Björn Ingi Hrafnsson, eigandi fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar, hefur afnot af Land Rover Discovery jeppa sem Pressan hefur greitt 350 þúsund krónur fyrir á mánuði. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar bárust reikningar fyrir jeppann til Pressunnar ehf. þar til nýlega.
Björn Ingi segir á Facebook hjá sér að hann hafi nýlega yfirtekið samninginn um leiguna á bílnum sem hafi verið hluti af launakjörum hans. Í samtali við Stundina segir Björn Ingi að hann hafi yfirtekið greiðslurnar fyrir bílinn frá og með desember-mánuði og að hann hafi persónulega fengið sendan greiðsluseðil fyrir þennan mánuð. Björn Ingi segir líka að hann hafi skilað þessum Landrover-jeppa til bílaleigunnar og tekið annan bíl á leigu í staðinn.
Miklar deilur hafa staðið yfir um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækinu síðastliðna mánuði á milli Björns Inga og Róberts Wessmanns eftir að hinn fyrrnefndi seldi allar helstu eignirnar út úr fyrirtækinu Pressan ehf. til fyrirtækisins Frjálsrar fjölmiðlunar fyrr á …
Athugasemdir