Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns

Líf­eyr­is­sjóð­ur Vest­manna­eyja lagði fram gjald­þrota­beiðni út af skuld Press­unn­ar ehf. við sjóð­inn. Borg­aði ekki ið­gjöld starfs­manns í marga mán­uði. Press­an ehf. skuld­ar bíla­leigu 2,7 millj­ón­ir út af jeppa sem Björn Ingi Hrafns­son fékk frá fyr­ir­tæk­inu en heild­ar­greiðsl­ur út af jepp­an­um nema 8,3 millj­ón­um.

Pressan borgaði ekki af jeppa Björns Inga og stefnir í þrot út af ógreiddum iðgjöldum starfsmanns
Beiðni um gjaldþrotaskipti Beiðni Lífeyrissjóðs Vestmanneyja um gjaldþrot Pressunnar ehf. vegna vangreiddra iðgjalda starfsmanns félagsins var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir tveimur vikum. Björn Ingi Hrafnsson var eigandi og stjórnarformaður Pressunnar ehf. Mynd: Skjáskot af ÍNN

2,7 milljóna króna skuld út af leigu á Landrover-jeppa fyrir Björn Inga Hrafnsson er útistanandi í bókhaldi Pressunnar ehf. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Eins og miðilinn greindi frá fyrir síðustu helgi fékk Björn Ingi Hrafnsson, eigandi og útgefandi fjölmiðla Pressunnar ehf., afnot af jeppanum sem hluta af starfskjörum sínum síðastliðin ár. Leigan á bílnum var 350 þúsund krónur á mánuði. Heimildir Stundarinnar herma að einungis 8,3 milljónir af tæplega 11 milljóna leigu bílsins hafi verið greiddar til bílaleigunnar Arma ehf. Þetta þýðir að Pressan ehf. greiddi ekki af bílnum í meira en sjö mánuði á meðan Björn Ingi hafði afnot af honum. 

Pressan ehf. var móðurfélag fjölmiðlafyrirtækis sem Björn Ingi kom á laggirnar sem átti meðal annars Eyjuna, Pressuna, DV, Bleikt og ýmis héraðsfréttablöð. Björn Ingi tjáði sig sjálfur um jeppann í síðustu viku og sagði Stundinni frá því að hann væri búinn að skila jeppanum; hann sagðist hafa fengið reikning fyrir desembermánuð sendan á sína kennitölu. Í færslu á Facebook sagði hann frá því að jeppinn hefði verið hluti af „starfskjörum“ hans. Björn Ingi var sjálfur stjórnarformaður Pressunnar ehf. og stýrði stjórninni við annan manns, Arnar Ægisson, sem er viðskiptafélagi hans til margra ára sem stýrt hefur fjármálum fjölmiðla Björns Inga.

Greiddu ekki iðgjöld starfsmanns

Farið hefur verið fram á að Pressan ehf. verði tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta var í gert í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn fyrir tveimur vikum. Gjaldþrotabeiðnin kom frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja.  Úrskurður um hvort fyrirtækið verður tekið gjaldþrotaskipta eða ekki verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn kemur, á morgun það er að segja. Krafa lífeyrissjóðsins hljóðar upp á rúmlega 2.8 milljónir króna en þar af er höfuðstóll kröfunnar rúmlega 2 milljónir króna. 

„Þetta eru iðgjöld launþega sem eru í vanskilum“

Í samtali við Stundina segir Haukur Jónsson, forstjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, að sjóðurinn hafi lagt beiðnina fram vegna ógreiddra iðgjalda af einum sjóðsfélaga. Pressan ehf. greiddi ekki iðgjöld af launum starfsmannsins frá seinni hluta síðasta árs og fram á þetta ár segir Haukur. „Þetta eru iðgjöld launþega sem eru í vanskilum og við erum bara að reyna að tryggja kröfuna með eðlilegum hætti. Þetta eru nokkrir mánuðir sem eru í vanskilum og myndar þokkalega kröfu. Við erum bara að fylgja hefðbundnum verklagsreglum,“ segir forstjórinn en umrædd vanskil áttu sér stað í eigendatíð Björns Inga Hrafnssonar þegar Pressan ehf. var móðurfélag DV ehf., Pressunnar, Eyjunnar og fleiri fjölmiðla. Hann segir að Pressan ehf. hafi ekki haft samband við lífeyrissjóðinn til að greiða kröfuna upp og eftir atvikum reyna að forðast gjaldþrotaskipti félagsins. 

Haukur segir því að af öllu óbreyttu þá stefni Pressan ehf. í gjaldþrot út af málinu. Forstjórinn segir að lífeyrissjóðurinn hafi lagt fram tryggingu fyrir skiptakostnaði í málinu, 300 þúsund krónur.   

Harðar deilur staðið yfir

Miklar deilur hafa staðið yfir vegna eignarhalds Pressunnar ehf. og tengdra félaga síðastliðna mánuði á milli Björns Inga Hrafnssonar og aðila honum tengdum og Róberts Wessmann og aðila honum tengdum. Félag tengt Róberti, Dalurinn ehf., setti tugmilljóna króna hlutafé inn í Pressuna ehf. fyrr á árinu en stjórn Pressunnar ehf. ákvað eftir þetta að selja allar helstu eignir félagsins út úr því og til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson fer fyrir. Þetta var gert án vitneskju Dalsins ehf. og þýddi í reynd að Pressan ehf. var búin að selja þær eignir sem Dalurinn ehf. var nýbúinn að kaupa í.  Litlar eignir eru því eftir inni í félaginu Pressan ehf. og óljóst hversu mikið kröfuhafar félagsins muni fá upp í kröfur sínar.

Síðan þetta gerðist hefur verið skipuð ný stjórn yfir Pressuna ehf. sem er nú mönnuð aðilum á vegum Dalsins, meðal annars Ómari Valdimarssyni. Hin nýja stjórn vill að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta þar sem búið er að rýra eignir þess svo mikið með sölunni á fjölmiðlunum til Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. 

Í ljós hefur komið að heildarskuldir Pressunnar ehf. og tengdra félaga við opinbera aðila eins og tollstjóra út af rimlagjöldum nam um 500 milljónum króna í lok síðasta árs. Kröfur á hendur Pressunni ehf. munu því að öllum líkindum verða verulegar en auk þess á félagið Útvörður ehf. í málaferlum við Pressuna út af 90 milljóna króna láni sem veitt var árið 2014 til að kaupa DV ehf. Þá hefur sænskt ráðgjafafyrirtæki stefnt Pressunni út af 40 milljóna króna skuld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár