Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Málmbræðsla í Hvalfirði brýtur áfram af sér

Um­hverf­is­stofn­un íhug­ar að loka end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu GMR í Hval­firði vegna meng­un­ar og ít­rek­aðra vanefnda á til­mæl­um stofn­un­ar­inn­ar. Vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, undr­ast skort á já­kvæðri um­fjöll­un og seg­ir GMR vera þjóð­þrifa­fyr­ir­tæki. Iðn­að­ar­mað­ur sem starf­að hef­ur á svæð­inu lýs­ir öm­ur­leg­um að­stæð­um starfs­fólks, og seg­ist heilsu sinn­ar vegna aldrei ætla að stíga fæti inn í verk­smiðju­hús­ið.

Málmbræðsla í Hvalfirði brýtur áfram af sér
Eyþór Arnalds Stjórnarmaðurinn og fyrrverandi stjórnarformaðurinn Eyþór Arnalds er hér með Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Pressphotos / Geirix

Fyrirtækið GMR (Geot­hermal Metal Recycl­ing) hefur sætt dagsektum frá Umhverfisstofnun vegna ítrekaðra vanefnda. Ófullnægjandi mengunarvarnir og ítrekaðar vanefndir á lagfæringu þeirra eru ástæða dagsektanna. Myndbönd sem tekin voru fyrir tveimur árum sýna greinilega mengunina, svartan reyk, sem kemur út um dyr endurvinnslunnar. Voru það myndböndin sem vöktu fyrst athygli eftirlitsmanna.

Umhverfisstofnun hefur ítrekað gert athugasemdir við mengunarmál, en einnig við aðstöðu starfsmanna. Síðustu 4 ár hafa verið gerðar tæpar 40 athugasemdir við ýmis atriði, sem talin eru frávik sem eru brot á starfsleyfi fyrirtækisins. Meðal annars að útblástur fari ekki inn í þar til gerða reykháfa og fylli því verksmiðjuhúsið. Magn mengunarefna í útblæstri hefur einnig farið yfir viðmiðunarmörk, ekki hefur verið malbikað nema að hluta í kringum verksmiðjuna og verður það því oft að forarsvaði sem blandast úrgangi.

Slæmar aðstæður starfsfólks

Starfsmaður sem Stundin ræddi við, og hefur komið að svæðinu öðru hvoru frá því farið var í framkvæmdir, lýsir aðstæðum sem slæmum. „Það er óþolandi að horfa upp á framkomuna við starfsmenn, sem byggist eingöngu á því að þetta eru Pólverjar,“ segir hann. Þá segir hann að sér ofbjóði sóðaskapurinn og framkoman við starfsfólkið, sem eru nánast einungis útlendingar.

Aðstaðan og virðing við starfsfólkið, sem flestir eru erlendir verkamenn, segir hann fyrir neðan allar hellur. „Það er óþolandi að horfa upp á framkomuna við starfsmenn, sem byggist eingöngu á því að þetta eru Pólverjar. Ég segi fyrir mig, ef að ég ætti að fara að vinna hérna, ég færi bara beinustu leið heim á báðum skóm, ef ég ætti að vinna inni í þessari verksmiðju, með aðstæðurnar eins og þær eru núna. Ég myndi ekki láta bjóða mér það. Þótt ég hefði ekkert að gera. Þegar að við vorum þarna inni var húsið gjörsamlega kjaftfullt af reyk. Og þetta er 3.600 fermetra hús með 18 metra lofthæð. Maður sá ekki á milli augna eins og sagt er. Þannig við vorum mjög ósáttir með þetta, og svo hef ég fengið símtal frá nýjum verksmiðjustjórum og ég hef bara komið mér undan því að þurfa að vinna meira þarna inni.“

Maðurinn starfaði hjá GMR áður en framleiðsla hófst. „Það fór að vekja eftirtekt eftir smá tíma að maður fór að heyra þegar fór að líða að lokum framkvæmdarinnar að það ætti að keyra þetta í gang á bráðabirgðaleyfi, sem varir enn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár