Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýdanskur femínismi, ljúfir tónar og bullandi tómhyggja á nýju ári

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 12.–25. janú­ar.

Nýdanskur femínismi, ljúfir tónar og bullandi tómhyggja á nýju ári

Grit Teeth útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Fjórmenningarnir í Grit Teeth hafa verið virkir meðlimir í harðkjarnasenu Reykjavíkur síðustu ár, en eru núna fyrst að gefa út sína fyrstu breiðskífu, „Let It Be“. Með þeim spila Hark, Núll, og Snowed In á þessu útgáfuhófi, en daginn eftir í R6013 rýminu halda þeir ókeypis tónleika með Dead Herring, ROHT og xGaddavírx.

Myrkraverk og Kjarval: Líðandin – la durée

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 13. janúar kl. 16.00
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Tvær sýningar opna samdægurs á Kjarvalsstöðum; „Myrkraverk“ er samsýning sex ólíkra listamanna af mismunandi kynslóðum, en á henni er að finna verk sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum. Á hinni sýningunni er að finna sjaldséð verk Kjarvals úr fyrri hluta starfsævi hans. Sýningarnar eru yfirstandandi til loka apríl.

Follies

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 13. og 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Söngleikurinn „Follies“ er byggður á samnefndri bók James Goldmans og fjallar um leikkonur sem unnu saman á sviði Weismann-leikhússins sem var rifið 1971, en þær hittast aftur 30 árum síðar, syngja saman lög og ljúga til um örlög sín. Söngleikurinn er fluttur í Breska Þjóðleikhúsinu og upptöku af honum varpað á tjaldi Bíó Paradísar.

Hatari x dada pogrom

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 13. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á fyrstu Reykjavík Goth Night tónleikum ársins eru hinir kynngimögnuðu Hatari fremst í fylkingu, en þessi gjörningapönk-hljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings á skömmum tíma með glæsilegri sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni. Með þeim spila tech noire-verkefnið Dada Pogrom og fleiri.

Iron & Wine

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Hinn skeggprúði og einlægi Sam Beam hefur flutt poppaða folk-tónlist í rúman áratug sem Iron & Wine og gefið út sex breiðskífur á þeim tíma; hann ratar einmitt á Íslandsstrendur til að kynna nýjustu plötu sína „Beast Epic“. Með honum spilar sænska tvíeykið Pale Honey.

Snorri Helgason útgáfutónleikar

Hvar? Húrra
Hvenær? 17. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hinn vinsæli folk-tónlistarmaður Snorri Helgason fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar, „Margt býr í þokunni“, en hún hefur hlotið mjög jákvæð viðbrögð, sérstaklega þá fyrir vel heppnaða lagasmíði. Auk nýrri alþýðulaga má búast við því að heyra eldri slagara, en Snorri kemur fram með hljómsveit ásamt litlum kór.

Nýdanskur femínismi

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 23. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: Ókeypis.

Á meðan að umræður um jafnrétti og femínisma hafa skerpst á síðustu árum á Norðurlöndunum er samtvinnun gjarnan ekki til staðar og málefni fjalla oftar en ekki aðeins um aðstæður hvítra miðstéttarkvenna. Á þessu umræðukvöldi koma dönsku baráttukonurnar og femínistarnir Geeti Amiri og Natasha Al-Hariri og segja frá reynslu sinni, en þær eru af innflytjendaættum frá Afganistan og Palestínu.

Myrkir músíkdagar

Hvar? Harpa
Hvenær? 25.–27. janúar
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Það er komið að hinum árlegu Myrku músíkdögum, en á þeim eru spiluð helstu framsækin ný verk eftir tónskáld frá Íslandi og nágrannalöndum okkar. Í ár er lögð áhersla á tilraunakennda tónlist sem blandar ólíkum hefðum og tækni til að skapa eitthvað nýtt í svartnættinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár