Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Guðni gefur launahækkunina sína og vill að Alþingi breyti ákvörðun kjararáðs

Guðni læt­ur launa­hækk­un sína renna ann­að. „Ég bað ekki um þessa kaup­hækk­un. Ég vissi ekki af þess­ari kaup­hækk­un. Ég þarf ekki þessa kaup­hækk­un.“

Guðni gefur launahækkunina sína og vill að Alþingi breyti ákvörðun kjararáðs

„Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti um hálfrar milljóna króna launahækkun sem kjararáð ákvað að veita honum og ráðherrum, um leið og þingmenn fengu 338 þúsund króna launahækkun á einu bretti. 

Guðni var spurður út í málið á blaðamannafundi á Bessastöðum rétt í þessu. Hann sagðist vilja svara öllum spurningum fréttamanna á vettvangi. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun. Margir þingmenn hafa lýst andúð sinni á þessari ákvörðun kjararáðs. Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þessari ákvörðun.“

Hann kvaðst þó ekki vilja segja þinginu fyrir verkum, það væri ekki í hans verkahring en hugur hans væri ljós í þessu máli. Það væri þingsins að ákveða hvernig það myndi bregðast við ákvörðun kjararáðs. 

Guðni tilkynnir ákvörðuninaÁ Bessastöðum í dag.

„Við skulum sjá aftur hvað þingið gerir. Ákveði þingið að þessari ákvörðun verði hnekkt með einhverjum hætti leyfi ég mér að ítreka það að ég væri fullkomlega sáttur við það ef leið gæti fundist í þeim efnum. Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni ekkert í minn vasa.

Aðspurður hvert hækkunin myndi renna svaraði hann snöggt: Þarf ég að segja það?“ Hann vildi ekki gefa upp hvert hann léti mismuninn renna, spurði hvort hann ætti að „vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því?“ og kvaðst vilja vanda sig, þar sem hann væri nýr í starfi. 

Þingmenn hafa hækkað mun meira í launum en almenningur á síðustu árum.

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í morgun að þingmenn hefðu verið látnir vita af launahækkuninni fyrirfram. Bjarni Benediktsson svaraði því tvíbent.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár