Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuð­ull Ís­lands hækk­aði úr 22,7 upp í 24,7 milli ár­anna 2014 og 2015 sam­kvæmt leið­rétt­um gögn­um Hag­stof­unn­ar.

Ójöfnuður á Íslandi vanmetinn og reyndist meiri en í Noregi

Gini-stuðull Íslands á árinu 2015, sem er reiknaður út frá tekjuárinu 2014, var vanmetinn í gögnum Hagstofunnar vegna mistaka við útreikninga. Ný leiðrétt gögn benda til þess að ójöfnuður hafi verið meiri á Íslandi heldur en í Noregi á umræddu ári. Gini-stuðullinn hafi hækkað úr 22,7 upp í 24,7 en ekki upp í 23,6 eins og áður var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag.

Fullyrðingar um að hvergi hafi ójöfnuður verið minni en á Íslandi á þessum tíma standast því ekki. Í evrópskum samanburði var Ísland með fjórða minnsta ójöfnuðinn. Minnstur ójöfnuður var í Slóvakíu (23,7), og þar á eftir komu Noregur (23,9), Slóvenía (24,5), Ísland (24,7) og Tékkland (25).

Ísland var hins vegar með minnstan ójöfnuð Evrópuríkja samkvæmt Gini-stuðli ársins 2016 sem var 24,1, en því næst komu Slóvakía með 24,3, þá Slóvenía (24,4), Noregur (25) og Tékkland (25,1).

Hér verður þó að hafa í huga að Gini-stuðullinn tekur ekki tillit til söluhagnaðar vegna hlutabréfa og verðbréfa. Slíkar fjármagnstekjur renna fyrst og fremst til allra tekjuhæsta fólksins á Íslandi, en aðeins 2 prósent fjölskyldna greiða fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði hlutabréfa. Söluhagnaður Íslendinga nam 32 milljörðum króna í fyrra samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda.

„Við reglubundna yfirferð á gögnum 17. nóvember síðastliðinn kom í ljós villa í áður birtum niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar fyrir árið 2015. Villan hafði áhrif á tekjuútreikninga og þar með upplýsingar um Gini-stuðul og lágtekjuhlutfall,“ segir í tilkynningunni á vef Hagstofunnar í dag. „Búið er að leiðrétta niðurstöður og gera viðeigandi ráðstafanir til að hún endurtaki sig ekki. Töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar með leiðréttum niðurstöðum samhliða birtingu á bráðabirgðaniðurstöðum ársins 2016.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár