Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“

Lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesj­um þver­tek­ur fyr­ir það að gögn­um hafi ver­ið eytt í máli Roberts Dow­ney hjá embætt­inu.

Ólafur Helgi: „Ekkert sem bendir til að gögnum hafi verið eytt“
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.

„Það er ekkert sem gefur vísbendingu um að gögnum varðandi þetta mál hafi verið eytt hérna við embættið,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, varðandi eyðingu gagna í máli Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar. 

Líkt og Stundin greindi frá í morgun var Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert fyrir kynferðisbrot í sumar, tilkynnt í gær að öllum gögnum í málinu hafi verið eytt hjá embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Málið sé bókfært hjá lögreglunni 24. febrúar 2015, en Ólafur Helgi tók við sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í byrjun árs 2015. Ólafur Helgi þvertekur fyrir það í samtali við Stundina að gögnunum hafi verið eytt. Engum gögnum hafi verið eytt frá því hann tók við embætti. Hann segir að öll gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma og að nær væri að spyrja Reykvíkinga hvað þeir hefðu gert við gögnin. 

Anna Katrín segist í samtali við Stundina afar undrandi á þessum viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum, enda hafi henni verið gefin þessi nákvæma dagsetning, 24. febrúar 2015 þar sem fært var til bókar að gögnunum hafi verið eytt. „Eitt sem ég hef verið mjög hugsi yfir frá því ég fékk þessar fréttir í gær, hvers vegna var mér sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að mögulega væru gögnin týnd eða skemmd? Hvernig vissi hann það?“ 

Steinunn Guðbjartsdóttir, lögmaður Önnu Katrínar, fékk einnig þær fréttir í gær, frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að gögnunum hafi verið eytt hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Henni vitandi eru engin lagaákvæði um að gögnum skuli eytt eftir tiltekinn tíma. „Ég mun óska eftir skýringum á því hvers vegna þessum gögnum var eytt og hvaða heimild liggi þar að baki,“ segir Steinunn í samtali við Stundina í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár