Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuð­ull Ís­lands hækk­aði úr 22,7 upp í 24,7 milli ár­anna 2014 og 2015 sam­kvæmt leið­rétt­um gögn­um Hag­stof­unn­ar.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuðull Íslands á árinu 2015, sem er reiknaður út frá tekjuárinu 2014, var vanmetinn í gögnum Hagstofunnar vegna mistaka við útreikninga. Ný leiðrétt gögn benda til þess að ójöfnuður hafi verið meiri á Íslandi heldur en í Noregi á umræddu ári. Gini-stuðullinn hafi hækkað úr 22,7 upp í 24,7 en ekki upp í 23,6 eins og áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag.

Fullyrðingar um að hvergi hafi ójöfnuður verið minni en á Íslandi á þessum tíma standast því ekki. Í evrópskum samanburði var Ísland með fjórða minnsta ójöfnuðinn. Minnstur ójöfnuður var í Slóvakíu (23,7), og þar á eftir komu Noregur (23,9), Slóvenía (24,5), Ísland (24,7) og Tékkland (25).

Ísland var hins vegar með minnstan ójöfnuð Evrópuríkja samkvæmt Gini-stuðli ársins 2016 sem var 24,1, en því næst komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía (24,4), Noregur (25) og Tékkland (25,1).

Hér verður þó að hafa í huga að Gini-stuðullinn tekur ekki tillit til söluhagnaðar vegna hlutabréfa og verðbréfa. Slíkar fjármagnstekjur renna fyrst og fremst til allra tekjuhæsta fólksins á Íslandi, en aðeins 2 prósent fjölskyldna greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði hlutabréfa. Söluhagnaður Íslendinga nam 32 milljörðum króna í fyrra samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda.

„Við reglubundna yfirferð á gögnum 17. nóvember síðastliðinn kom í ljós villa í áður birtum niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2015. Villan hafði áhrif á tekjuútreikninga og þar með upplýsingar um Gini-stuðul og lágtekjuhlutfall,“ segir í tilkynningunni á vef Hagstofunnar í dag. „Búið er að leiðrétta niðurstöður og gera viðeigandi ráðstafanir til að hún endurtaki sig ekki. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar með leiðréttum niðurstöðum samhliða birtingu á bráðabirgðaniðurstöðum ársins 2016.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár