Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um þver­tek­ur fyr­ir það að gögn­um hafi ver­ið eytt í máli Roberts Dow­ney hjá embætt­inu.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

„Það er ekkert sem gefur vísbendingu um að gögnum varðandi þetta mál hafi verið eytt hérna við embættið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, varðandi eyðingu gagna í máli Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar. 

Líkt og Stundin greindi frá í morgun var Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, tilkynnt í gær að öllum gögnum í málinu hafi verið eytt hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Málið sé bókfært hjá lögreglunni 24. febrúar 2015, en Ólafur Helgi tók við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í byrjun árs 2015. Ólafur Helgi þvertekur fyrir það í samtali við Stundina að gögnunum hafi verið eytt. Engum gögnum hafi verið eytt frá því hann tók við embætti. Hann segir að öll gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma og að nær væri að spyrja Reykvíkinga hvað þeir hefðu gert við gögnin. 

Anna Katrín segist í samtali við Stundina afar undrandi á þessum viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum, enda hafi henni verið gefin þessi nákvæma dagsetning, 24. febrúar 2015 þar sem fært var til bókar að gögnunum hafi verið eytt. „Eitt sem ég hef verið mjög hugsi yfir frá því ég fékk þessar fréttir í gær, hvers vegna var mér sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að mögulega væru gögnin týnd eða skemmd? Hvernig vissi hann það?“ 

Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður Önnu Katrínar, fékk einnig þær fréttir í gær, frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að gögnunum hafi verið eytt hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Henni vitandi eru engin lagaákvæði um að gögnum skuli eytt eftir tiltekinn tíma. „Ég mun óska eftir skýringum á því hvers vegna þessum gögnum var eytt og hvaða heimild liggi þar að baki,“ segir Steinunn í samtali við Stundina í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu