Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt

Bisk­up­inn fær 18 pró­sent launa­hækk­un aft­ur­virkt og 3,3 millj­ón­ir króna í ein­greiðslu. Áð­ur hef­ur bisk­up með­al ann­ars þeg­ið tæpa millj­ón í dag­pen­inga vegna dval­ar í Sví­þjóð við skrif á hirð­is­bréf­um. Síð­asta ára­tug­inn hef­ur bisk­up feng­ið hlut­falls­lega jafn­mikl­ar launa­hækk­an­ir og al­menn­ing­ur.

Biskupinn bað um launahækkun með bréfi og fékk milljónir afturvirkt
Agnes Sigurðardóttir Biskup Íslands hefur beðið um hærri laun og nú fengið þau. Mynd: Pressphotos

Biskupsembættið skrifaði kjararáði sérstakt bréf og fór fram á betri laun fyrir biskup Íslands. Nú hefur Kjararáð veitt biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar Sigurðardóttur verða framvegis 1.553.359 krónur á mánuði. 

Kjararáð ákvað að veita biskup launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar, sem þýðir að Agnes fær 3,3 milljónir króna eingreiðslu. Mánaðarlaun hennar hækka um 271 þúsund krónur, sem jafngildir um það bil einum lágmarkslaunum einstaklings.

Síðast fékk biskup 7,15% launahækkun 1. júní 2016.

Sendi bréf með beiðni um betri kjör

Í ákvörðun kjararáðs er greint frá því að biskup Íslands hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör. „Kjararáði barst bréf dagsett 20. ágúst 2015 frá biskupi Íslands. Í bréfinu er þess óskað að kjararáð endurmeti launakjör biskups Íslands með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins.“

Í áframhaldandi bréfaskriftum tiltók biskupsembættið að skyldur biskups væru víðtækar. „Í bréfi biskupsstofu dagsettu 8. desember 2015 segir að það að vera forstöðumaður biskupsstofu sé einungis hluti af starfsskyldum biskups. Margvíslegar opinberar skyldur, hérlendis og erlendis, felist í því að vera leiðtogi og fyrirsvarsmaður hinnar stjórnarskrárbundnu, evangelisku lútersku þjóðkirkju. Megi þar helst til samanburðar nefna ýmsar þær opinberu skyldur sem hvíli á forseta Íslands og forsætisráðherra.“

Ein helsta röksemdin fyrir launahækkun biskups af hálfu biskupsstofu var að öðru leyti að biskup greiddi nú húsaleigu af dvalarstað sínum í embættisbústað biskups. Ekki kemur fram hversu há leigan er.

Fékk tæpa milljón í dagpeninga

Ein og hálf milljón í mánaðarlaun er hins vegar ekki einu greiðslurnar sem biskup Íslands þiggur. Agnes Sigurðardóttir dvaldi í Svíþjóð 12. september til 2. október 2015 við að „vinna að hirðisbréfi sínu ásamt fleiri skrifum“.

Vegna dvalarinnar fékk hún greiddar 923 þúsund krónur í dagpeninga skattfrjálst, „í samræmi við reglur um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins,“ eins og sagði í svari Biskupsstofu til Stundarinnar í fyrra. 

Kjararáð leiðir hækkanir

Ein röksemd virðist hins vegar helst liggja til grundvallar rökstuðningi kjararáðs fyrir verulegri launahækkun biskups. Hún er að „ gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður, og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar.“

Kjararáð virðist hafa haft áhrif á innbyrðis samræmi í starfskjörum þegar það ákvarðaði að veita þingmönnum 340 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum og ráðherrum um hálfrar milljón króna hækkun á mánaðarlaunum á kjördag í fyrra.

Forseti Íslands ákvað að afþakka launahækkunina með þeim hætti að hún rynni til góðgerðarmála.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra varaði við því í þættinum Víglínunni á Stöð 2 á dögunum að flugvirkjar bæðu um 20 prósenta launahækkun, þar sem það væri langt umfram efnahagslegan stöðugleika og framtíð launastrúktúrsins í landinu.

Hækkunin í samræmi við almenna launaþróun

Laun biskups Íslands hafa hækkað verulega undanfarin ár. 

Biskup Íslands fékk 648.757 krónur í mánaðarlaun í júní 2007. Til viðbótar komu 34 yfirvinnustundir á 5.462 króna tímalaunum. Samtals voru laun biskups því 834.465 krónur.  Þau hafa því hækkað um 86,2 prósent á tíu árum. Almennar launahækkanir eru 85,7 prósent á sama tímabili. 

Þróun launaÞingmenn hafa hækkað í launum langt umfram almenning.

Laun þingmanna, þingfararkaup, hafa hins vegar hækkað mun meira síðasta áratuginn. Þingmenn hækkuðu úr 531 þúsund krónum í mánaðarlaun í 1,1 milljón króna í mánaðarlaun frá 2007 til 2017, og var stærsta stökkið ákvörðun kjararáðs á kjördag í fyrra. Þingmenn hafa þannig hækkað í launum um 127 prósent á einum áratug, langt umfram almenning og biskup. Þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, sagði „gjörsamlega óþolandi“ að málið skyldi verið tekið til umræðu á Alþingi. Á endanum lækkuðu þingmenn skattfrjálsar endurgreiðslur, sem þeir fá, um 104 þúsund krónur á mánuði. Þrír af fimm meðlimum kjararáðs eru skipaðir af þingmönnum, en einn er skipaður af fjármálaráðherra. Formaður ráðsins, Jónas Þór Guðmundsson, er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Þá liggur hins vegar ekki fyrir hversu háar dagpeningagreiðslur biskup hefur þegið í heildina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár