Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðni gefur launahækkunina sína og vill að Alþingi breyti ákvörðun kjararáðs

Guðni læt­ur launa­hækk­un sína renna ann­að. „Ég bað ekki um þessa kaup­hækk­un. Ég vissi ekki af þess­ari kaup­hækk­un. Ég þarf ekki þessa kaup­hækk­un.“

Guðni gefur launahækkunina sína og vill að Alþingi breyti ákvörðun kjararáðs

„Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti um hálfrar milljóna króna launahækkun sem kjararáð ákvað að veita honum og ráðherrum, um leið og þingmenn fengu 338 þúsund króna launahækkun á einu bretti. 

Guðni var spurður út í málið á blaðamannafundi á Bessastöðum rétt í þessu. Hann sagðist vilja svara öllum spurningum fréttamanna á vettvangi. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun.“

Hann kvaðst þó ekki vilja segja þinginu fyrir verkum, það væri ekki í hans verkahring en hugur hans væri ljós í þessu máli. Það væri þingsins að ákveða hvernig það myndi bregðast við ákvörðun kjararáðs. 

Guðni tilkynnir ákvörðuninaÁ Bessastöðum í dag.

„Við skulum sjá aftur hvað þingið gerir. Ákveði þingið að þessari ákvörðun verði hnekkt með einhverjum hætti leyfi ég mér að ítreka það að ég væri fullkomlega sáttur við það ef leið gæti fundist í þeim efnum. Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekkert í minn vasa.

Aðspurður hvert hækkunin myndi renna svaraði hann snöggt: Þarf ég að segja það?“ Hann vildi ekki gefa upp hvert hann léti mismuninn renna, spurði hvort hann ætti að „vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því?“ og kvaðst vilja vanda sig, þar sem hann væri nýr í starfi. 

Þingmenn hafa hækkað mun meira í launum en almenningur á síðustu árum.

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í morgun að þingmenn hefðu verið látnir vita af launahækkuninni fyrirfram. Bjarni Benediktsson svaraði því tvíbent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
5
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár