Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuð­ull Ís­lands hækk­aði úr 22,7 upp í 24,7 milli ár­anna 2014 og 2015 sam­kvæmt leið­rétt­um gögn­um Hag­stof­unn­ar.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuðull Íslands á árinu 2015, sem er reiknaður út frá tekjuárinu 2014, var vanmetinn í gögnum Hagstofunnar vegna mistaka við útreikninga. Ný leiðrétt gögn benda til þess að ójöfnuður hafi verið meiri á Íslandi heldur en í Noregi á umræddu ári. Gini-stuðullinn hafi hækkað úr 22,7 upp í 24,7 en ekki upp í 23,6 eins og áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag.

Fullyrðingar um að hvergi hafi ójöfnuður verið minni en á Íslandi á þessum tíma standast því ekki. Í evrópskum samanburði var Ísland með fjórða minnsta ójöfnuðinn. Minnstur ójöfnuður var í Slóvakíu (23,7), og þar á eftir komu Noregur (23,9), Slóvenía (24,5), Ísland (24,7) og Tékkland (25).

Ísland var hins vegar með minnstan ójöfnuð Evrópuríkja samkvæmt Gini-stuðli ársins 2016 sem var 24,1, en því næst komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía (24,4), Noregur (25) og Tékkland (25,1).

Hér verður þó að hafa í huga að Gini-stuðullinn tekur ekki tillit til söluhagnaðar vegna hlutabréfa og verðbréfa. Slíkar fjármagnstekjur renna fyrst og fremst til allra tekjuhæsta fólksins á Íslandi, en aðeins 2 prósent fjölskyldna greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði hlutabréfa. Söluhagnaður Íslendinga nam 32 milljörðum króna í fyrra samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda.

„Við reglubundna yfirferð á gögnum 17. nóvember síðastliðinn kom í ljós villa í áður birtum niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2015. Villan hafði áhrif á tekjuútreikninga og þar með upplýsingar um Gini-stuðul og lágtekjuhlutfall,“ segir í tilkynningunni á vef Hagstofunnar í dag. „Búið er að leiðrétta niðurstöður og gera viðeigandi ráðstafanir til að hún endurtaki sig ekki. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar með leiðréttum niðurstöðum samhliða birtingu á bráðabirgðaniðurstöðum ársins 2016.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár