Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um þver­tek­ur fyr­ir það að gögn­um hafi ver­ið eytt í máli Roberts Dow­ney hjá embætt­inu.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

„Það er ekkert sem gefur vísbendingu um að gögnum varðandi þetta mál hafi verið eytt hérna við embættið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, varðandi eyðingu gagna í máli Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar. 

Líkt og Stundin greindi frá í morgun var Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, tilkynnt í gær að öllum gögnum í málinu hafi verið eytt hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Málið sé bókfært hjá lögreglunni 24. febrúar 2015, en Ólafur Helgi tók við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í byrjun árs 2015. Ólafur Helgi þvertekur fyrir það í samtali við Stundina að gögnunum hafi verið eytt. Engum gögnum hafi verið eytt frá því hann tók við embætti. Hann segir að öll gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma og að nær væri að spyrja Reykvíkinga hvað þeir hefðu gert við gögnin. 

Anna Katrín segist í samtali við Stundina afar undrandi á þessum viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum, enda hafi henni verið gefin þessi nákvæma dagsetning, 24. febrúar 2015 þar sem fært var til bókar að gögnunum hafi verið eytt. „Eitt sem ég hef verið mjög hugsi yfir frá því ég fékk þessar fréttir í gær, hvers vegna var mér sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að mögulega væru gögnin týnd eða skemmd? Hvernig vissi hann það?“ 

Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður Önnu Katrínar, fékk einnig þær fréttir í gær, frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að gögnunum hafi verið eytt hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Henni vitandi eru engin lagaákvæði um að gögnum skuli eytt eftir tiltekinn tíma. „Ég mun óska eftir skýringum á því hvers vegna þessum gögnum var eytt og hvaða heimild liggi þar að baki,“ segir Steinunn í samtali við Stundina í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár