Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðurkenndi að senda kynlífsmyndbönd en var ekki ákærður: „Er það glæpur að deila vídeóum eða?“

Fyrr­ver­andi sam­býl­is­mað­ur Ju­lia­ne Fergu­son við­ur­kenndi í yf­ir­heyrslu að hafa sent kyn­lífs­mynd­band af henni til vinnu­fé­laga henn­ar. Hann var ekki ákærð­ur fyr­ir að senda mynd­band­ið, en dæmd­ur í fjög­urra mán­aða fang­elsi í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um fyr­ir að senda skjá­skot af mynd­band­inu til sam­starfs­konu Ju­lia­ne.

Viðurkenndi að senda kynlífsmyndbönd en var ekki ákærður: „Er það glæpur að deila vídeóum eða?“
Ósátt við niðurstöðuna Juliane Ferguson furðar sig á því að maðurinn hafi ekki verið dæmdur fyrir að senda samstarfsfólki hennar myndbönd sem sýni hana í kynferðislegum athöfnum. Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Fyrrverandi sambýlismaður og barnsfaðir Juliane Ferguson var á dögunum dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og stórfelldar ærumeiðingar fyrir að hafa sent samstarfskonu hennar skjáskot af myndbandi sem sýndi Juliane í kynferðislegum athöfnum. Hann var hins vegar ekki ákærður fyrir að hafa sent allt að fimm vinnufélögum Juliane myndbandsupptökuna sjálfa, þrátt fyrir að hafa játað það í yfirheyrslum. 

Þrjú ár eru frá því Juliane lagði fram kæru á hendur manninum vegna heimilisofbeldis. Juliane sagði sögu sína í nafnlausu viðtali í DV í desember 2014, en þá dvaldi hún í Kvennaathvarfinu. Í kjölfarið sendi maðurinn kynlífsmyndband af henni til nokkurra samstarfsmanna hennar í hefndarskyni fyrir að hafa farið með málið í fjölmiðla. Þetta viðurkenndi hann sjálfur í yfirheyrslum hjá lögreglu. Eftir þriggja ára baráttu var maðurinn hins vegar einungis ákærður og sakfelldur fyrir að hafa sent skjáskot af myndbandinu til samstarfskonu Juliane. 

„Ég er ekki einu sinni reið út í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár