Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnmálaflokkarnir vilja 362 milljónir í viðbót frá ríkinu

Full­trú­ar allra flokka á Al­þingi nema Pírata og Flokks fólks­ins vilja að fram­lög hins op­in­bera til stjórn­mála­flokka verði auk­in um­tals­vert.

Stjórnmálaflokkarnir vilja 362 milljónir í viðbót frá ríkinu

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Pírata og Flokks fólksins hafa farið fram á það við fjárlaganefnd að framlög hins opinbera til til stjórnmálaflokka verði aukin um 362 milljónir á næsta ári til viðbótar því sem kveðið er á um í fjárlagafrumvarpi ársins 2018. 

Fjárhæðin er á við helming þess sem Landspítalinn telur sig vanta á árinu 2018 til að geta haldið sjó í rekstrinum og veitt sjúklingum viðeigandi þjónustu. 

Bent er á það í sameiginlegu erindi til fjárlaganefndar frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Miðflokksins og Viðreisnar að framlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað umtalsvert að raunvirði frá því að lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda tóku gildi árið 2007. 

 „Þetta hefur haft mikil áhrif á starfsemi stjórnmálaflokka til hins verra. Þess vegna erum við undirrituð sammála um nauðsyn þess að leiðrétta framlögin. Að óbreyttu er ekki hægt að uppfylla markmið laganna um að ,,auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið. Því er hér farið fram á leiðréttingu samkvæmt vísitölum frá árinu 2008 sem nemur 362 milljónum til viðbótar lið 05.4 Stjórnsýsla ríkisfjármála, 09-999 Ýmislegt nr. 118 í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2018,“ segir í erindinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár