Fyrrverandi sambýlismaður og barnsfaðir Juliane Ferguson var á dögunum dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar fyrir að hafa sent samstarfskonu hennar skjáskot af myndbandi sem sýndi Juliane í kynferðislegum athöfnum. Hann var hins vegar ekki ákærður fyrir að hafa sent allt að fimm vinnufélögum Juliane myndbandsupptökuna sjálfa, þrátt fyrir að hafa játað það í yfirheyrslum.
Þrjú ár eru frá því Juliane lagði fram kæru á hendur manninum vegna heimilisofbeldis. Juliane sagði sögu sína í nafnlausu viðtali í DV í desember 2014, en þá dvaldi hún í Kvennaathvarfinu. Í kjölfarið sendi maðurinn kynlífsmyndband af henni til nokkurra samstarfsmanna hennar í hefndarskyni fyrir að hafa farið með málið í fjölmiðla. Þetta viðurkenndi hann sjálfur í yfirheyrslum hjá lögreglu. Eftir þriggja ára baráttu var maðurinn hins vegar einungis ákærður og sakfelldur fyrir að hafa sent skjáskot af myndbandinu til samstarfskonu Juliane.
„Ég er ekki einu sinni reið út í …
Athugasemdir