Íslenski skipaflotinn veldur jafn mikilli losun brennisteinsdíoxíðs og allur iðnaður í landinu, en brennisteinsdíoxíð verður meðal annars til við brennslu svartolíu í skipum. Dæmi eru um að glæný íslensk fiskiskip brenni brennisteinsríkri svartolíu við strendur Íslands, en þar á meðal eru þrjú ný skip í eigu Samherja sem komu til landsins á þessu ári. Svartolía er „langódýrasta“ eldsneytið, en Samherji hagnaðist um samtals 14,3 milljarða króna í fyrra.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Stundina rétt að nýju skipin brenni svartolíu. Hins vegar séu til margar tegundir af svartolíu og hana sé hægt að fá með mismunandi brennisteinsmagni. „Það eina sem ég hef að segja varðandi þessi skip okkar er að þau eru mjög eyðslugrönn og eyða mjög lítilli olíu. Það er það sem við horfum á og höfum verið að þróa okkur hvað það varðar.“ Þá segir hann fyrirtækið hafa dregið verulega úr olíunotkun á síðustu …
Athugasemdir