Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um þver­tek­ur fyr­ir það að gögn­um hafi ver­ið eytt í máli Roberts Dow­ney hjá embætt­inu.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

„Það er ekkert sem gefur vísbendingu um að gögnum varðandi þetta mál hafi verið eytt hérna við embættið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, varðandi eyðingu gagna í máli Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar. 

Líkt og Stundin greindi frá í morgun var Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, tilkynnt í gær að öllum gögnum í málinu hafi verið eytt hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Málið sé bókfært hjá lögreglunni 24. febrúar 2015, en Ólafur Helgi tók við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í byrjun árs 2015. Ólafur Helgi þvertekur fyrir það í samtali við Stundina að gögnunum hafi verið eytt. Engum gögnum hafi verið eytt frá því hann tók við embætti. Hann segir að öll gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma og að nær væri að spyrja Reykvíkinga hvað þeir hefðu gert við gögnin. 

Anna Katrín segist í samtali við Stundina afar undrandi á þessum viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum, enda hafi henni verið gefin þessi nákvæma dagsetning, 24. febrúar 2015 þar sem fært var til bókar að gögnunum hafi verið eytt. „Eitt sem ég hef verið mjög hugsi yfir frá því ég fékk þessar fréttir í gær, hvers vegna var mér sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að mögulega væru gögnin týnd eða skemmd? Hvernig vissi hann það?“ 

Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður Önnu Katrínar, fékk einnig þær fréttir í gær, frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að gögnunum hafi verið eytt hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Henni vitandi eru engin lagaákvæði um að gögnum skuli eytt eftir tiltekinn tíma. „Ég mun óska eftir skýringum á því hvers vegna þessum gögnum var eytt og hvaða heimild liggi þar að baki,“ segir Steinunn í samtali við Stundina í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu