið, sem flestir eru erlendir verkamenn, segir hann fyrir neðan allar hellur. „Það er óþolandi að horfa upp á framkomuna við starfsmenn, sem byggist eingöngu á því að þetta eru Pólverjar. Ég segi fyrir mig, ef að ég ætti að fara að vinna hérna, ég færi bara beinustu leið heim á báðum skóm, ef ég ætti að vinna inni í þessari verksmiðju, með aðstæðurnar eins og þær eru núna. Ég myndi ekki láta bjóða mér það. Þótt ég hefði ekkert að gera. Þegar að við vorum þarna inni var húsið gjörsamlega kjaftfullt af reyk. Og þetta er 3.600 fermetra hús með 18 metra lofthæð. Maður sá ekki á milli augna eins og sagt er. Þannig við vorum mjög ósáttir með þetta, og svo hef ég fengið símtal frá nýjum verksmiðjustjórum og ég hef bara komið mér undan því að þurfa að vinna meira þarna inni.“

Maðurinn starfaði hjá GMR áður en framleiðsla hófst. „Það fór að vekja eftirtekt eftir smá tíma að maður fór að heyra þegar fór að líða að lokum framkvæmdarinnar að það ætti að keyra þetta í gang á bráðabirgðaleyfi, sem varir enn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár